Hefjast handa við að stækka flugvöllinn um tuttugu þúsund fermetra Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. ágúst 2021 19:38 Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. Vísir/Arnar Halldórsson Um tuttugu þúsund fermetra stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hófst formlega í gær. Um er að ræða ríflega tuttugu milljarða króna framkvæmd, sem er sú stærsta sem Isavia hefur ráðist í. Um er að ræða viðbyggingu til austurs sem mun hýsa nýjan komusal og bæta við fjórum nýjum hliðum með landgöngubrúm, en landgöngubrúm fjölgar þá úr þrettán í sautján. Mannvirkið verður rétt rúmlega tuttugu þúsund fermetrar í heildina, sem jafngildir þremur fótboltavöllum ef allar hæðir eru teknar með. Áætlaður kostnaður er ríflega 21 milljarður króna. „Mannvirkið hér verður þrjár hæðir og á fyrstu hæðinni verður farangursmóttaka fyrir farþega þegar þeir koma til landsins þegar þeir sækja farangurinn, sem næstum því þrefaldast í stærð. Á annarri hæðinni verða fjögur ný hlið og nýtt veitingasvæði fyrir farþega þegar þeir fara úr landi og á þriðju hæðinni erum við að undirbúa framtíðarstækkun til austurs og þar verða landamærin þegar fram líða stundir,“segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. Ákveðin tímamót urðu laust fyrir klukkan nítján í gærkvöld þegar fyrsta sprengingin var framkvæmd, enda hefur undirbúningsvinna staðið yfir í nokkur ár. Í öryggisskyni var hluti flugvallarins rýmdur á meðan en ekki er búist við að framkvæmdirnar muni hafa áhrif á almenna starfsemi flugvallarins. „Við erum mjög bjartsýn á framtíðina. Við sáum það árin 2018 og 2019 að það var orðin þörf á að stækka flugvöllinn og lögðum fram í þróunaráætlun 2015 mjög umfangsmiklar stækkanir. Við teljum að það hafi sýnt sig að það er þörf á að stækka Keflavíkurflugvöll,“útskýrir Guðmundur. Hann segir að framkvæmdin sé sú stærsta Isavia hafi ráðist í, og að þetta sé fyrsti fasi í stækkun Keflavíkurflugvallar. Fyrirhuguð verklok eru árið 2024. „Við höfum lagt fram áætlanir þar sem viðgetum haldið áfram aðbyggja í framhaldi af þessu mannvirki ef það verður næstu átta til tíu árin. Ef það verður eftirspurn á markaði eftir að það heldur áfram að stækka og bætum þjónustu og afkastagetu flugvallarins.“ Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Sjá meira
Um er að ræða viðbyggingu til austurs sem mun hýsa nýjan komusal og bæta við fjórum nýjum hliðum með landgöngubrúm, en landgöngubrúm fjölgar þá úr þrettán í sautján. Mannvirkið verður rétt rúmlega tuttugu þúsund fermetrar í heildina, sem jafngildir þremur fótboltavöllum ef allar hæðir eru teknar með. Áætlaður kostnaður er ríflega 21 milljarður króna. „Mannvirkið hér verður þrjár hæðir og á fyrstu hæðinni verður farangursmóttaka fyrir farþega þegar þeir koma til landsins þegar þeir sækja farangurinn, sem næstum því þrefaldast í stærð. Á annarri hæðinni verða fjögur ný hlið og nýtt veitingasvæði fyrir farþega þegar þeir fara úr landi og á þriðju hæðinni erum við að undirbúa framtíðarstækkun til austurs og þar verða landamærin þegar fram líða stundir,“segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. Ákveðin tímamót urðu laust fyrir klukkan nítján í gærkvöld þegar fyrsta sprengingin var framkvæmd, enda hefur undirbúningsvinna staðið yfir í nokkur ár. Í öryggisskyni var hluti flugvallarins rýmdur á meðan en ekki er búist við að framkvæmdirnar muni hafa áhrif á almenna starfsemi flugvallarins. „Við erum mjög bjartsýn á framtíðina. Við sáum það árin 2018 og 2019 að það var orðin þörf á að stækka flugvöllinn og lögðum fram í þróunaráætlun 2015 mjög umfangsmiklar stækkanir. Við teljum að það hafi sýnt sig að það er þörf á að stækka Keflavíkurflugvöll,“útskýrir Guðmundur. Hann segir að framkvæmdin sé sú stærsta Isavia hafi ráðist í, og að þetta sé fyrsti fasi í stækkun Keflavíkurflugvallar. Fyrirhuguð verklok eru árið 2024. „Við höfum lagt fram áætlanir þar sem viðgetum haldið áfram aðbyggja í framhaldi af þessu mannvirki ef það verður næstu átta til tíu árin. Ef það verður eftirspurn á markaði eftir að það heldur áfram að stækka og bætum þjónustu og afkastagetu flugvallarins.“
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Sjá meira