Mælt með að annað foreldrið fari með barni í sóttkví Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. ágúst 2021 23:16 Hjördís Guðmundsdóttir er upplýsingafulltrúi almannavarna. vísir/vilhelm Fullbólusettir foreldrar barna sem lenda í sóttkví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sóttkví með þeim. Þeir mættu þó ekki umgangast barnið eða vera í návígi við það á meðan það tekur út sóttkví sína. Því hafa almannavarnir mælt með því að annað foreldri annist barn sem er í sóttkví en það verður þá að haga sér eins og það sé í sóttkví líka. Þetta kemur fram í svari Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsinga almannavarna, við fyrirspurn Vísis sem leitaði eftir skýringum almannavarna á misvísandi skilaboðum sem faðir leikskólabarns í sóttkví hafði fengið frá embættinu. Fékk fyrst boð um sóttkví - svo smitgát Vísir greindi frá því í gær að faðirinn hefði fengið boð um að hann væri kominn í sóttkví því dóttir hans væri komin í sóttkví eftir að starfsmaður á leikskóla hennar greindist með veiruna. Hann áttaði sig síðan á því að það stangaðist á við breytingar sem sóttvarnalæknir gerði á leiðbeiningum um sóttkví fyrir fullbólusetta einstaklinga þann 27. júlí síðastliðinn. Í þeim segir að fullbólusettir einstaklingar verði ekki að fara í sóttkví þó þeir búi á heimili með einhverjum sem er í sóttkví. Þegar hann svo bar þetta undir almannavarnir fékk hann þau svör að það væri rétt; hann þyrfti ekki að vera í sóttkví þó hann væri á sama heimili og dóttir hans sem væri í sóttkví, heldur þyrfti hann aðeins að sýna smitgát. Foreldri fylgi barni sem getur ekki haldið fjarlægð Hjördís segir að þetta séu almennu reglurnar, en: „sérstakar reglur að þau börn sem ekki geta verið ein, þá er ráðlagt að einhver fylgi barni sem ekki getur haldið fjarlægð í sóttkví og fylgi reglum og leiðbeiningum þar um. Unnið hefur verið að því að einfalda þetta fyrirkomulag á þann hátt að einungis sá sem sé í sóttkví þurfi að fylgja leiðbeiningum þar um.“ „Þar sem sóttkví miðast við að einstaklingur umgangist ekki aðra vegna áhættu á að vera smitandi á sóttkvíartímabili þá hefur verið ráðlagt að annað foreldri annist barn í sóttkví. Núna er farið að horfa til þess að nær allir eru bólusettir og því hefur verið til skoðunar að rýmka þessar reglur,“ segir Hjördís í svari sínu. „Enn þarf fólk þó að vera meðvitað um að ef sá sem er í sóttkví fær einkenni og er smitandi að takmarka ef hægt er fjölda þeirra sem þá teljast útsettir.“ Almannavarnir biðjast afsökunar á gömlum leiðbeiningum Umræddur faðir vildi þá að almannavarnir leiðréttu þetta við foreldra, því allir foreldra barna í leikskólanum höfðu fengið boð um að þeir yrðu að fara í sóttkví með börnunum. Hann vildi einnig afsökunarbeiðni frá almannavörnum. Hjördís segir að tölvupósturinn sem hann hefur að öllum líkindum fengið hafi verið sjálfvirkur tölvupóstur sem sendist við skráningu í sóttkví. Þar hafi verið texti sem hafi fyrirfarist að uppfæra þar til í síðustu viku. „Þar er búið að taka út leiðbeiningar varðandi aðra á heimili með þeim sem er í sóttkví. Líklega er verið að vísa til þeirra leiðbeininga og er beðist velvirðingar á því,“ skrifar Hjördís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Því hafa almannavarnir mælt með því að annað foreldri annist barn sem er í sóttkví en það verður þá að haga sér eins og það sé í sóttkví líka. Þetta kemur fram í svari Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsinga almannavarna, við fyrirspurn Vísis sem leitaði eftir skýringum almannavarna á misvísandi skilaboðum sem faðir leikskólabarns í sóttkví hafði fengið frá embættinu. Fékk fyrst boð um sóttkví - svo smitgát Vísir greindi frá því í gær að faðirinn hefði fengið boð um að hann væri kominn í sóttkví því dóttir hans væri komin í sóttkví eftir að starfsmaður á leikskóla hennar greindist með veiruna. Hann áttaði sig síðan á því að það stangaðist á við breytingar sem sóttvarnalæknir gerði á leiðbeiningum um sóttkví fyrir fullbólusetta einstaklinga þann 27. júlí síðastliðinn. Í þeim segir að fullbólusettir einstaklingar verði ekki að fara í sóttkví þó þeir búi á heimili með einhverjum sem er í sóttkví. Þegar hann svo bar þetta undir almannavarnir fékk hann þau svör að það væri rétt; hann þyrfti ekki að vera í sóttkví þó hann væri á sama heimili og dóttir hans sem væri í sóttkví, heldur þyrfti hann aðeins að sýna smitgát. Foreldri fylgi barni sem getur ekki haldið fjarlægð Hjördís segir að þetta séu almennu reglurnar, en: „sérstakar reglur að þau börn sem ekki geta verið ein, þá er ráðlagt að einhver fylgi barni sem ekki getur haldið fjarlægð í sóttkví og fylgi reglum og leiðbeiningum þar um. Unnið hefur verið að því að einfalda þetta fyrirkomulag á þann hátt að einungis sá sem sé í sóttkví þurfi að fylgja leiðbeiningum þar um.“ „Þar sem sóttkví miðast við að einstaklingur umgangist ekki aðra vegna áhættu á að vera smitandi á sóttkvíartímabili þá hefur verið ráðlagt að annað foreldri annist barn í sóttkví. Núna er farið að horfa til þess að nær allir eru bólusettir og því hefur verið til skoðunar að rýmka þessar reglur,“ segir Hjördís í svari sínu. „Enn þarf fólk þó að vera meðvitað um að ef sá sem er í sóttkví fær einkenni og er smitandi að takmarka ef hægt er fjölda þeirra sem þá teljast útsettir.“ Almannavarnir biðjast afsökunar á gömlum leiðbeiningum Umræddur faðir vildi þá að almannavarnir leiðréttu þetta við foreldra, því allir foreldra barna í leikskólanum höfðu fengið boð um að þeir yrðu að fara í sóttkví með börnunum. Hann vildi einnig afsökunarbeiðni frá almannavörnum. Hjördís segir að tölvupósturinn sem hann hefur að öllum líkindum fengið hafi verið sjálfvirkur tölvupóstur sem sendist við skráningu í sóttkví. Þar hafi verið texti sem hafi fyrirfarist að uppfæra þar til í síðustu viku. „Þar er búið að taka út leiðbeiningar varðandi aðra á heimili með þeim sem er í sóttkví. Líklega er verið að vísa til þeirra leiðbeininga og er beðist velvirðingar á því,“ skrifar Hjördís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira