Ekki stefnan að selja moltu úr Gaju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2021 13:00 Borgarstórn Reykjavíkur fundar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Stjórnarformaður Sorpu hafnar því að ný gas- og jarðgerðarstöð borgi sig ekki. Kostnaður við gerð hennar hafi farið fram úr áætlunum en hún borgi sig margfalt umhverfislega séð. Undanfarin ár hefur Sorpa verið harðlega gagnrýnd, til dæmis vegna mikils halla í rekstri og ósamræmi í sorphirðu svo fátt eitt sé nefnt. Meðal þess sem einna helst hefur verið gagnrýnt er Gaja, ný gas- og jarðgerðarstöð. Afurðin úr henni, moltan, sé ekki nógu hrein. Líf Magneudóttir, stjórnarformaður Sorpu, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að það sé alveg rétt en Gaja sé enn á tilraunastigi. „Nú hefur verið dálítið rætt um það að afurðin úr Gaju, moltan, sé ekki nógu hrein. enda erum við enn bara í tilraunafasa, við þurfum að prufukeyra þetta,“ segir Líf. Það sé vegna þess að sérsafna þurfi lífrænum úrgangi svo hann smitist ekki af öðru sorpi. Þannig sé hægt að búa til moltu sem sé næringarrík og hægt sé að nýta með fagaðilum. Hún segir ekki standa til að selja moltuna þrátt fyrir umræðu um það í borginni. „Það stendur ekki til að selja þessa moltu heldur nýta hana með fagaðilum í ýmsa uppbyggingu, landmótun og gróðursetningu og þess háttar. Auðvitað erum við ekkert að fara út með óhreina moltu. við þurfum auðvitað að fá leyfi fyrir því að hún sé í lagi til þess að fara út með næringarríka moltu.“ Hún segir Gaju aðeins brotabrot af því sem verið sé að gera á höfuðborgarsvæðinu í innleiðingu hringrásarhagkerfis. Stöðin kosti þó 5,4 milljarða. „Það er auðvitað kostnaður sem hefur farið fram úr og ég er ekkert feimin við að viðurkenna það, eðli málsins samkvæmt. en umhverfislegur ávinningur er líka gríðarlegur þannig ða í umhverfislegu tilliti á eftir að borga sig mjög hratt upp.“ Sorpa Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira
Undanfarin ár hefur Sorpa verið harðlega gagnrýnd, til dæmis vegna mikils halla í rekstri og ósamræmi í sorphirðu svo fátt eitt sé nefnt. Meðal þess sem einna helst hefur verið gagnrýnt er Gaja, ný gas- og jarðgerðarstöð. Afurðin úr henni, moltan, sé ekki nógu hrein. Líf Magneudóttir, stjórnarformaður Sorpu, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að það sé alveg rétt en Gaja sé enn á tilraunastigi. „Nú hefur verið dálítið rætt um það að afurðin úr Gaju, moltan, sé ekki nógu hrein. enda erum við enn bara í tilraunafasa, við þurfum að prufukeyra þetta,“ segir Líf. Það sé vegna þess að sérsafna þurfi lífrænum úrgangi svo hann smitist ekki af öðru sorpi. Þannig sé hægt að búa til moltu sem sé næringarrík og hægt sé að nýta með fagaðilum. Hún segir ekki standa til að selja moltuna þrátt fyrir umræðu um það í borginni. „Það stendur ekki til að selja þessa moltu heldur nýta hana með fagaðilum í ýmsa uppbyggingu, landmótun og gróðursetningu og þess háttar. Auðvitað erum við ekkert að fara út með óhreina moltu. við þurfum auðvitað að fá leyfi fyrir því að hún sé í lagi til þess að fara út með næringarríka moltu.“ Hún segir Gaju aðeins brotabrot af því sem verið sé að gera á höfuðborgarsvæðinu í innleiðingu hringrásarhagkerfis. Stöðin kosti þó 5,4 milljarða. „Það er auðvitað kostnaður sem hefur farið fram úr og ég er ekkert feimin við að viðurkenna það, eðli málsins samkvæmt. en umhverfislegur ávinningur er líka gríðarlegur þannig ða í umhverfislegu tilliti á eftir að borga sig mjög hratt upp.“
Sorpa Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira