Spilling er lævís og lipur Árni Múli Jónasson skrifar 22. ágúst 2021 21:34 Spilling þrífst á kúgun og þöggun og grefur þannig undan skoðana- og tjáningarfrelsinu og lýðræðinu. Hún byggist á mismunun fólks og fyrirtækja og leiðir til enn meiri mismununar. Hún er illvíg meinsemd sem skaðar hagsmuni almennings á öllum sviðum þjóðlífsins. Spilling gagnast þeim auðugu og valdamiklu, sem reyna því jafnan að verja hana og viðhalda og hún bitnar alltaf mest og verst á þeim sem valdlausastir eru, minnst fá og ekkert eiga. Spilling er misbeiting valds í þágu sérhagsmuna og valdi er misbeitt með mjög margvíslegum hætti. Þar sem atvinnulíf er einhæft, eins og víða er hér á landi, ráða eigendur og stjórnendur stórra fyrirtækja því hverjir fá störfin í samfélaginu og hverjir ekki, hverjir fá launahækkun og hverjir ekki og hverjir eru reknir og hverjir ekki. Þetta vita allir sem þar búa og þeir sem valdið hafa, í krafti auðs, þurfa ekki að segja þetta upp hátt og enn síður að hóta einhverjum með berum orðum því hver treystir sér til að gagnrýna fyrirtæki, eigendur þess eða stjórnendur þegar hann veit að það getur kostað hann starfið og að það er enga aðra vinnu að hafa? Hvernig á hann þá að framfleyta sér og fjölskyldu sinni? Fólk á þannig ekki aðeins störf sín og framfærslu undir náð og miskunn stjórnenda fyrirtækjanna, heldur þarf það í raun að þola mjög miklar skerðingar á skoðana- og tjáningarfrelsinu, mannréttindum sem eru forsenda og súrefni heilbrigðs lýðræðis í hverju samfélagi. Og það er ekki einungis starfsfólkið sem þarf að þola misbeitingu þessa valds sem byggist á peningum og einokun. Þeir eiga nefnilega ekki heldur von á góðu sem voga sér að stofna fyrirtæki sem stórfyrirtækin telja að geti mögulega tekið svolítinn gróða frá þeim. Sveitarstjórnarfólk, sem íbúarnir hafa kosið til að gæta hagsmuna sinna, veit líka mjög vel hvaða áhrif það hefur á atvinnu og framfærslu íbúanna og tekjur sveitarfélagsins ef eigendum og stjórnendum stórfyrirtækjanna líkar ekki það sem sveitarstjórnirnar segja eða gera og ákveða því að flytja rekstur sinn burt úr byggðarlaginu. Fyrirtækin þurfa ekki að segja það upp hátt og enn síður að hóta því berum orðum, þó að sum þeirra geti ekki stillt sig um að sýna þannig vald sitt. Þessi staða leiðir til misbeitingar valds í þágu sérhagsmuna. Þetta ofurvald stórfyrirtækja stendur byggðunum fyrir þrifum og er gríðarlega óréttlátt gagnvart íbúunum, óheilbrigt og ólíðandi. Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að losa fólk og samfélög úr þessu kyrkingartaki með því að ná valdinu frá stórfyrirtækjunum og færa það til fólksins og hefur nú kynnt tilboð sitt til kjósenda um aðgerðir til að uppræta spillingu: Ráðumst að rótum spillingarinnar. Taktu þessu tilboði og kjóstu Sósíalistaflokkinn! Höfundur situr í öðru sæti á lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Norðvesturkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Árni Múli Jónasson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Spilling þrífst á kúgun og þöggun og grefur þannig undan skoðana- og tjáningarfrelsinu og lýðræðinu. Hún byggist á mismunun fólks og fyrirtækja og leiðir til enn meiri mismununar. Hún er illvíg meinsemd sem skaðar hagsmuni almennings á öllum sviðum þjóðlífsins. Spilling gagnast þeim auðugu og valdamiklu, sem reyna því jafnan að verja hana og viðhalda og hún bitnar alltaf mest og verst á þeim sem valdlausastir eru, minnst fá og ekkert eiga. Spilling er misbeiting valds í þágu sérhagsmuna og valdi er misbeitt með mjög margvíslegum hætti. Þar sem atvinnulíf er einhæft, eins og víða er hér á landi, ráða eigendur og stjórnendur stórra fyrirtækja því hverjir fá störfin í samfélaginu og hverjir ekki, hverjir fá launahækkun og hverjir ekki og hverjir eru reknir og hverjir ekki. Þetta vita allir sem þar búa og þeir sem valdið hafa, í krafti auðs, þurfa ekki að segja þetta upp hátt og enn síður að hóta einhverjum með berum orðum því hver treystir sér til að gagnrýna fyrirtæki, eigendur þess eða stjórnendur þegar hann veit að það getur kostað hann starfið og að það er enga aðra vinnu að hafa? Hvernig á hann þá að framfleyta sér og fjölskyldu sinni? Fólk á þannig ekki aðeins störf sín og framfærslu undir náð og miskunn stjórnenda fyrirtækjanna, heldur þarf það í raun að þola mjög miklar skerðingar á skoðana- og tjáningarfrelsinu, mannréttindum sem eru forsenda og súrefni heilbrigðs lýðræðis í hverju samfélagi. Og það er ekki einungis starfsfólkið sem þarf að þola misbeitingu þessa valds sem byggist á peningum og einokun. Þeir eiga nefnilega ekki heldur von á góðu sem voga sér að stofna fyrirtæki sem stórfyrirtækin telja að geti mögulega tekið svolítinn gróða frá þeim. Sveitarstjórnarfólk, sem íbúarnir hafa kosið til að gæta hagsmuna sinna, veit líka mjög vel hvaða áhrif það hefur á atvinnu og framfærslu íbúanna og tekjur sveitarfélagsins ef eigendum og stjórnendum stórfyrirtækjanna líkar ekki það sem sveitarstjórnirnar segja eða gera og ákveða því að flytja rekstur sinn burt úr byggðarlaginu. Fyrirtækin þurfa ekki að segja það upp hátt og enn síður að hóta því berum orðum, þó að sum þeirra geti ekki stillt sig um að sýna þannig vald sitt. Þessi staða leiðir til misbeitingar valds í þágu sérhagsmuna. Þetta ofurvald stórfyrirtækja stendur byggðunum fyrir þrifum og er gríðarlega óréttlátt gagnvart íbúunum, óheilbrigt og ólíðandi. Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að losa fólk og samfélög úr þessu kyrkingartaki með því að ná valdinu frá stórfyrirtækjunum og færa það til fólksins og hefur nú kynnt tilboð sitt til kjósenda um aðgerðir til að uppræta spillingu: Ráðumst að rótum spillingarinnar. Taktu þessu tilboði og kjóstu Sósíalistaflokkinn! Höfundur situr í öðru sæti á lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar