Séreignarsparnaðurinn Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 08:01 Á einhverjum tímapunkti í lífi þorra alls ungs fólks skiptir það máli að eignast varanlegt skjól fyrir sig og sína. Þetta þekki ég af eigin raun því foreldrar mínir þurftu á tímabili að þvælast um á óstöðugum leigumarkaði sem hafði það í för með sér að við fjölskyldan þurftum oft að flytjast búferlum. Það er bara svona eins og gengur og gerist. Það er mér þó sérstaklega minnisstætt hversu óþægilegt það reyndist foreldrum mínum að vera í þessari stöðu. Ég var þó það heppin að flutningarnir áttu sér, oftast nær, stað innan sama sveitarfélags svo lítið rót varð á námi mínu í grunnskóla. Þegar ég byrjaði svo sjálf að búa um 18 ára aldurinn og kom inn á leigumarkaðinn varð skýrt hversu lítið hafði breyst á íslenskum leigumarkaði. Leigumarkaðurinn er hverfull og óstöðugur og tíðir flutningar ekkert einsdæmi. Það er því eðlilegt að ungu fólki sé það hugleikið að eignast fasteign fyrr en seinna. Leigumarkaðinn má vissulega bæta og stórauka þarf stöðugleika hans, en hér vil ég nema staðar og ræða þau úrræði sem standa ungu fólki til boða á fasteignamarkaði í dag. Séreignarsparnaðurinn Við þurfum að standa vörð um nýtingu séreignarsparnaðar til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða til ráðstöfunar upp í höfuðstól lána. Sú leið hefur reynst unga fólkinu í kringum mig, og mig sjálfa, gríðarlega mikilvæg til þess að komast inn á fasteignamarkaðinn. Heimildin hefur verið framlengd til 30. júní 2023 en mikilvægt er að úrræðið verði varanlegt val einstaklinga til að tryggja að næstu kynslóðir geti notið þess. Lægri skattar Séreignarsparnaðarleiðin er skattfrjáls ráðstöfun á fjármunum. Það þýðir einfaldlega að séreignarsparnaður þinn er undanþeginn skatti þegar hann er nýttur til kaupa á fasteign, en við útgreiðslu sem lífeyrir er hann skattlagður. Séreignarsparnaðarleiðin er tvíþætt, annars vegar er hægt að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán og hins vegar er hægt að fá séreign útborgaða skattfrjálst upp í fyrstu greiðslu vegna kaupa á fasteign. Hlutdeildarlánin Með tilkomu hlutdeildarlána árið 2020 var komið til móts við tekjulægri hópa gagnvart fasteignakaupum. Nú þarf lántaki einungis að reiða fram 5% af kaupverði húsnæðisins í útborgun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir svo kaupanda 20% lán og þá þarf einungis 75% húsnæðislán frá lánastofnun. Á hlutdeildarláninu eru engir vextir og engar afborganir. Lántaki endurgreiðir lánið þegar hann selur eignina eða við lok lánstíma, sem er til 10 ára með heimild til 5 ára framlengingu í senn, hámarks framlengingu til 25 ára alls. Hlutdeildarlánin eru því hugsuð fyrir einstaklinga sem komast í gegnum greiðslumat og geta greitt af lánum en þurfa sérstaka aðstoð við útborgun. Lánin veita einstaklingum undir ákveðnum tekjumörkum tækifæri til að komst út af leigumarkaði og inn á fasteignamarkaðinn eða úr foreldrahúsum. Afnemum stimpilgjöld Stimpilgjöld af lánaskjölum hafa verið afnumin og afsláttur veittur af stimpilgjaldi vegna fyrstu kaupa. Það eru ekki allir fyrstu kaupendur sem gera sér grein fyrir þessum kostnaði en hann getur numið á nokkrum hundruðum þúsunda króna, allt eftir kaupverði viðkomandi fasteignar.. Með aukinni sjálfvirknivæðingu og rafrænni stjórnsýslu er mikilvægt að stíga skrefið til fulls og afnema öll stimpilgjöld hins opinbera. Tryggjum varanleg úrræði og höldum áfram að leita leiða sem nýtast unga fólkinu okkar áfram um ókomna tíð. Það er baráttumál okkar allra. Höfundur skipar 2. Sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Á einhverjum tímapunkti í lífi þorra alls ungs fólks skiptir það máli að eignast varanlegt skjól fyrir sig og sína. Þetta þekki ég af eigin raun því foreldrar mínir þurftu á tímabili að þvælast um á óstöðugum leigumarkaði sem hafði það í för með sér að við fjölskyldan þurftum oft að flytjast búferlum. Það er bara svona eins og gengur og gerist. Það er mér þó sérstaklega minnisstætt hversu óþægilegt það reyndist foreldrum mínum að vera í þessari stöðu. Ég var þó það heppin að flutningarnir áttu sér, oftast nær, stað innan sama sveitarfélags svo lítið rót varð á námi mínu í grunnskóla. Þegar ég byrjaði svo sjálf að búa um 18 ára aldurinn og kom inn á leigumarkaðinn varð skýrt hversu lítið hafði breyst á íslenskum leigumarkaði. Leigumarkaðurinn er hverfull og óstöðugur og tíðir flutningar ekkert einsdæmi. Það er því eðlilegt að ungu fólki sé það hugleikið að eignast fasteign fyrr en seinna. Leigumarkaðinn má vissulega bæta og stórauka þarf stöðugleika hans, en hér vil ég nema staðar og ræða þau úrræði sem standa ungu fólki til boða á fasteignamarkaði í dag. Séreignarsparnaðurinn Við þurfum að standa vörð um nýtingu séreignarsparnaðar til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða til ráðstöfunar upp í höfuðstól lána. Sú leið hefur reynst unga fólkinu í kringum mig, og mig sjálfa, gríðarlega mikilvæg til þess að komast inn á fasteignamarkaðinn. Heimildin hefur verið framlengd til 30. júní 2023 en mikilvægt er að úrræðið verði varanlegt val einstaklinga til að tryggja að næstu kynslóðir geti notið þess. Lægri skattar Séreignarsparnaðarleiðin er skattfrjáls ráðstöfun á fjármunum. Það þýðir einfaldlega að séreignarsparnaður þinn er undanþeginn skatti þegar hann er nýttur til kaupa á fasteign, en við útgreiðslu sem lífeyrir er hann skattlagður. Séreignarsparnaðarleiðin er tvíþætt, annars vegar er hægt að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán og hins vegar er hægt að fá séreign útborgaða skattfrjálst upp í fyrstu greiðslu vegna kaupa á fasteign. Hlutdeildarlánin Með tilkomu hlutdeildarlána árið 2020 var komið til móts við tekjulægri hópa gagnvart fasteignakaupum. Nú þarf lántaki einungis að reiða fram 5% af kaupverði húsnæðisins í útborgun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir svo kaupanda 20% lán og þá þarf einungis 75% húsnæðislán frá lánastofnun. Á hlutdeildarláninu eru engir vextir og engar afborganir. Lántaki endurgreiðir lánið þegar hann selur eignina eða við lok lánstíma, sem er til 10 ára með heimild til 5 ára framlengingu í senn, hámarks framlengingu til 25 ára alls. Hlutdeildarlánin eru því hugsuð fyrir einstaklinga sem komast í gegnum greiðslumat og geta greitt af lánum en þurfa sérstaka aðstoð við útborgun. Lánin veita einstaklingum undir ákveðnum tekjumörkum tækifæri til að komst út af leigumarkaði og inn á fasteignamarkaðinn eða úr foreldrahúsum. Afnemum stimpilgjöld Stimpilgjöld af lánaskjölum hafa verið afnumin og afsláttur veittur af stimpilgjaldi vegna fyrstu kaupa. Það eru ekki allir fyrstu kaupendur sem gera sér grein fyrir þessum kostnaði en hann getur numið á nokkrum hundruðum þúsunda króna, allt eftir kaupverði viðkomandi fasteignar.. Með aukinni sjálfvirknivæðingu og rafrænni stjórnsýslu er mikilvægt að stíga skrefið til fulls og afnema öll stimpilgjöld hins opinbera. Tryggjum varanleg úrræði og höldum áfram að leita leiða sem nýtast unga fólkinu okkar áfram um ókomna tíð. Það er baráttumál okkar allra. Höfundur skipar 2. Sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun