Selja hundrað hús í nágrenni Rómaborgar á 150 krónur Eiður Þór Árnason skrifar 25. ágúst 2021 14:16 Maenza að næturlagi. Comune di Maenza Bæjarfélög á Ítalíu reyna nú í auknum mæli að selja yfirgefin hús á eina evru til að draga að framtakssama kaupendur. Fram að þessu hefur rýmingarsalan einna helst einskorðast við einangruð þorp fjarri höfuðborginni en breyting var á því þegar bæjaryfirvöld í Maenza tilkynntu að þau ætluðu að feta sömu leið. Maenza er fyrsti bærinn í héraðinu Latíum á Mið-Ítalíu til að bjóða vanrækt steinhús til sölu á það sem samsvarar um 150 íslenskum krónum. Um þrjú þúsund manns búa í sveitarfélaginu sem er staðsett í Monti Lepini-fjallgarðinum, um 90 mínútna bílferð frá Róm. Vill lífga upp á bæinn Claudio Sperduti, bæjarstjóri Maenza, segir að verkefnið sé liður í endurfæðingu heimabæjar síns. Markmiðið sé að blása nýju lífi í þögul öngstræti í samstarfi við núverandi eigendur húsanna. „Við erum að taka eitt skref í einu. Þegar fjölskyldur setja sig í samband við okkur og afhenda okkur gömlu húsin þá auglýsum við þau á vefsíðunni okkar,“ segir Sperduti í samtali við CNN. Þá geta bæjarstarfsmenn einnig reynt að finna aðrar eignir sem passa við lýsingu áhugasamra. Bærinn vonast til að um hundrað vanræktar fasteignir muni með þessu ganga í gegnum endurnýjun lífdaga. Sumar þeirra eru í það mikilli niðurníðslu að talið er að nálægum vegfarendum stafi hætta af þeim. Fyrstu húsin í Maenza eru komin í sölu og getur fólk lýst yfir áhuga á þeim fram til 28. ágúst. Til stendur að bæta við fleiri eignum á skrá eftir að viðræðum lýkur við fleiri eigendur. Þurfa að klára endurbætur á þremur árum Þeir einstaklingar sem festa kaup á eign fyrir eina evru skuldbinda sig til að klára að gera hana upp á næstu þremur árum. Þá þurfa nýir eigendur að leggja fram 5.000 evra innborgun, eða um 745 þúsund krónur, sem þeir fá endurgreidda að loknum endurbótum. Áhugasömum er gert að afhenda bæjaryfirvöldum ítarlega verkáætlun þar sem fram kemur hvort til standi að innrétta húsið sem heimili, gistiheimili, verslun eða veitingastað. Þess er ekki krafist að nýir eigendur setjist að í bænum en ef margir hafa áhuga á tiltekinni eign njóta tilvonandi íbúar forgangs. Einnig er horft til þess hvenær kaupendur hyggjast ljúka endurbótum. Sperduti bæjarstjóri segir að ólíkt mörgum öðrum ítölskum bæjum og þorpum sé salan í Maenza ekki tilraun til að stöðva fólksfækkun. Þess í stað sé meginmarkmiðið að koma í veg fyrir að fasteignasalar og braskarar kaupi gömlu húsin í gróðaskyni. „Þetta er ekki deyjandi borg, fólk býr enn í gamla hverfinu en það þarfnast endurbóta og þarf nýtt súrefni.“ Ítalía Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Maenza er fyrsti bærinn í héraðinu Latíum á Mið-Ítalíu til að bjóða vanrækt steinhús til sölu á það sem samsvarar um 150 íslenskum krónum. Um þrjú þúsund manns búa í sveitarfélaginu sem er staðsett í Monti Lepini-fjallgarðinum, um 90 mínútna bílferð frá Róm. Vill lífga upp á bæinn Claudio Sperduti, bæjarstjóri Maenza, segir að verkefnið sé liður í endurfæðingu heimabæjar síns. Markmiðið sé að blása nýju lífi í þögul öngstræti í samstarfi við núverandi eigendur húsanna. „Við erum að taka eitt skref í einu. Þegar fjölskyldur setja sig í samband við okkur og afhenda okkur gömlu húsin þá auglýsum við þau á vefsíðunni okkar,“ segir Sperduti í samtali við CNN. Þá geta bæjarstarfsmenn einnig reynt að finna aðrar eignir sem passa við lýsingu áhugasamra. Bærinn vonast til að um hundrað vanræktar fasteignir muni með þessu ganga í gegnum endurnýjun lífdaga. Sumar þeirra eru í það mikilli niðurníðslu að talið er að nálægum vegfarendum stafi hætta af þeim. Fyrstu húsin í Maenza eru komin í sölu og getur fólk lýst yfir áhuga á þeim fram til 28. ágúst. Til stendur að bæta við fleiri eignum á skrá eftir að viðræðum lýkur við fleiri eigendur. Þurfa að klára endurbætur á þremur árum Þeir einstaklingar sem festa kaup á eign fyrir eina evru skuldbinda sig til að klára að gera hana upp á næstu þremur árum. Þá þurfa nýir eigendur að leggja fram 5.000 evra innborgun, eða um 745 þúsund krónur, sem þeir fá endurgreidda að loknum endurbótum. Áhugasömum er gert að afhenda bæjaryfirvöldum ítarlega verkáætlun þar sem fram kemur hvort til standi að innrétta húsið sem heimili, gistiheimili, verslun eða veitingastað. Þess er ekki krafist að nýir eigendur setjist að í bænum en ef margir hafa áhuga á tiltekinni eign njóta tilvonandi íbúar forgangs. Einnig er horft til þess hvenær kaupendur hyggjast ljúka endurbótum. Sperduti bæjarstjóri segir að ólíkt mörgum öðrum ítölskum bæjum og þorpum sé salan í Maenza ekki tilraun til að stöðva fólksfækkun. Þess í stað sé meginmarkmiðið að koma í veg fyrir að fasteignasalar og braskarar kaupi gömlu húsin í gróðaskyni. „Þetta er ekki deyjandi borg, fólk býr enn í gamla hverfinu en það þarfnast endurbóta og þarf nýtt súrefni.“
Ítalía Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira