Hvers vegna mega strákarnir okkar smitast? Sigríður Elsa Álfhildardóttir skrifar 23. ágúst 2021 17:31 Ef það er eitthvað sem Íslendingar hafa sýnt í faraldrinum þá er það að landsmenn treysta vísindunum. Ég, sem verðandi heilbrigðisstarfsmaður, er gríðarlega þakklát fyrir það. Þegar vísindin sýndu fram á gagnsemi grímunotkunar þá settum við á okkur grímur. Þegar bóluefnin komu til sögunnar létum við ekki okkar eftir liggja heldur flykktumst í bólusetningu. Auðvitað eru það vonbrigði að þau takmarki ekki dreifingu veirunnar eins og vonir höfðu staðið til – en fækkun alvarlegra veikinda og dauðsfalla segir sína sögu. Íslendingar eru hins vegar ekki allir jafnir þegar kemur að bólusetningum. Þvert á móti leyfum við helmingi þjóðarinnar að smitast af veiru sem getur valdið krabbameini í alvarlegustu tilfellunum. Strákar á Íslandi fá nefnilega ekki bólusetningu gegn HPV, ólíkt norskum kynbræðrum þeirra. Hvers vegna mega íslenskir strákar smitast og hvers vegna mega þeir smita óbólusetta einstaklinga? Almennar bólusetningar, en bara fyrir stelpur Á vef bandarísku sóttvarnastofnunarinnar segir að HPV sé algengasti kynsjúkdómurinn. Fólk sem er óbólusett gegn HPV sé þannig tiltölulega líklegt til að smitast einhvern tímann á lífsleiðinni. Aftur á móti eyðir ónæmiskerfi líkamans sýkingum af völdum veirunnar í langflestum tilfella innan nokkurra mánaða. Ef sýking nær hins vegar fótfestu og verður viðvarandi aukast líkur á krabbameini ef ekki er brugðist við. Þannig er HPV-veiran „grunnorsök forstigsbreytinga- og krabbameins í legháls,“ eins og það er orðað á vef Landlæknis. Af þessum sökum eru íslenskar stúlkur bólusettar gegn veirunni við tólf ára aldur og er HPV-bólusetningin þar með hluti af almennum bólusetningum. Strákarnir okkar eru hins vegar ekki bólusettir gegn HPV, þó svo að veiran geti valdið frumubreytingum sem leitt geta til krabbameins í hálsi, endaþarmi og typpi. Strákar geta vissulega fengið bóluefni gegn veirunni, en þá þurfa þeir að greiða fyrir það úr eigin vasa – ólíkt norskum strákum. Ég er þeirrar skoðunar að íslenskum strákum eigi líka að bjóðast ókeypis bólusetning við HPV, rétt eins og stelpunum okkar, á grundvelli jafnréttis og betri lýðheilsu. Krabbamein er lýðheilsuvandamál sem bæði veldur einstaklingnum skaða sem og samfélagslegu tjóni. Eigum við þá ekki að reyna að koma í veg fyrir það? Höfundur er sjúkraliðanemi og frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ef það er eitthvað sem Íslendingar hafa sýnt í faraldrinum þá er það að landsmenn treysta vísindunum. Ég, sem verðandi heilbrigðisstarfsmaður, er gríðarlega þakklát fyrir það. Þegar vísindin sýndu fram á gagnsemi grímunotkunar þá settum við á okkur grímur. Þegar bóluefnin komu til sögunnar létum við ekki okkar eftir liggja heldur flykktumst í bólusetningu. Auðvitað eru það vonbrigði að þau takmarki ekki dreifingu veirunnar eins og vonir höfðu staðið til – en fækkun alvarlegra veikinda og dauðsfalla segir sína sögu. Íslendingar eru hins vegar ekki allir jafnir þegar kemur að bólusetningum. Þvert á móti leyfum við helmingi þjóðarinnar að smitast af veiru sem getur valdið krabbameini í alvarlegustu tilfellunum. Strákar á Íslandi fá nefnilega ekki bólusetningu gegn HPV, ólíkt norskum kynbræðrum þeirra. Hvers vegna mega íslenskir strákar smitast og hvers vegna mega þeir smita óbólusetta einstaklinga? Almennar bólusetningar, en bara fyrir stelpur Á vef bandarísku sóttvarnastofnunarinnar segir að HPV sé algengasti kynsjúkdómurinn. Fólk sem er óbólusett gegn HPV sé þannig tiltölulega líklegt til að smitast einhvern tímann á lífsleiðinni. Aftur á móti eyðir ónæmiskerfi líkamans sýkingum af völdum veirunnar í langflestum tilfella innan nokkurra mánaða. Ef sýking nær hins vegar fótfestu og verður viðvarandi aukast líkur á krabbameini ef ekki er brugðist við. Þannig er HPV-veiran „grunnorsök forstigsbreytinga- og krabbameins í legháls,“ eins og það er orðað á vef Landlæknis. Af þessum sökum eru íslenskar stúlkur bólusettar gegn veirunni við tólf ára aldur og er HPV-bólusetningin þar með hluti af almennum bólusetningum. Strákarnir okkar eru hins vegar ekki bólusettir gegn HPV, þó svo að veiran geti valdið frumubreytingum sem leitt geta til krabbameins í hálsi, endaþarmi og typpi. Strákar geta vissulega fengið bóluefni gegn veirunni, en þá þurfa þeir að greiða fyrir það úr eigin vasa – ólíkt norskum strákum. Ég er þeirrar skoðunar að íslenskum strákum eigi líka að bjóðast ókeypis bólusetning við HPV, rétt eins og stelpunum okkar, á grundvelli jafnréttis og betri lýðheilsu. Krabbamein er lýðheilsuvandamál sem bæði veldur einstaklingnum skaða sem og samfélagslegu tjóni. Eigum við þá ekki að reyna að koma í veg fyrir það? Höfundur er sjúkraliðanemi og frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun