Hvað dvelur hraðprófin? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 23. ágúst 2021 12:31 Ólíkt hafast þau að, stjórnvöld á Íslandi og í Danmörku, þegar kemur að því að greiða leið fólks í gegnum Covid-19 frumskóginn, til að tryggja að við getum lifað hér sem eðlilegustu lífi á ný. Á meðan íslensk stjórnvöld þvælast fyrir með reglugerð sem bannar notkun Covid-sjálfsprófa þá hvetja dönsk stjórnvöld til notkunar slíkra prófa hvenær sem fólk og fyrirtæki þurfa og vilja. Að auki bjóða dönsk stjórnvöld víða upp á Covid-hraðpróf fólki að kostnaðarlausu, hvort sem það finnur fyrir einkennum eða ekki og hvort sem um heimamenn eða ferðamenn er að ræða. Fólk sem ekki getur nýtt sér þessi fríu próf getur keypt þau víða á stöðum sem betur henta. Þetta fjölgar þeim sem komast snemma að því að þau séu smituð og dregur úr líkunum á því að þau smiti aðra. Að sama skapi einfaldar þetta ósmituðu fólki að halda sínu striki.Fyrirkomulagið í fríu Covid-hraðprófunartjöldum danskra stjórnvalda minnir um margt á skipulagið góða í Laugardalshöll þegar við vorum ,,best í heimi í bólusetningum“. Nema þau eru auðvitað margfalt smærri í sniðum enda tjöldin víða. En hvað gerðist svo? Í frétt RÚV í gærkvöldi kom fram að stjórnvöld sjái fyrir sér að hraðpróf verði í auknum mæli notuð til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ef það markmið á að nást hlýtur að þurfa að auka aðgengi fólks að hraðprófunum, það segir sig sjálft. Annars vegar með því að koma upp prófunarstöðum þar sem fólki gefst kostur á taka hraðpróf sér að kostnaðarlausu. Hins vegar með því að afnema óskiljanlegt bann við sjálfsprófum. Þessi próf eru ekki ætluð fólki með einkenni heldur eru fyrst og fremst notuð sem smitvörn. Þau skapa öryggi og draga úr smithættu svo að við getum fetað okkur aftur í áttina að eðlilegu lífi. Svo að við getum lifað með veirunni. Höfundur er þingmaður og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Skoðun: Kosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Ólíkt hafast þau að, stjórnvöld á Íslandi og í Danmörku, þegar kemur að því að greiða leið fólks í gegnum Covid-19 frumskóginn, til að tryggja að við getum lifað hér sem eðlilegustu lífi á ný. Á meðan íslensk stjórnvöld þvælast fyrir með reglugerð sem bannar notkun Covid-sjálfsprófa þá hvetja dönsk stjórnvöld til notkunar slíkra prófa hvenær sem fólk og fyrirtæki þurfa og vilja. Að auki bjóða dönsk stjórnvöld víða upp á Covid-hraðpróf fólki að kostnaðarlausu, hvort sem það finnur fyrir einkennum eða ekki og hvort sem um heimamenn eða ferðamenn er að ræða. Fólk sem ekki getur nýtt sér þessi fríu próf getur keypt þau víða á stöðum sem betur henta. Þetta fjölgar þeim sem komast snemma að því að þau séu smituð og dregur úr líkunum á því að þau smiti aðra. Að sama skapi einfaldar þetta ósmituðu fólki að halda sínu striki.Fyrirkomulagið í fríu Covid-hraðprófunartjöldum danskra stjórnvalda minnir um margt á skipulagið góða í Laugardalshöll þegar við vorum ,,best í heimi í bólusetningum“. Nema þau eru auðvitað margfalt smærri í sniðum enda tjöldin víða. En hvað gerðist svo? Í frétt RÚV í gærkvöldi kom fram að stjórnvöld sjái fyrir sér að hraðpróf verði í auknum mæli notuð til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ef það markmið á að nást hlýtur að þurfa að auka aðgengi fólks að hraðprófunum, það segir sig sjálft. Annars vegar með því að koma upp prófunarstöðum þar sem fólki gefst kostur á taka hraðpróf sér að kostnaðarlausu. Hins vegar með því að afnema óskiljanlegt bann við sjálfsprófum. Þessi próf eru ekki ætluð fólki með einkenni heldur eru fyrst og fremst notuð sem smitvörn. Þau skapa öryggi og draga úr smithættu svo að við getum fetað okkur aftur í áttina að eðlilegu lífi. Svo að við getum lifað með veirunni. Höfundur er þingmaður og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun