Hefjast handa við að stækka flugvöllinn um tuttugu þúsund fermetra Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. ágúst 2021 19:38 Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. Vísir/Arnar Halldórsson Um tuttugu þúsund fermetra stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hófst formlega í gær. Um er að ræða ríflega tuttugu milljarða króna framkvæmd, sem er sú stærsta sem Isavia hefur ráðist í. Um er að ræða viðbyggingu til austurs sem mun hýsa nýjan komusal og bæta við fjórum nýjum hliðum með landgöngubrúm, en landgöngubrúm fjölgar þá úr þrettán í sautján. Mannvirkið verður rétt rúmlega tuttugu þúsund fermetrar í heildina, sem jafngildir þremur fótboltavöllum ef allar hæðir eru teknar með. Áætlaður kostnaður er ríflega 21 milljarður króna. „Mannvirkið hér verður þrjár hæðir og á fyrstu hæðinni verður farangursmóttaka fyrir farþega þegar þeir koma til landsins þegar þeir sækja farangurinn, sem næstum því þrefaldast í stærð. Á annarri hæðinni verða fjögur ný hlið og nýtt veitingasvæði fyrir farþega þegar þeir fara úr landi og á þriðju hæðinni erum við að undirbúa framtíðarstækkun til austurs og þar verða landamærin þegar fram líða stundir,“segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. Ákveðin tímamót urðu laust fyrir klukkan nítján í gærkvöld þegar fyrsta sprengingin var framkvæmd, enda hefur undirbúningsvinna staðið yfir í nokkur ár. Í öryggisskyni var hluti flugvallarins rýmdur á meðan en ekki er búist við að framkvæmdirnar muni hafa áhrif á almenna starfsemi flugvallarins. „Við erum mjög bjartsýn á framtíðina. Við sáum það árin 2018 og 2019 að það var orðin þörf á að stækka flugvöllinn og lögðum fram í þróunaráætlun 2015 mjög umfangsmiklar stækkanir. Við teljum að það hafi sýnt sig að það er þörf á að stækka Keflavíkurflugvöll,“útskýrir Guðmundur. Hann segir að framkvæmdin sé sú stærsta Isavia hafi ráðist í, og að þetta sé fyrsti fasi í stækkun Keflavíkurflugvallar. Fyrirhuguð verklok eru árið 2024. „Við höfum lagt fram áætlanir þar sem viðgetum haldið áfram aðbyggja í framhaldi af þessu mannvirki ef það verður næstu átta til tíu árin. Ef það verður eftirspurn á markaði eftir að það heldur áfram að stækka og bætum þjónustu og afkastagetu flugvallarins.“ Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
Um er að ræða viðbyggingu til austurs sem mun hýsa nýjan komusal og bæta við fjórum nýjum hliðum með landgöngubrúm, en landgöngubrúm fjölgar þá úr þrettán í sautján. Mannvirkið verður rétt rúmlega tuttugu þúsund fermetrar í heildina, sem jafngildir þremur fótboltavöllum ef allar hæðir eru teknar með. Áætlaður kostnaður er ríflega 21 milljarður króna. „Mannvirkið hér verður þrjár hæðir og á fyrstu hæðinni verður farangursmóttaka fyrir farþega þegar þeir koma til landsins þegar þeir sækja farangurinn, sem næstum því þrefaldast í stærð. Á annarri hæðinni verða fjögur ný hlið og nýtt veitingasvæði fyrir farþega þegar þeir fara úr landi og á þriðju hæðinni erum við að undirbúa framtíðarstækkun til austurs og þar verða landamærin þegar fram líða stundir,“segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. Ákveðin tímamót urðu laust fyrir klukkan nítján í gærkvöld þegar fyrsta sprengingin var framkvæmd, enda hefur undirbúningsvinna staðið yfir í nokkur ár. Í öryggisskyni var hluti flugvallarins rýmdur á meðan en ekki er búist við að framkvæmdirnar muni hafa áhrif á almenna starfsemi flugvallarins. „Við erum mjög bjartsýn á framtíðina. Við sáum það árin 2018 og 2019 að það var orðin þörf á að stækka flugvöllinn og lögðum fram í þróunaráætlun 2015 mjög umfangsmiklar stækkanir. Við teljum að það hafi sýnt sig að það er þörf á að stækka Keflavíkurflugvöll,“útskýrir Guðmundur. Hann segir að framkvæmdin sé sú stærsta Isavia hafi ráðist í, og að þetta sé fyrsti fasi í stækkun Keflavíkurflugvallar. Fyrirhuguð verklok eru árið 2024. „Við höfum lagt fram áætlanir þar sem viðgetum haldið áfram aðbyggja í framhaldi af þessu mannvirki ef það verður næstu átta til tíu árin. Ef það verður eftirspurn á markaði eftir að það heldur áfram að stækka og bætum þjónustu og afkastagetu flugvallarins.“
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira