Lundapysjutímabilið í Vestmannaeyjum á pari við þjóðhátíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. ágúst 2021 20:28 Reiknað er með að pysjurnar verði sjö þúsund og sjö hundruð, sem Vestmannaeyingar bjarga og fá frelsi út á hafi en pysjutímabilið er um sex vikur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er líf og fjör í Vestmannaeyjum þessa dagana því nú er pysjutímabilið í hámarki þar sem bæjarbúa keppast við að finna Lunda pysju unga inn í bænum og fara með þær út að sjó og sleppa þeim þar. Reiknað er með að pysjurnar verði sjö þúsund og sjö hundruð, sem fá frelsi út á hafi. Margir segja að Pysjutímabilið í Vestmannaeyjum, sem stendur yfir í nokkrar vikur sé einn skemmtilegasti tími ársins í bæjarfélaginu, jafnvel skemmtilegri en Þjóðhátíð þegar hún er haldin. Allir bæjarbúar taka meira og minna þátt í leit að pysjunum inn í bænum og svo er alltaf mikil tilhlökkun þegar þeim er sleppt út á haf, ekki síst hjá yngstu kynslóðinni eins og Evu Laufeyju, sem er sjö ár. „Maður heldur undir vængina og kastar henni í sjóinn. Stundum eru þær í garðinum, stundum eru þær úti á götu og stundum einhvers staðar. Þetta er rosalega skemmtilegt,“ segir Eva Laufey, sem er Leifsdóttir. Eva Laufey Leifsdóttir, sjö ára pysjustelpa, sem þykir mjög gaman að leita að pysjum og sleppa þeim síðan út á sjó.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mamma Evu, Gígja Óskarsdóttir hefur umsjón með pysjueftirlitinu í Vestmannaeyjum. Hún vigtar hverja pysu áður en þeim er sleppt og allt er skráð inn á heimasíðuna lundi.is „Við erum hér með þrjár pysjur, sem við vorum að klára að vigta og ætlum að fara að gefa þeim frelsi. Þetta er ótrúlega skemmtilegur tími í Eyjum, maður verður barn aftur, þetta er mikið fjör og mikið stuð að leita að þeim út um allan bæ,“ segir Gígja og bætir við; „Þegar pysjurnar eru klárar þá sjá þær ljósinu í bænum og halda að það sé tunglið að endurspeglast í sjónum og villast aðeins af leið og lenda þá hérna hjá okkur. Þá komum við til sögunnar og björgum þeim.“ En er þetta skemmtilegra en þjóðhátíð? „Þetta er alveg á pari, þetta er ótrúlega gaman“. Og að sjálfsögðu sýndi fréttamaður sín tilþrif og bjargaði í fyrsta skipti á ævinni Lundapysju með því að gefa henni frelsi út á sjó. Allar helstu upplýsingar um pysjurnar er að finna á heimasíðunni lundi.is Gígja Óskarsdóttir er umsjónarmaður pysjueftirlitsins í Vestmannaeyjum í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Fuglar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Funda áfram á morgun Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Margir segja að Pysjutímabilið í Vestmannaeyjum, sem stendur yfir í nokkrar vikur sé einn skemmtilegasti tími ársins í bæjarfélaginu, jafnvel skemmtilegri en Þjóðhátíð þegar hún er haldin. Allir bæjarbúar taka meira og minna þátt í leit að pysjunum inn í bænum og svo er alltaf mikil tilhlökkun þegar þeim er sleppt út á haf, ekki síst hjá yngstu kynslóðinni eins og Evu Laufeyju, sem er sjö ár. „Maður heldur undir vængina og kastar henni í sjóinn. Stundum eru þær í garðinum, stundum eru þær úti á götu og stundum einhvers staðar. Þetta er rosalega skemmtilegt,“ segir Eva Laufey, sem er Leifsdóttir. Eva Laufey Leifsdóttir, sjö ára pysjustelpa, sem þykir mjög gaman að leita að pysjum og sleppa þeim síðan út á sjó.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mamma Evu, Gígja Óskarsdóttir hefur umsjón með pysjueftirlitinu í Vestmannaeyjum. Hún vigtar hverja pysu áður en þeim er sleppt og allt er skráð inn á heimasíðuna lundi.is „Við erum hér með þrjár pysjur, sem við vorum að klára að vigta og ætlum að fara að gefa þeim frelsi. Þetta er ótrúlega skemmtilegur tími í Eyjum, maður verður barn aftur, þetta er mikið fjör og mikið stuð að leita að þeim út um allan bæ,“ segir Gígja og bætir við; „Þegar pysjurnar eru klárar þá sjá þær ljósinu í bænum og halda að það sé tunglið að endurspeglast í sjónum og villast aðeins af leið og lenda þá hérna hjá okkur. Þá komum við til sögunnar og björgum þeim.“ En er þetta skemmtilegra en þjóðhátíð? „Þetta er alveg á pari, þetta er ótrúlega gaman“. Og að sjálfsögðu sýndi fréttamaður sín tilþrif og bjargaði í fyrsta skipti á ævinni Lundapysju með því að gefa henni frelsi út á sjó. Allar helstu upplýsingar um pysjurnar er að finna á heimasíðunni lundi.is Gígja Óskarsdóttir er umsjónarmaður pysjueftirlitsins í Vestmannaeyjum í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Fuglar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Funda áfram á morgun Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira