Spilling er lævís og lipur Árni Múli Jónasson skrifar 22. ágúst 2021 21:34 Spilling þrífst á kúgun og þöggun og grefur þannig undan skoðana- og tjáningarfrelsinu og lýðræðinu. Hún byggist á mismunun fólks og fyrirtækja og leiðir til enn meiri mismununar. Hún er illvíg meinsemd sem skaðar hagsmuni almennings á öllum sviðum þjóðlífsins. Spilling gagnast þeim auðugu og valdamiklu, sem reyna því jafnan að verja hana og viðhalda og hún bitnar alltaf mest og verst á þeim sem valdlausastir eru, minnst fá og ekkert eiga. Spilling er misbeiting valds í þágu sérhagsmuna og valdi er misbeitt með mjög margvíslegum hætti. Þar sem atvinnulíf er einhæft, eins og víða er hér á landi, ráða eigendur og stjórnendur stórra fyrirtækja því hverjir fá störfin í samfélaginu og hverjir ekki, hverjir fá launahækkun og hverjir ekki og hverjir eru reknir og hverjir ekki. Þetta vita allir sem þar búa og þeir sem valdið hafa, í krafti auðs, þurfa ekki að segja þetta upp hátt og enn síður að hóta einhverjum með berum orðum því hver treystir sér til að gagnrýna fyrirtæki, eigendur þess eða stjórnendur þegar hann veit að það getur kostað hann starfið og að það er enga aðra vinnu að hafa? Hvernig á hann þá að framfleyta sér og fjölskyldu sinni? Fólk á þannig ekki aðeins störf sín og framfærslu undir náð og miskunn stjórnenda fyrirtækjanna, heldur þarf það í raun að þola mjög miklar skerðingar á skoðana- og tjáningarfrelsinu, mannréttindum sem eru forsenda og súrefni heilbrigðs lýðræðis í hverju samfélagi. Og það er ekki einungis starfsfólkið sem þarf að þola misbeitingu þessa valds sem byggist á peningum og einokun. Þeir eiga nefnilega ekki heldur von á góðu sem voga sér að stofna fyrirtæki sem stórfyrirtækin telja að geti mögulega tekið svolítinn gróða frá þeim. Sveitarstjórnarfólk, sem íbúarnir hafa kosið til að gæta hagsmuna sinna, veit líka mjög vel hvaða áhrif það hefur á atvinnu og framfærslu íbúanna og tekjur sveitarfélagsins ef eigendum og stjórnendum stórfyrirtækjanna líkar ekki það sem sveitarstjórnirnar segja eða gera og ákveða því að flytja rekstur sinn burt úr byggðarlaginu. Fyrirtækin þurfa ekki að segja það upp hátt og enn síður að hóta því berum orðum, þó að sum þeirra geti ekki stillt sig um að sýna þannig vald sitt. Þessi staða leiðir til misbeitingar valds í þágu sérhagsmuna. Þetta ofurvald stórfyrirtækja stendur byggðunum fyrir þrifum og er gríðarlega óréttlátt gagnvart íbúunum, óheilbrigt og ólíðandi. Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að losa fólk og samfélög úr þessu kyrkingartaki með því að ná valdinu frá stórfyrirtækjunum og færa það til fólksins og hefur nú kynnt tilboð sitt til kjósenda um aðgerðir til að uppræta spillingu: Ráðumst að rótum spillingarinnar. Taktu þessu tilboði og kjóstu Sósíalistaflokkinn! Höfundur situr í öðru sæti á lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Norðvesturkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Árni Múli Jónasson Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Spilling þrífst á kúgun og þöggun og grefur þannig undan skoðana- og tjáningarfrelsinu og lýðræðinu. Hún byggist á mismunun fólks og fyrirtækja og leiðir til enn meiri mismununar. Hún er illvíg meinsemd sem skaðar hagsmuni almennings á öllum sviðum þjóðlífsins. Spilling gagnast þeim auðugu og valdamiklu, sem reyna því jafnan að verja hana og viðhalda og hún bitnar alltaf mest og verst á þeim sem valdlausastir eru, minnst fá og ekkert eiga. Spilling er misbeiting valds í þágu sérhagsmuna og valdi er misbeitt með mjög margvíslegum hætti. Þar sem atvinnulíf er einhæft, eins og víða er hér á landi, ráða eigendur og stjórnendur stórra fyrirtækja því hverjir fá störfin í samfélaginu og hverjir ekki, hverjir fá launahækkun og hverjir ekki og hverjir eru reknir og hverjir ekki. Þetta vita allir sem þar búa og þeir sem valdið hafa, í krafti auðs, þurfa ekki að segja þetta upp hátt og enn síður að hóta einhverjum með berum orðum því hver treystir sér til að gagnrýna fyrirtæki, eigendur þess eða stjórnendur þegar hann veit að það getur kostað hann starfið og að það er enga aðra vinnu að hafa? Hvernig á hann þá að framfleyta sér og fjölskyldu sinni? Fólk á þannig ekki aðeins störf sín og framfærslu undir náð og miskunn stjórnenda fyrirtækjanna, heldur þarf það í raun að þola mjög miklar skerðingar á skoðana- og tjáningarfrelsinu, mannréttindum sem eru forsenda og súrefni heilbrigðs lýðræðis í hverju samfélagi. Og það er ekki einungis starfsfólkið sem þarf að þola misbeitingu þessa valds sem byggist á peningum og einokun. Þeir eiga nefnilega ekki heldur von á góðu sem voga sér að stofna fyrirtæki sem stórfyrirtækin telja að geti mögulega tekið svolítinn gróða frá þeim. Sveitarstjórnarfólk, sem íbúarnir hafa kosið til að gæta hagsmuna sinna, veit líka mjög vel hvaða áhrif það hefur á atvinnu og framfærslu íbúanna og tekjur sveitarfélagsins ef eigendum og stjórnendum stórfyrirtækjanna líkar ekki það sem sveitarstjórnirnar segja eða gera og ákveða því að flytja rekstur sinn burt úr byggðarlaginu. Fyrirtækin þurfa ekki að segja það upp hátt og enn síður að hóta því berum orðum, þó að sum þeirra geti ekki stillt sig um að sýna þannig vald sitt. Þessi staða leiðir til misbeitingar valds í þágu sérhagsmuna. Þetta ofurvald stórfyrirtækja stendur byggðunum fyrir þrifum og er gríðarlega óréttlátt gagnvart íbúunum, óheilbrigt og ólíðandi. Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að losa fólk og samfélög úr þessu kyrkingartaki með því að ná valdinu frá stórfyrirtækjunum og færa það til fólksins og hefur nú kynnt tilboð sitt til kjósenda um aðgerðir til að uppræta spillingu: Ráðumst að rótum spillingarinnar. Taktu þessu tilboði og kjóstu Sósíalistaflokkinn! Höfundur situr í öðru sæti á lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar