Innlent

Segja þúsundir heilbrigðisstarfsmanna starfa utan heilbrigðiskerfisins

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Forsvarsmenn BHM segja nýliðun ekki eina vandann sem blasir við þegar kemur að mönnun í heilbrigðiskerfinu.
Forsvarsmenn BHM segja nýliðun ekki eina vandann sem blasir við þegar kemur að mönnun í heilbrigðiskerfinu. Vísir/Vilhelm

Það skortir mjög á jákvæða hvata til að sækja sér menntun í heilbrigðisvísindum og til að starfa innan heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Aðeins 64 prósent hjúkrunarfræðinga starfa innan heilbrigðiskerfisins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bandalagi háskólamanna.

„Samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis voru rúmlega 10.900 starfandi heilbrigðisstarfsmenn á Íslandi árið 2020. 83% þeirra voru konur. Aðeins hluti þess heilbrigðisstarfsfólks sem hefur starfsleyfi á Íslandi starfar innan íslensks heilbrigðiskerfis. Mörg þúsund menntaðir heilbrigðisstarfsmenn starfa utan þess og hafa meðal annars kosið að starfa áfram í útlöndum að loknu námi,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir einnig að aðeins 48 prósent ljósmæðra starfi innan heilbrigðiskerfisins, 53 prósent lækna, 41 prósent sjúkraliða, 66 prósent tannlækna og 52 prósent lífeindafræðinga.

Sé horft til þessa sé augljóst að um stærri vanda en nýliðun sé að ræða, segir í tilkynningunni, og vitnað í ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, sem sagði í viðtali á Bylgjunni að ekki væri verið að mennta nógu marga til starfa í heilbrigðiskerfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×