Félag íslenskra flugumferðastjóra boðar til verkfalls Árni Sæberg skrifar 24. ágúst 2021 00:11 Arnar Hjálmsson er formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Vísir/Vilhelm Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia var slitið upp úr klukkan 23:30 í kvöld. Fundað hafði verið frá klukkan eitt í dag en samkomulag náðist ekki milli aðila og því hefur verið boðað til verkfalls. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, staðfestir í samtali við Vísi að boðað hafi verið til vinnustöðvunar sem muni taka gildi þriðjudaginn 31. ágúst næstkomandi. Hann segir að um stutta, tímabundna vinnustöðvun sé að ræða. Hún nái til þeirra félagsmanna sem starfi hjá Isavia ohf. Arnar segist vonsvikinn yfir því að samkomulag hafi ekki náðst og að vinnustöðvun sé ekki úrræði sem félagið vilji beita. Hann segir þó að enginn annar kostur hafi verið í stöðunni þar sem yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna samþykkti vinnustöðvun og félaginu sé skylt að verða við óskum þeirra. Félagsmenn samþykktu það á mánudaginn 9. ágúst að fara í sex sjálfstæðar vinnustöðvanir í kjaradeilunni. Kjaradeilan snýst aðallega um vinnutíma flugumferðarstjóra. Arnar sagði í samtali við Vísi í gær að fimm þeirra hafi verið frestað og að tími til að boða þá síðustu renni út klukkan fimm á þriðjudagsmorgun. Arnar segir að það sé nú í höndum Ríkissáttasemjara að boða til nýs fundar. Elísabet S. Ólafsdóttir, aðstoðarríkissáttasemjari, staðfesti í samtali við Vísi að fundinum hafi verið slitið án samkomulags. Þá hafi ekki verið boðað til annars fundar. Samgöngur Vinnumarkaður Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Gætu boðað til verkfalls á mánudag Ekki náðist sátt um vinnutíma flugumferðarstjóra á sáttafundi félags þeirra og Isavia hjá ríkissáttasemjara í dag. Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur út mánudaginn til að boða til verkfalls sem félagsmenn hafa þegar samþykkt að fara í. 22. ágúst 2021 22:52 Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. 23. ágúst 2021 12:02 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, staðfestir í samtali við Vísi að boðað hafi verið til vinnustöðvunar sem muni taka gildi þriðjudaginn 31. ágúst næstkomandi. Hann segir að um stutta, tímabundna vinnustöðvun sé að ræða. Hún nái til þeirra félagsmanna sem starfi hjá Isavia ohf. Arnar segist vonsvikinn yfir því að samkomulag hafi ekki náðst og að vinnustöðvun sé ekki úrræði sem félagið vilji beita. Hann segir þó að enginn annar kostur hafi verið í stöðunni þar sem yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna samþykkti vinnustöðvun og félaginu sé skylt að verða við óskum þeirra. Félagsmenn samþykktu það á mánudaginn 9. ágúst að fara í sex sjálfstæðar vinnustöðvanir í kjaradeilunni. Kjaradeilan snýst aðallega um vinnutíma flugumferðarstjóra. Arnar sagði í samtali við Vísi í gær að fimm þeirra hafi verið frestað og að tími til að boða þá síðustu renni út klukkan fimm á þriðjudagsmorgun. Arnar segir að það sé nú í höndum Ríkissáttasemjara að boða til nýs fundar. Elísabet S. Ólafsdóttir, aðstoðarríkissáttasemjari, staðfesti í samtali við Vísi að fundinum hafi verið slitið án samkomulags. Þá hafi ekki verið boðað til annars fundar.
Samgöngur Vinnumarkaður Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Gætu boðað til verkfalls á mánudag Ekki náðist sátt um vinnutíma flugumferðarstjóra á sáttafundi félags þeirra og Isavia hjá ríkissáttasemjara í dag. Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur út mánudaginn til að boða til verkfalls sem félagsmenn hafa þegar samþykkt að fara í. 22. ágúst 2021 22:52 Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. 23. ágúst 2021 12:02 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Gætu boðað til verkfalls á mánudag Ekki náðist sátt um vinnutíma flugumferðarstjóra á sáttafundi félags þeirra og Isavia hjá ríkissáttasemjara í dag. Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur út mánudaginn til að boða til verkfalls sem félagsmenn hafa þegar samþykkt að fara í. 22. ágúst 2021 22:52
Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. 23. ágúst 2021 12:02