Lengsti vegur Grænlands kominn í sextíu kílómetra Kristján Már Unnarsson skrifar 22. ágúst 2021 09:46 Vegna fjárskorts var ákveðið að byrja á mjóum malarslóða fyrir torfærutæki. Sveitarfélagið Qeqqata Mynd er farin að koma á nýja veginn milli Kangerlussuaq og Sisimiut sem ætlað er að verða lengsti þjóðvegur Grænlands. Búið er að leggja um það bil 60 kílómetra eða yfir þriðjung af 170 kílómetrum. Framkvæmdir halda áfram til loka september en þá verður gert hlé yfir veturinn. Í grænlenska miðlinum Sermitsiaq eru birtar myndir af veginum og vitnað í fréttatilkynningu sveitarfélagsins Qeqqata. Þar segist bæjarstjórinn, Malik Berthelsen, hafa nýtt hluta af sumarleyfinu til að ganga eftir nýja veginum. Lýsir hún ánægju sinni með framgang verksins og hversu auðvelt sé að ganga hann en einnig megi hjóla hann. Bæjarstjórinn segir veginn liggja um hrífandi náttúru.Qeqqata Kommunia Þetta verður fyrsti vegur landsins sem tengir saman tvo þéttbýlisstaði. Bærinn Sisimiut er sá næstfjölmennasti á Grænlandi, með um 5.600 íbúa, og í Kangerlussuaq, sem áður hét Syðri-Straumfjörður, er aðalflugvöllur landsins en þar búa um 500 manns. Það var síðla árs 2019 sem grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu til verksins en þá fjallaði Stöð 2 um vegagerðina: Raunar er nær að tala um vegslóða fremur en venjulegan bílveg. Vegna takmarkaðra fjármuna var ákveðið að leggja slóða í ætt við íslenska hálendisvegi sem fyrst og fremst yrði ætlaður fjórhjólum en einnig breyttum jeppum. Grænlendingar hófu samstarf við íslenskt fyrirtæki um að smíða rútujeppa fyrir veginn en sagt var frá jeppanum í frétt Stöðvar 2 í fyrravor: Upphaflega var gert ráð fyrir að fyrstu tuttugu kílómetrar vegarins yrðu góður malarvegur sem venjulegar rútur og bílar gætu ekið. En sveitarfélagið segir að mikil úrkoma og sífreri hafi reynst erfið og því hafi verið ákveðið að leggja þennan fyrsta kafla einnig sem torfæruslóð en vegurinn liggur allur norðan heimskautsbaugs. Bæjarstjórinn segir veginn þræða hrífandi náttúru og nú þegar hafi skapast tækifæri til að nýta hann í þágu ferðaþjónustu og útivistar. Markmiðið sé að í framtíðinni verði hann byggður upp sem hefðbundinn bílvegur. Grænland Vegagerð Samgöngur Norðurslóðir Tengdar fréttir Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. 14. maí 2020 22:24 Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11. maí 2020 16:47 Grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu í fyrsta þjóðveginn Grænlenska þingið hefur í fyrsta sinn samþykkt fjárveitingu til þjóðvegagerðar í þessu næsta nágrannalandi Íslands. 26. nóvember 2019 22:31 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira
Í grænlenska miðlinum Sermitsiaq eru birtar myndir af veginum og vitnað í fréttatilkynningu sveitarfélagsins Qeqqata. Þar segist bæjarstjórinn, Malik Berthelsen, hafa nýtt hluta af sumarleyfinu til að ganga eftir nýja veginum. Lýsir hún ánægju sinni með framgang verksins og hversu auðvelt sé að ganga hann en einnig megi hjóla hann. Bæjarstjórinn segir veginn liggja um hrífandi náttúru.Qeqqata Kommunia Þetta verður fyrsti vegur landsins sem tengir saman tvo þéttbýlisstaði. Bærinn Sisimiut er sá næstfjölmennasti á Grænlandi, með um 5.600 íbúa, og í Kangerlussuaq, sem áður hét Syðri-Straumfjörður, er aðalflugvöllur landsins en þar búa um 500 manns. Það var síðla árs 2019 sem grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu til verksins en þá fjallaði Stöð 2 um vegagerðina: Raunar er nær að tala um vegslóða fremur en venjulegan bílveg. Vegna takmarkaðra fjármuna var ákveðið að leggja slóða í ætt við íslenska hálendisvegi sem fyrst og fremst yrði ætlaður fjórhjólum en einnig breyttum jeppum. Grænlendingar hófu samstarf við íslenskt fyrirtæki um að smíða rútujeppa fyrir veginn en sagt var frá jeppanum í frétt Stöðvar 2 í fyrravor: Upphaflega var gert ráð fyrir að fyrstu tuttugu kílómetrar vegarins yrðu góður malarvegur sem venjulegar rútur og bílar gætu ekið. En sveitarfélagið segir að mikil úrkoma og sífreri hafi reynst erfið og því hafi verið ákveðið að leggja þennan fyrsta kafla einnig sem torfæruslóð en vegurinn liggur allur norðan heimskautsbaugs. Bæjarstjórinn segir veginn þræða hrífandi náttúru og nú þegar hafi skapast tækifæri til að nýta hann í þágu ferðaþjónustu og útivistar. Markmiðið sé að í framtíðinni verði hann byggður upp sem hefðbundinn bílvegur.
Grænland Vegagerð Samgöngur Norðurslóðir Tengdar fréttir Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. 14. maí 2020 22:24 Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11. maí 2020 16:47 Grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu í fyrsta þjóðveginn Grænlenska þingið hefur í fyrsta sinn samþykkt fjárveitingu til þjóðvegagerðar í þessu næsta nágrannalandi Íslands. 26. nóvember 2019 22:31 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira
Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. 14. maí 2020 22:24
Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11. maí 2020 16:47
Grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu í fyrsta þjóðveginn Grænlenska þingið hefur í fyrsta sinn samþykkt fjárveitingu til þjóðvegagerðar í þessu næsta nágrannalandi Íslands. 26. nóvember 2019 22:31