Misskiptingin gæti ekki verið skýrari Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 14:00 Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar segir brýnt að ríkari lönd aðstoði þau fátækari með bóluefni Vísir Framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar tekur undir með Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni um að ríkari þjóðir aðstoði þær fátækari mun betur í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Á meðan aðeins nokkur prósent séu bólusett í Eþíópíu sé rætt um að gefa fólki örvunarskammt hér á landi. Aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar varaði við þjóðernis- bólusetningastefnu og óréttlæti í bólusetningum á fundi sínum í gær í Ungverjalandi . Hann lýsti yfir vonbrigðum með að af 4,8 milljörðum skammta bóluefna sem dreift hefði verið í heiminum hefðu 75% farið til tíu ríkja en aðeins 2% til ríkja í Afríku. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem byrjað hafa að gefa þegnum sínum örvunarskammt gegn Covid-19. En búið er að endurbólusetja eldri borgara og fólk með undirliggjandi sjúkdóma og þá sem fengu upphaflega Jansen- bóluefnið. Heildarhagsmunir að allir verði bólusettir á svipuðum tíma Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar tekur undir þessi sjónarmið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar erum hluti af kirkjutengdu samstarfi stofnana sem heitir Act Alliance og starfar í 120 löndum. Þar er skorað á ríkari þjóðir að láta meira af hendi til fátækari landa í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Ríkari þjóðirnar eigi að deila bóluefnum mun betur til þeirra fátækari,“ segir Bjarni. Bjarni segir skiljanlegt að valdhafar hugsi fyrst og fremst um eigin þegna en í þessu máli þurfi að hugsa um heildarhagsmuni. „Við skorum á valdhafa að deila bóluefnum jafnar niður milli þjóða. Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið alls staðar. Það eru okkar hagsmunir að gefa meira af bóluefni til þeirra sem eru í verri stöðu en við og það er mikil áskorun. Faraldurinn klárast ekki fyrr en heimsbyggðin hefur verið bólusett,“ segir Bjarni. Bjarni segist verða áþreifanlega var við mismununina í sínu starfi fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. „Við störfum í Eþíópíu og sjáum bara hvað staðan er ójöfn við Ísland. Þar hafa bara örfá prósent landsmanna fengið bóluefni og öll staða og kerfi eru í lamasessi. Á meðan er verið að ræða um ábót á okkar bóluefni hér á landi. Myndin er því afar skökk og staða þeirra fátækari mjög slæm. Það er undarlegt að heyra umræðu um örvunarskammta meðan fátækari lönd eru varla byrjuð að bólusetja,“ segir hann. Hjálparstarf Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Varaði við „þjóðernis-bólusetningarstefnu“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, varaði við þjóðernis-bólusetningastefnu og óréttlæti í bólusetningum á fundi með utanríkisráðherra Ungverjalands í gær. 24. ágúst 2021 07:34 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar varaði við þjóðernis- bólusetningastefnu og óréttlæti í bólusetningum á fundi sínum í gær í Ungverjalandi . Hann lýsti yfir vonbrigðum með að af 4,8 milljörðum skammta bóluefna sem dreift hefði verið í heiminum hefðu 75% farið til tíu ríkja en aðeins 2% til ríkja í Afríku. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem byrjað hafa að gefa þegnum sínum örvunarskammt gegn Covid-19. En búið er að endurbólusetja eldri borgara og fólk með undirliggjandi sjúkdóma og þá sem fengu upphaflega Jansen- bóluefnið. Heildarhagsmunir að allir verði bólusettir á svipuðum tíma Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar tekur undir þessi sjónarmið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar erum hluti af kirkjutengdu samstarfi stofnana sem heitir Act Alliance og starfar í 120 löndum. Þar er skorað á ríkari þjóðir að láta meira af hendi til fátækari landa í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Ríkari þjóðirnar eigi að deila bóluefnum mun betur til þeirra fátækari,“ segir Bjarni. Bjarni segir skiljanlegt að valdhafar hugsi fyrst og fremst um eigin þegna en í þessu máli þurfi að hugsa um heildarhagsmuni. „Við skorum á valdhafa að deila bóluefnum jafnar niður milli þjóða. Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið alls staðar. Það eru okkar hagsmunir að gefa meira af bóluefni til þeirra sem eru í verri stöðu en við og það er mikil áskorun. Faraldurinn klárast ekki fyrr en heimsbyggðin hefur verið bólusett,“ segir Bjarni. Bjarni segist verða áþreifanlega var við mismununina í sínu starfi fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. „Við störfum í Eþíópíu og sjáum bara hvað staðan er ójöfn við Ísland. Þar hafa bara örfá prósent landsmanna fengið bóluefni og öll staða og kerfi eru í lamasessi. Á meðan er verið að ræða um ábót á okkar bóluefni hér á landi. Myndin er því afar skökk og staða þeirra fátækari mjög slæm. Það er undarlegt að heyra umræðu um örvunarskammta meðan fátækari lönd eru varla byrjuð að bólusetja,“ segir hann.
Hjálparstarf Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Varaði við „þjóðernis-bólusetningarstefnu“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, varaði við þjóðernis-bólusetningastefnu og óréttlæti í bólusetningum á fundi með utanríkisráðherra Ungverjalands í gær. 24. ágúst 2021 07:34 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Varaði við „þjóðernis-bólusetningarstefnu“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, varaði við þjóðernis-bólusetningastefnu og óréttlæti í bólusetningum á fundi með utanríkisráðherra Ungverjalands í gær. 24. ágúst 2021 07:34