Fækkar hægt í hópi ísraelsku ferðamannanna sem eru mishressir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. ágúst 2021 16:01 Gylfi Þór Þórsteinsson hefur haft umsjón með farsóttarhúsunum frá því að faraldurinn hófst. Fyrst við Rauðarárstíg en síðan hefur þeim fjölgað. Með nýju húsi á Akureyri verða þau fimm. Vísir/Vilhelm Þrjátíu smitaðir ísraelskir ferðamenn dvelja í farsóttarhúsnæði Rauða krossins þessa dagana og óvíst hvenær fólkið kemst úr landi. Eftir að lokað var á sóttkví ferðamanna í farsóttarhúsi opnaðist mikið rými til að sinna fólki í einangrun. Ísraelsku ferðamennirnir, sem eru komnir á efri ár, eru sumir hverjir komnir til síns heima. Fimm voru fluttir til Ísraels á þriðjudag og fjórir fóru úr landi í gær. Þeirra á meðal kona sem lögð hafði verið inn á gjörgæslu að sögn Sigurjóns Hendrikssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins, segir enn hátt í þrjátíu ísraelska ferðamenn með Covid-19 á farsóttarhúsinu. Allur gangur sé á því hvernig fólkið hafi það. Uppiskroppa með lyfin sín „Þetta er allt mjög fullorðið fólk og þau hafa verið mishress,“ segir Gylfi og vísar til annarra mála sem þurfi að sinna. Fólk verði uppiskroppa með lyf og ýmislegt annað sísl sem fylgi háum aldri. Hann segir ísraelska sendiráðið vinna í því að koma fólkinu til síns heima en þekki ekki hvernig þau mál standi. Sendiráðið er ekki staðsett á Íslandi heldur í Noregi sem væntanlega flýtir ekki fyrir lausn í málinu. Almennt sé staðan þó þannig í faróttarhúsinu að það fjölgi á hverjum degi. „Það er ekkert skrýtið á meðan það eru hundrað plús smit í samfélaginu á hverjum degi,“ segir Gylfi. 218 gestir dvelja í húsnæði Rauða krossins sem er annars vegar tvö hús í Þórunnartúni og hins vegar tvö á Rauðarárstíg. Jaðarhópar áfram í sóttkví Af gestunum 218 eru 176 í einangrun. Stór hluti afgangsins eru fangar af Vernd en starfsemi þar lamaðist eftir að smit kom upp í húsakynnum Verndar. Þá segir Gylfi jaðarhópa á borð við heimilislausa og hælisleitendur í sóttkví í húsnæðinu enda eigi fólkið ekki í önnur hús að vernda. Margt hafi breyst í ágúst þegar ákveðið var að hætta að taka við ferðamönnum sem vildu taka út sóttkví í farsóttarhúsi. Við það hafi losnað um mikið pláss en farsóttarhúsin voru yfirfull í júlí og komust færri að en vildu. Nýtt hús á Akureyri „Ég á alltaf pláss fyrir einangrun, fyrir þá sem þurfa hana nauðsynlega. Auðvitað er best ef fólk getur verið heima hjá sér en eftir að við losnuðum við ferðamennina þá opnaðist mikið rými fyrir okkur sem við erum að nýta.“ Til stendur að opna farsóttarhús á Akureyri á næstu dögum. Þar verður pláss fyrir átta í einangrun. „Það er gert í ljósi þess að bæði varð smit í Grímsey sem gott er að fylgjast með. Þaðan er langt í læknisþjónustu. Eins hefur veiran verið að láta kræla á sér í Eyjafirðinum,“ bætir Gylfi við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ísrael Tengdar fréttir Einn ísraelsku ferðamannanna talinn of veikur til að fljúga heim Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú að flutningum á fimm ísraelskum ferðamönnum sem greinst hafa með kórónuveiruna út á Keflavíkurflugvöll. Þaðan munu þeir fljúga með sjúkraflugi aftur til heimalandsins. Til stóð að flytja einn ferðamann til viðbótar, en ákveðið var að slá því á frest þar sem hann var metinn of veikur til að öruggt væri að flytja hann. 17. ágúst 2021 13:29 Þrjátíu ísraelskir ferðamenn sagðir hafa greinst með Covid-19 Minnst þrjátíu ísraelskir ferðamenn sem staddir eru hér á landi hafa greinst með Covid-19. Nokkrir þeirra voru fluttir á ótilgreint sjúkrahús eftir að líðan þeirra versnaði. Einn ferðamannanna er sagður vera alvarlega veikur og tveir með vægari einkenni. 16. ágúst 2021 10:07 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Ísraelsku ferðamennirnir, sem eru komnir á efri ár, eru sumir hverjir komnir til síns heima. Fimm voru fluttir til Ísraels á þriðjudag og fjórir fóru úr landi í gær. Þeirra á meðal kona sem lögð hafði verið inn á gjörgæslu að sögn Sigurjóns Hendrikssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins, segir enn hátt í þrjátíu ísraelska ferðamenn með Covid-19 á farsóttarhúsinu. Allur gangur sé á því hvernig fólkið hafi það. Uppiskroppa með lyfin sín „Þetta er allt mjög fullorðið fólk og þau hafa verið mishress,“ segir Gylfi og vísar til annarra mála sem þurfi að sinna. Fólk verði uppiskroppa með lyf og ýmislegt annað sísl sem fylgi háum aldri. Hann segir ísraelska sendiráðið vinna í því að koma fólkinu til síns heima en þekki ekki hvernig þau mál standi. Sendiráðið er ekki staðsett á Íslandi heldur í Noregi sem væntanlega flýtir ekki fyrir lausn í málinu. Almennt sé staðan þó þannig í faróttarhúsinu að það fjölgi á hverjum degi. „Það er ekkert skrýtið á meðan það eru hundrað plús smit í samfélaginu á hverjum degi,“ segir Gylfi. 218 gestir dvelja í húsnæði Rauða krossins sem er annars vegar tvö hús í Þórunnartúni og hins vegar tvö á Rauðarárstíg. Jaðarhópar áfram í sóttkví Af gestunum 218 eru 176 í einangrun. Stór hluti afgangsins eru fangar af Vernd en starfsemi þar lamaðist eftir að smit kom upp í húsakynnum Verndar. Þá segir Gylfi jaðarhópa á borð við heimilislausa og hælisleitendur í sóttkví í húsnæðinu enda eigi fólkið ekki í önnur hús að vernda. Margt hafi breyst í ágúst þegar ákveðið var að hætta að taka við ferðamönnum sem vildu taka út sóttkví í farsóttarhúsi. Við það hafi losnað um mikið pláss en farsóttarhúsin voru yfirfull í júlí og komust færri að en vildu. Nýtt hús á Akureyri „Ég á alltaf pláss fyrir einangrun, fyrir þá sem þurfa hana nauðsynlega. Auðvitað er best ef fólk getur verið heima hjá sér en eftir að við losnuðum við ferðamennina þá opnaðist mikið rými fyrir okkur sem við erum að nýta.“ Til stendur að opna farsóttarhús á Akureyri á næstu dögum. Þar verður pláss fyrir átta í einangrun. „Það er gert í ljósi þess að bæði varð smit í Grímsey sem gott er að fylgjast með. Þaðan er langt í læknisþjónustu. Eins hefur veiran verið að láta kræla á sér í Eyjafirðinum,“ bætir Gylfi við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ísrael Tengdar fréttir Einn ísraelsku ferðamannanna talinn of veikur til að fljúga heim Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú að flutningum á fimm ísraelskum ferðamönnum sem greinst hafa með kórónuveiruna út á Keflavíkurflugvöll. Þaðan munu þeir fljúga með sjúkraflugi aftur til heimalandsins. Til stóð að flytja einn ferðamann til viðbótar, en ákveðið var að slá því á frest þar sem hann var metinn of veikur til að öruggt væri að flytja hann. 17. ágúst 2021 13:29 Þrjátíu ísraelskir ferðamenn sagðir hafa greinst með Covid-19 Minnst þrjátíu ísraelskir ferðamenn sem staddir eru hér á landi hafa greinst með Covid-19. Nokkrir þeirra voru fluttir á ótilgreint sjúkrahús eftir að líðan þeirra versnaði. Einn ferðamannanna er sagður vera alvarlega veikur og tveir með vægari einkenni. 16. ágúst 2021 10:07 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Einn ísraelsku ferðamannanna talinn of veikur til að fljúga heim Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú að flutningum á fimm ísraelskum ferðamönnum sem greinst hafa með kórónuveiruna út á Keflavíkurflugvöll. Þaðan munu þeir fljúga með sjúkraflugi aftur til heimalandsins. Til stóð að flytja einn ferðamann til viðbótar, en ákveðið var að slá því á frest þar sem hann var metinn of veikur til að öruggt væri að flytja hann. 17. ágúst 2021 13:29
Þrjátíu ísraelskir ferðamenn sagðir hafa greinst með Covid-19 Minnst þrjátíu ísraelskir ferðamenn sem staddir eru hér á landi hafa greinst með Covid-19. Nokkrir þeirra voru fluttir á ótilgreint sjúkrahús eftir að líðan þeirra versnaði. Einn ferðamannanna er sagður vera alvarlega veikur og tveir með vægari einkenni. 16. ágúst 2021 10:07