Borgin hefur lofað að drengurinn fái pláss í skóla Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. ágúst 2021 19:09 Guðrún Eva Jónsdóttir, móðir drengsins. stöð 2 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur fullvissað móður tólf ára drengs með þroskahömlun, sem hafði verið synjað um skólavist, að hann fái pláss í Brúarskóla. Móðir hans er viss um að málinu hefði ekki verið reddað á sunnudegi nema vegna þess að fjallað var um það í fjölmiðlum. Rætt var við móðurina Guðrúnu Evu Jónsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagði hún frá því hvernig Hjörtur Hlíðar, sonur hennar sem er með ódæmigerða einhverfu og mikla þroskaröskun, hafi ekki fengið inn í Brúarskóla því þar væri ekki laust pláss. Þau mæðgin fluttu til Reykjavíkur frá Akureyri í vor. Brúarskóli er skóli fyrir börn sem eiga í alvarlegum geðrænum-, hegðunar- eða félagslegum erfiðleikum. Þegar Guðrúnu var tilkynnt um að hann fengi ekki inn þar sótti hún um fyrir hann í hverfisskóla þeirra, Árbæjarskóla, en fékk einnig höfnun um skólavist þar. „Skólarnir að byrja á mánudag og ég veit ekkert hvað verður um barnið,“ sagði hún í gær: Borgin baðst afsökunar Í dag hringdi síðan skóla- og frístundasvið í hana og fullvissaði hana um að Hjörtur Hlíðar fengi skólavist í Brúarskóla. „Það eina sem hún gat ekki lofað mér var að hann gæti byrjað strax á morgun en lofaði að það yrði allavega ekki seinna en á þriðjudag,“ segir Guðrún Eva. Hún er auðvitað ánægð með útkomuna: „Þetta er náttúrulega það sem ég vildi fyrir hann. Hann hefur ekkert að gera með að fara í venjulegan skóla. En ég sótti líka um í Árbæjarskóla því mér ber skylda til að koma barninu í skóla, alveg sama hvar það er. Þannig að ég er mjög sátt,“ segir hún. Hún segir borgina hafa beðið sig afsökunar á málinu. „Biðjast afsökunar á öllu, að það væri ekki búið að hafa samband við mig. En ég veit það fyrir víst að hún hefði ekki haft samband við mig á sunnudegi ef ég hefði ekki farið í fréttirnar á laugardeginum.“ Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Rætt var við móðurina Guðrúnu Evu Jónsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagði hún frá því hvernig Hjörtur Hlíðar, sonur hennar sem er með ódæmigerða einhverfu og mikla þroskaröskun, hafi ekki fengið inn í Brúarskóla því þar væri ekki laust pláss. Þau mæðgin fluttu til Reykjavíkur frá Akureyri í vor. Brúarskóli er skóli fyrir börn sem eiga í alvarlegum geðrænum-, hegðunar- eða félagslegum erfiðleikum. Þegar Guðrúnu var tilkynnt um að hann fengi ekki inn þar sótti hún um fyrir hann í hverfisskóla þeirra, Árbæjarskóla, en fékk einnig höfnun um skólavist þar. „Skólarnir að byrja á mánudag og ég veit ekkert hvað verður um barnið,“ sagði hún í gær: Borgin baðst afsökunar Í dag hringdi síðan skóla- og frístundasvið í hana og fullvissaði hana um að Hjörtur Hlíðar fengi skólavist í Brúarskóla. „Það eina sem hún gat ekki lofað mér var að hann gæti byrjað strax á morgun en lofaði að það yrði allavega ekki seinna en á þriðjudag,“ segir Guðrún Eva. Hún er auðvitað ánægð með útkomuna: „Þetta er náttúrulega það sem ég vildi fyrir hann. Hann hefur ekkert að gera með að fara í venjulegan skóla. En ég sótti líka um í Árbæjarskóla því mér ber skylda til að koma barninu í skóla, alveg sama hvar það er. Þannig að ég er mjög sátt,“ segir hún. Hún segir borgina hafa beðið sig afsökunar á málinu. „Biðjast afsökunar á öllu, að það væri ekki búið að hafa samband við mig. En ég veit það fyrir víst að hún hefði ekki haft samband við mig á sunnudegi ef ég hefði ekki farið í fréttirnar á laugardeginum.“
Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira