Ekki fleiri smit hjá Val en liðið í sóttkví fram á föstudag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2021 14:08 Ljóst er að ekkert verður að Króatíuför Valsmanna í þessari viku. vísir/elín Ekki reyndust fleiri kórónuveirusmit í herbúðum Íslandsmeistara Vals í handbolta karla en þau þrjú sem þegar hafa greinst. Liðið er samt í sóttkví og óvíst hvað verður um Evrópuleiki þess gegn Porec frá Króatíu. Einn leikmaður Vals greindist með kórónuveiruna á sunnudaginn og í gær bættust tvö smit við. Allur leikmannahópur Vals fór í skimun í gær og ekki komu fleiri jákvæð smit út úr henni. Valur átti að fara til Króatíu á morgun og mæta Porec á föstudaginn og laugardaginn. Ekkert verður af því en Valsmenn vonast til að Evrópuleikirnir geti farið fram um þarnæstu helgi. „Það eru ekki fleiri smit, það er bara bundið við þessi þrjú, en við erum komnir í sóttkví fram á föstudaginn. Það er því ljóst að við förum ekki út á morgun og spilum ekki um helgina,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, við Vísi í dag. Valur seldi heimaleikinn gegn Porec og því er enn möguleiki á að leikirnir geti farið fram um þarnæstu helgi þegar seinni leikirnir í 1. umferð Evrópudeildarinnar fara fram. „Við þurfum að heyra í þeim í Króatíu og það var fyrirhugað að spila meistara meistaranna þannig að þetta er púsluspil,“ sagði Snorri en Valur og Haukar áttu að mætast í Meistarakeppni HSÍ föstudaginn 3. september. Leggja ekki árar í Evrópubátinn Snorri segir Valsmenn nokkuð bjartsýna á að geta spilað við Porec um þarnæstu helgi. Það velti þó á ýmsu. „Frá okkar bæjardyrum séð er ekkert því til fyrirstöðu en það eru alls konar breytur í þessu. Ég er með vinnandi menn í liðinu sem voru búnir að fá frí til að fara til Króatíu en eru komnir í sóttkví. Flækjustigið er umtalsvert en við stefnum klárlega á að taka þátt í Evrópukeppninni. Það hefur ekki komið til tals að blása það af,“ sagði Snorri. „Við sjáum bara hvað næstu dagar bera með sér en ég er samt sem áður vongóður að þessir leikir fari fram og það er ánægjulegt að fleiri hafi ekki greinst smitaðir þótt það sé alvarlegt að þrjú smit hafi greinst innan liðsins.“ Valur á að mæta Víkingi í sextán liða úrslitum Coca Cola-bikarsins 9. september. Fyrsti leikur Vals í Olís-deildinni er svo gegn Gróttu á Seltjarnarnesi viku seinna. Olís-deild karla Valur Mest lesið Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Einn leikmaður Vals greindist með kórónuveiruna á sunnudaginn og í gær bættust tvö smit við. Allur leikmannahópur Vals fór í skimun í gær og ekki komu fleiri jákvæð smit út úr henni. Valur átti að fara til Króatíu á morgun og mæta Porec á föstudaginn og laugardaginn. Ekkert verður af því en Valsmenn vonast til að Evrópuleikirnir geti farið fram um þarnæstu helgi. „Það eru ekki fleiri smit, það er bara bundið við þessi þrjú, en við erum komnir í sóttkví fram á föstudaginn. Það er því ljóst að við förum ekki út á morgun og spilum ekki um helgina,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, við Vísi í dag. Valur seldi heimaleikinn gegn Porec og því er enn möguleiki á að leikirnir geti farið fram um þarnæstu helgi þegar seinni leikirnir í 1. umferð Evrópudeildarinnar fara fram. „Við þurfum að heyra í þeim í Króatíu og það var fyrirhugað að spila meistara meistaranna þannig að þetta er púsluspil,“ sagði Snorri en Valur og Haukar áttu að mætast í Meistarakeppni HSÍ föstudaginn 3. september. Leggja ekki árar í Evrópubátinn Snorri segir Valsmenn nokkuð bjartsýna á að geta spilað við Porec um þarnæstu helgi. Það velti þó á ýmsu. „Frá okkar bæjardyrum séð er ekkert því til fyrirstöðu en það eru alls konar breytur í þessu. Ég er með vinnandi menn í liðinu sem voru búnir að fá frí til að fara til Króatíu en eru komnir í sóttkví. Flækjustigið er umtalsvert en við stefnum klárlega á að taka þátt í Evrópukeppninni. Það hefur ekki komið til tals að blása það af,“ sagði Snorri. „Við sjáum bara hvað næstu dagar bera með sér en ég er samt sem áður vongóður að þessir leikir fari fram og það er ánægjulegt að fleiri hafi ekki greinst smitaðir þótt það sé alvarlegt að þrjú smit hafi greinst innan liðsins.“ Valur á að mæta Víkingi í sextán liða úrslitum Coca Cola-bikarsins 9. september. Fyrsti leikur Vals í Olís-deildinni er svo gegn Gróttu á Seltjarnarnesi viku seinna.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti