Anton Kristinn játar brot og fær 175 þúsund króna sekt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 12:50 Anton Kristinn Þórarinsson var dæmdur til að greiða 175 þúsund króna sekt í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir vopna- og fíkniefnalagabrot. Vísir Aðalmeðferð í máli Antons Kristins Þórarinssonar fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Anton játaði brot í tveimur af þremur ákæruliðum og var þar dæmdur til að greiða 175 þúsund króna sekt fyrir að hafa brotið fíkniefna- og vopnalagabrot. Anton Kristinn var fyrr í sumar ákærður fyrir að hafa á heimili sínu í Akrahverfinu í Garðabæ, í mars 2019, haft í fórum sínum þrjú rafmagnsvopn, rafstuðbyssur, kókaín og tóbaksblandað kannabisefni. Hann var ákærður í þremur liðum en saksóknari féll frá þriðja ákæruliði í máli Antons og var hann því sakfelldur fyrir tvo ákæruliði. Anton Kristinn var ákærður í málinu ásamt fjórum öðrum. Mál var látið niður falla hjá tveimur þeirra, þar sem Anton játaði í tveimur ákæruliðanna. Þriðji ákæruliðurinn var látinn niður falla þar sem meðsakborningur hans hafði játað í þeim ákærulið. Hafði 0,73 grömm af kókaíni í fórum sínum Eins og áður segir er ákæran gegn Antoni Kristni í þremur liðum. Sá fyrsti vopnalagabrot með því að Anton hafi, þann 11. mars 2019, haft í vörslum sínum á heimili sínu þrjú rafmagnsvopn (rafstuðbyssur) en lögreglan fann og lagði hald á vopnin við leit á heimilinu. Í sömu húsleit fundust 0,73 grömm af kókaíni á heimili Antons, sem hann og tveir aðrir voru við það að neyta þegar lögregla mætti á heimilið. Anton var einnig ákærður fyrir annað fíkniefnalagabrot, með því að hafa sama dag haft 33,74 grömm af kókaíni í vörslum sínum og 1,23 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni sem lögregla lagði hald á við húsleit. Anton játaði fyrir dómi í morgun að hafa haft í fórum sínum rafmagnsvopnin og 0,73 grömm af kókaíni. Í yfirlýsingu verjanda hans, Steinbergs Finnbogasonar, fyrir dómi sagði hann að Anton hafi verið þarna húsráðandi og vildi viðurkenna að hafa haft fíkniefnin, 0,73 grömm af kókaíni, og rafbyssurnar í fórum sínum. Anton mun þurfa að greiða 175 þúsund krónur í sakarkostnað og vopn og fíkniefni gerð upptæk. Lengi verið á lista hjá lögreglunni Anton Kristinn var á meðal sakborninga í Rauðagerðismálinu þar sem albanskur karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Reykjavík í febrúar. Það er hann hins vegar ekki lengur að sögn Steinbergs. Niðurfellingarbréf frá lögreglu hafi borist til staðfestingar því að Anton Kristinn sé ekki lengur sakborningur. Steinbergur hefur þegar hafið undirbúning á bótamáli gegn ríkinu vegna framgangs lögreglu í Rauðagerðismálinu. Að sögn Steinbergs hafði lögregla lengi upplýsingar um að Anton Kristinn væri ótengdur morðinu. Lögregla hefur um árabil reynt að hafa hendur í hári Antons Kristins sem hefur verið lýst sem „langstærsta fíkniefnabaróninum“ á Íslandi. Hann hefur aðeins einu sinni hlotið fangelsisdóm í þyngri kantinum en í fjölda skipta sótt bætur til íslenska ríkisins eftir að hafa sætt gæsluvarðhaldi eða hlerunum í málum sem leiddu ekki til þess að hann var dæmdur. Þá benda gögn, úr máli lögreglufulltrúa, sem lekið var á Internetið í upphafi árs til þess að Anton Kristinn hafi um tíma verið uppljóstrari hjá lögreglunni. Í rannsókn málsins var rætt við fjölda rannsóknarlögreglumanna sem margir veltu fyrir sér hvers vegna rannsóknir á málum tengdum Antoni Kristni virtust endurtekið renna út í sandinn. Málið gegn lögreglufulltrúanum var þó að lokum fellt niður og fékk hann miskabætur frá ríkinu. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Anton Kristinn var fyrr í sumar ákærður fyrir að hafa á heimili sínu í Akrahverfinu í Garðabæ, í mars 2019, haft í fórum sínum þrjú rafmagnsvopn, rafstuðbyssur, kókaín og tóbaksblandað kannabisefni. Hann var ákærður í þremur liðum en saksóknari féll frá þriðja ákæruliði í máli Antons og var hann því sakfelldur fyrir tvo ákæruliði. Anton Kristinn var ákærður í málinu ásamt fjórum öðrum. Mál var látið niður falla hjá tveimur þeirra, þar sem Anton játaði í tveimur ákæruliðanna. Þriðji ákæruliðurinn var látinn niður falla þar sem meðsakborningur hans hafði játað í þeim ákærulið. Hafði 0,73 grömm af kókaíni í fórum sínum Eins og áður segir er ákæran gegn Antoni Kristni í þremur liðum. Sá fyrsti vopnalagabrot með því að Anton hafi, þann 11. mars 2019, haft í vörslum sínum á heimili sínu þrjú rafmagnsvopn (rafstuðbyssur) en lögreglan fann og lagði hald á vopnin við leit á heimilinu. Í sömu húsleit fundust 0,73 grömm af kókaíni á heimili Antons, sem hann og tveir aðrir voru við það að neyta þegar lögregla mætti á heimilið. Anton var einnig ákærður fyrir annað fíkniefnalagabrot, með því að hafa sama dag haft 33,74 grömm af kókaíni í vörslum sínum og 1,23 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni sem lögregla lagði hald á við húsleit. Anton játaði fyrir dómi í morgun að hafa haft í fórum sínum rafmagnsvopnin og 0,73 grömm af kókaíni. Í yfirlýsingu verjanda hans, Steinbergs Finnbogasonar, fyrir dómi sagði hann að Anton hafi verið þarna húsráðandi og vildi viðurkenna að hafa haft fíkniefnin, 0,73 grömm af kókaíni, og rafbyssurnar í fórum sínum. Anton mun þurfa að greiða 175 þúsund krónur í sakarkostnað og vopn og fíkniefni gerð upptæk. Lengi verið á lista hjá lögreglunni Anton Kristinn var á meðal sakborninga í Rauðagerðismálinu þar sem albanskur karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Reykjavík í febrúar. Það er hann hins vegar ekki lengur að sögn Steinbergs. Niðurfellingarbréf frá lögreglu hafi borist til staðfestingar því að Anton Kristinn sé ekki lengur sakborningur. Steinbergur hefur þegar hafið undirbúning á bótamáli gegn ríkinu vegna framgangs lögreglu í Rauðagerðismálinu. Að sögn Steinbergs hafði lögregla lengi upplýsingar um að Anton Kristinn væri ótengdur morðinu. Lögregla hefur um árabil reynt að hafa hendur í hári Antons Kristins sem hefur verið lýst sem „langstærsta fíkniefnabaróninum“ á Íslandi. Hann hefur aðeins einu sinni hlotið fangelsisdóm í þyngri kantinum en í fjölda skipta sótt bætur til íslenska ríkisins eftir að hafa sætt gæsluvarðhaldi eða hlerunum í málum sem leiddu ekki til þess að hann var dæmdur. Þá benda gögn, úr máli lögreglufulltrúa, sem lekið var á Internetið í upphafi árs til þess að Anton Kristinn hafi um tíma verið uppljóstrari hjá lögreglunni. Í rannsókn málsins var rætt við fjölda rannsóknarlögreglumanna sem margir veltu fyrir sér hvers vegna rannsóknir á málum tengdum Antoni Kristni virtust endurtekið renna út í sandinn. Málið gegn lögreglufulltrúanum var þó að lokum fellt niður og fékk hann miskabætur frá ríkinu.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira