Sumir og aðrir - um tekjur og heilbrigði Drífa Snædal skrifar 20. ágúst 2021 13:01 Upplýsingar um ofurtekjur karla (og nokkurra kvenna) liggja nú fyrir í álagningarskrám skattayfirvalda. Það er sjálfsagt og eðlilegt að við fáum upplýsingar um tekjur fólks og ekki síst framlag til samfélagsins og þeirra kerfa sem við treystum öll á og gætum ekki lifað án. Það sem vekur athygli að þessu sinni umfram annað eru laun forstjóra og yfirmanna hjá þeim fyrirtækjum sem hafa fengið hvað hæstu ríkisstyrkina til að viðhalda ráðningasamböndum, fengið tekjufallsstyrki, uppsagnarstyrki og niðurgreidd laun til að ráða fólk aftur til starfa. Þegar fólk, sem hefur verið svipt atvinnuöryggi sínu til lengri tíma og tekið skellinn á þeim forsendum að „við séum öll á sama báti“, les tekjublaðið situr eftir sú eðlilega tilfinning að sumt fólk tók skellinn á meðan aðrir mökuðu krókinn. Öll viðbrögð við umræðum um að nú þurfum við öll að leggjast á árarnar í atvinnulífinu litast af þeirri staðreynd að við erum einmitt ekki öll á sama báti. Sett er krafa á láglaunafólk um að sýna atvinnurekendum tryggð með því mæta aftur til erfiðra starfa um leið og kallið kemur og sama hvaðan sem það kemur. Viðbrögðin hljóta þó að litast af tryggð þess sama atvinnulífs eða vinnustaðar við starfsfólk á erfiðum tímum. Í dag fer fram heilbrigðisþing en það er alveg ljóst að heilbrigðismálin eru eitt af stóru málunum þessa dagana. Ekki einungis út af faraldrinum heldur vaxandi vitund um vanda kerfisins til að mæta auknu álagi hvort sem er vegna faraldurs, fjölgunar ferðamanna eða öldrunar þjóðarinnar. Hvergi er gjáin milli stjórnmálanna og vilja þjóðarinnar jafn breið. Allar kannanir sem gerðar eru sýna ríkan vilja fólks til að hafa öfluga opinbera heilbrigðisþjónustu án þess að markaðsöflin ráði þar för. Meirihluti stjórnmálanna vill hins vegar halda áfram að svelta hið opinbera kerfi þar til markaðsöflin mæta eins og frelsandi englar til bjargar þegar allt er komið í óefni. Til lengri tíma er þetta óheillaskref og við þekkjum sporin til að hræðast. Hið arðvædda kerfi mismunar, er dýrara og kjör almenns starfsfólks verri þótt einstaka sérfræðingar hagnist á því. Sterkt opinbert kerfi er lýðheilsumál, jafnréttismál og einn af hornsteinum jöfnuðar þar sem ekki er mismunað eftir tekjum, búsetu eða félagslegri stöðu. Þessi mantra verður ekki of oft endurtekin. Um þetta verður kosið í september. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Sjá meira
Upplýsingar um ofurtekjur karla (og nokkurra kvenna) liggja nú fyrir í álagningarskrám skattayfirvalda. Það er sjálfsagt og eðlilegt að við fáum upplýsingar um tekjur fólks og ekki síst framlag til samfélagsins og þeirra kerfa sem við treystum öll á og gætum ekki lifað án. Það sem vekur athygli að þessu sinni umfram annað eru laun forstjóra og yfirmanna hjá þeim fyrirtækjum sem hafa fengið hvað hæstu ríkisstyrkina til að viðhalda ráðningasamböndum, fengið tekjufallsstyrki, uppsagnarstyrki og niðurgreidd laun til að ráða fólk aftur til starfa. Þegar fólk, sem hefur verið svipt atvinnuöryggi sínu til lengri tíma og tekið skellinn á þeim forsendum að „við séum öll á sama báti“, les tekjublaðið situr eftir sú eðlilega tilfinning að sumt fólk tók skellinn á meðan aðrir mökuðu krókinn. Öll viðbrögð við umræðum um að nú þurfum við öll að leggjast á árarnar í atvinnulífinu litast af þeirri staðreynd að við erum einmitt ekki öll á sama báti. Sett er krafa á láglaunafólk um að sýna atvinnurekendum tryggð með því mæta aftur til erfiðra starfa um leið og kallið kemur og sama hvaðan sem það kemur. Viðbrögðin hljóta þó að litast af tryggð þess sama atvinnulífs eða vinnustaðar við starfsfólk á erfiðum tímum. Í dag fer fram heilbrigðisþing en það er alveg ljóst að heilbrigðismálin eru eitt af stóru málunum þessa dagana. Ekki einungis út af faraldrinum heldur vaxandi vitund um vanda kerfisins til að mæta auknu álagi hvort sem er vegna faraldurs, fjölgunar ferðamanna eða öldrunar þjóðarinnar. Hvergi er gjáin milli stjórnmálanna og vilja þjóðarinnar jafn breið. Allar kannanir sem gerðar eru sýna ríkan vilja fólks til að hafa öfluga opinbera heilbrigðisþjónustu án þess að markaðsöflin ráði þar för. Meirihluti stjórnmálanna vill hins vegar halda áfram að svelta hið opinbera kerfi þar til markaðsöflin mæta eins og frelsandi englar til bjargar þegar allt er komið í óefni. Til lengri tíma er þetta óheillaskref og við þekkjum sporin til að hræðast. Hið arðvædda kerfi mismunar, er dýrara og kjör almenns starfsfólks verri þótt einstaka sérfræðingar hagnist á því. Sterkt opinbert kerfi er lýðheilsumál, jafnréttismál og einn af hornsteinum jöfnuðar þar sem ekki er mismunað eftir tekjum, búsetu eða félagslegri stöðu. Þessi mantra verður ekki of oft endurtekin. Um þetta verður kosið í september. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun