Fundu lík þúsunda fórnarlamba Stalíns í Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 26. ágúst 2021 12:05 Jósef Stalín er einn alræmdasti harðstjóri mannkynssögunnar. Þúsundir og þúsundir ofan voru myrtar í stjórnartíð hans í Úkraínu einni saman. Vísir/EPA Líkamsleifar allt frá fimm til átta þúsund manns fundust í 29 fjölgagröfum á framkvæmdasvæði í borginni Odessu í sunnanverðri Úkraínu. Talið er að fólkið hafi verið fórnarlömb sovésku leynilögreglunnar í tíð alræðisherrans Jósefs Stalín. Rannsakendur telja að grafirnar séu frá seinni hluta fjórða áratugs síðustu aldar. Grafirnar fundust við undirbúning framkvæmda við stækkun flugvallar í borginni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hundruð þúsunda Úkraínumanna eru taldar hafa verið drepnar í stjórnartíð Stalíns. Samkvæmt upplýsingum stofnunar sem varðveitir heimildir um fórnarlömb pólitískra ofsókna í Úkraínu dæmdi sovéska leynilögreglan um 8.600 manns til dauða í Odessu frá 1938 til 1941. Ómögulegt sé þó að bera kennsl á líkin þar sem gögn um fórnarlömbin séu geymd í Rússlandi. Talið er að grafirnar sem nú eru komnar í ljós séu einhverjar stærstu fjöldagrafir sem fundist hafa í Úkraínu. Uppgreftri á svæðinu er enn ekki lokið og því gætu enn fleiri líkamsleifar komið í leitirnar. Úkraínskir sagnfræðingar hafa skotið á að fleiri en 200.000 pólitískir fangar sem voru teknir af lífi kunni að vera grafnir í Bykivnia-skógi utan við höfuðborgina Kænugarð. Þá eru ótaldar þær milljónir Úkraínumanna sem eru taldar hafa látíð lífið í sárri hungursneyð í tíð Stalíns frá 1932 til 1933. Margir Úkraínumenn líta á hungursneyðina sem vísvitandi þjóðarmorð Stalíns en því hafna rússnesk stjórnvöld. Úkraína Rússland Sovétríkin Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Rannsakendur telja að grafirnar séu frá seinni hluta fjórða áratugs síðustu aldar. Grafirnar fundust við undirbúning framkvæmda við stækkun flugvallar í borginni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hundruð þúsunda Úkraínumanna eru taldar hafa verið drepnar í stjórnartíð Stalíns. Samkvæmt upplýsingum stofnunar sem varðveitir heimildir um fórnarlömb pólitískra ofsókna í Úkraínu dæmdi sovéska leynilögreglan um 8.600 manns til dauða í Odessu frá 1938 til 1941. Ómögulegt sé þó að bera kennsl á líkin þar sem gögn um fórnarlömbin séu geymd í Rússlandi. Talið er að grafirnar sem nú eru komnar í ljós séu einhverjar stærstu fjöldagrafir sem fundist hafa í Úkraínu. Uppgreftri á svæðinu er enn ekki lokið og því gætu enn fleiri líkamsleifar komið í leitirnar. Úkraínskir sagnfræðingar hafa skotið á að fleiri en 200.000 pólitískir fangar sem voru teknir af lífi kunni að vera grafnir í Bykivnia-skógi utan við höfuðborgina Kænugarð. Þá eru ótaldar þær milljónir Úkraínumanna sem eru taldar hafa látíð lífið í sárri hungursneyð í tíð Stalíns frá 1932 til 1933. Margir Úkraínumenn líta á hungursneyðina sem vísvitandi þjóðarmorð Stalíns en því hafna rússnesk stjórnvöld.
Úkraína Rússland Sovétríkin Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira