Sumir og aðrir - um tekjur og heilbrigði Drífa Snædal skrifar 20. ágúst 2021 13:01 Upplýsingar um ofurtekjur karla (og nokkurra kvenna) liggja nú fyrir í álagningarskrám skattayfirvalda. Það er sjálfsagt og eðlilegt að við fáum upplýsingar um tekjur fólks og ekki síst framlag til samfélagsins og þeirra kerfa sem við treystum öll á og gætum ekki lifað án. Það sem vekur athygli að þessu sinni umfram annað eru laun forstjóra og yfirmanna hjá þeim fyrirtækjum sem hafa fengið hvað hæstu ríkisstyrkina til að viðhalda ráðningasamböndum, fengið tekjufallsstyrki, uppsagnarstyrki og niðurgreidd laun til að ráða fólk aftur til starfa. Þegar fólk, sem hefur verið svipt atvinnuöryggi sínu til lengri tíma og tekið skellinn á þeim forsendum að „við séum öll á sama báti“, les tekjublaðið situr eftir sú eðlilega tilfinning að sumt fólk tók skellinn á meðan aðrir mökuðu krókinn. Öll viðbrögð við umræðum um að nú þurfum við öll að leggjast á árarnar í atvinnulífinu litast af þeirri staðreynd að við erum einmitt ekki öll á sama báti. Sett er krafa á láglaunafólk um að sýna atvinnurekendum tryggð með því mæta aftur til erfiðra starfa um leið og kallið kemur og sama hvaðan sem það kemur. Viðbrögðin hljóta þó að litast af tryggð þess sama atvinnulífs eða vinnustaðar við starfsfólk á erfiðum tímum. Í dag fer fram heilbrigðisþing en það er alveg ljóst að heilbrigðismálin eru eitt af stóru málunum þessa dagana. Ekki einungis út af faraldrinum heldur vaxandi vitund um vanda kerfisins til að mæta auknu álagi hvort sem er vegna faraldurs, fjölgunar ferðamanna eða öldrunar þjóðarinnar. Hvergi er gjáin milli stjórnmálanna og vilja þjóðarinnar jafn breið. Allar kannanir sem gerðar eru sýna ríkan vilja fólks til að hafa öfluga opinbera heilbrigðisþjónustu án þess að markaðsöflin ráði þar för. Meirihluti stjórnmálanna vill hins vegar halda áfram að svelta hið opinbera kerfi þar til markaðsöflin mæta eins og frelsandi englar til bjargar þegar allt er komið í óefni. Til lengri tíma er þetta óheillaskref og við þekkjum sporin til að hræðast. Hið arðvædda kerfi mismunar, er dýrara og kjör almenns starfsfólks verri þótt einstaka sérfræðingar hagnist á því. Sterkt opinbert kerfi er lýðheilsumál, jafnréttismál og einn af hornsteinum jöfnuðar þar sem ekki er mismunað eftir tekjum, búsetu eða félagslegri stöðu. Þessi mantra verður ekki of oft endurtekin. Um þetta verður kosið í september. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Upplýsingar um ofurtekjur karla (og nokkurra kvenna) liggja nú fyrir í álagningarskrám skattayfirvalda. Það er sjálfsagt og eðlilegt að við fáum upplýsingar um tekjur fólks og ekki síst framlag til samfélagsins og þeirra kerfa sem við treystum öll á og gætum ekki lifað án. Það sem vekur athygli að þessu sinni umfram annað eru laun forstjóra og yfirmanna hjá þeim fyrirtækjum sem hafa fengið hvað hæstu ríkisstyrkina til að viðhalda ráðningasamböndum, fengið tekjufallsstyrki, uppsagnarstyrki og niðurgreidd laun til að ráða fólk aftur til starfa. Þegar fólk, sem hefur verið svipt atvinnuöryggi sínu til lengri tíma og tekið skellinn á þeim forsendum að „við séum öll á sama báti“, les tekjublaðið situr eftir sú eðlilega tilfinning að sumt fólk tók skellinn á meðan aðrir mökuðu krókinn. Öll viðbrögð við umræðum um að nú þurfum við öll að leggjast á árarnar í atvinnulífinu litast af þeirri staðreynd að við erum einmitt ekki öll á sama báti. Sett er krafa á láglaunafólk um að sýna atvinnurekendum tryggð með því mæta aftur til erfiðra starfa um leið og kallið kemur og sama hvaðan sem það kemur. Viðbrögðin hljóta þó að litast af tryggð þess sama atvinnulífs eða vinnustaðar við starfsfólk á erfiðum tímum. Í dag fer fram heilbrigðisþing en það er alveg ljóst að heilbrigðismálin eru eitt af stóru málunum þessa dagana. Ekki einungis út af faraldrinum heldur vaxandi vitund um vanda kerfisins til að mæta auknu álagi hvort sem er vegna faraldurs, fjölgunar ferðamanna eða öldrunar þjóðarinnar. Hvergi er gjáin milli stjórnmálanna og vilja þjóðarinnar jafn breið. Allar kannanir sem gerðar eru sýna ríkan vilja fólks til að hafa öfluga opinbera heilbrigðisþjónustu án þess að markaðsöflin ráði þar för. Meirihluti stjórnmálanna vill hins vegar halda áfram að svelta hið opinbera kerfi þar til markaðsöflin mæta eins og frelsandi englar til bjargar þegar allt er komið í óefni. Til lengri tíma er þetta óheillaskref og við þekkjum sporin til að hræðast. Hið arðvædda kerfi mismunar, er dýrara og kjör almenns starfsfólks verri þótt einstaka sérfræðingar hagnist á því. Sterkt opinbert kerfi er lýðheilsumál, jafnréttismál og einn af hornsteinum jöfnuðar þar sem ekki er mismunað eftir tekjum, búsetu eða félagslegri stöðu. Þessi mantra verður ekki of oft endurtekin. Um þetta verður kosið í september. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun