Hefjast handa við að stækka flugvöllinn um tuttugu þúsund fermetra Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. ágúst 2021 19:38 Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. Vísir/Arnar Halldórsson Um tuttugu þúsund fermetra stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hófst formlega í gær. Um er að ræða ríflega tuttugu milljarða króna framkvæmd, sem er sú stærsta sem Isavia hefur ráðist í. Um er að ræða viðbyggingu til austurs sem mun hýsa nýjan komusal og bæta við fjórum nýjum hliðum með landgöngubrúm, en landgöngubrúm fjölgar þá úr þrettán í sautján. Mannvirkið verður rétt rúmlega tuttugu þúsund fermetrar í heildina, sem jafngildir þremur fótboltavöllum ef allar hæðir eru teknar með. Áætlaður kostnaður er ríflega 21 milljarður króna. „Mannvirkið hér verður þrjár hæðir og á fyrstu hæðinni verður farangursmóttaka fyrir farþega þegar þeir koma til landsins þegar þeir sækja farangurinn, sem næstum því þrefaldast í stærð. Á annarri hæðinni verða fjögur ný hlið og nýtt veitingasvæði fyrir farþega þegar þeir fara úr landi og á þriðju hæðinni erum við að undirbúa framtíðarstækkun til austurs og þar verða landamærin þegar fram líða stundir,“segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. Ákveðin tímamót urðu laust fyrir klukkan nítján í gærkvöld þegar fyrsta sprengingin var framkvæmd, enda hefur undirbúningsvinna staðið yfir í nokkur ár. Í öryggisskyni var hluti flugvallarins rýmdur á meðan en ekki er búist við að framkvæmdirnar muni hafa áhrif á almenna starfsemi flugvallarins. „Við erum mjög bjartsýn á framtíðina. Við sáum það árin 2018 og 2019 að það var orðin þörf á að stækka flugvöllinn og lögðum fram í þróunaráætlun 2015 mjög umfangsmiklar stækkanir. Við teljum að það hafi sýnt sig að það er þörf á að stækka Keflavíkurflugvöll,“útskýrir Guðmundur. Hann segir að framkvæmdin sé sú stærsta Isavia hafi ráðist í, og að þetta sé fyrsti fasi í stækkun Keflavíkurflugvallar. Fyrirhuguð verklok eru árið 2024. „Við höfum lagt fram áætlanir þar sem viðgetum haldið áfram aðbyggja í framhaldi af þessu mannvirki ef það verður næstu átta til tíu árin. Ef það verður eftirspurn á markaði eftir að það heldur áfram að stækka og bætum þjónustu og afkastagetu flugvallarins.“ Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Um er að ræða viðbyggingu til austurs sem mun hýsa nýjan komusal og bæta við fjórum nýjum hliðum með landgöngubrúm, en landgöngubrúm fjölgar þá úr þrettán í sautján. Mannvirkið verður rétt rúmlega tuttugu þúsund fermetrar í heildina, sem jafngildir þremur fótboltavöllum ef allar hæðir eru teknar með. Áætlaður kostnaður er ríflega 21 milljarður króna. „Mannvirkið hér verður þrjár hæðir og á fyrstu hæðinni verður farangursmóttaka fyrir farþega þegar þeir koma til landsins þegar þeir sækja farangurinn, sem næstum því þrefaldast í stærð. Á annarri hæðinni verða fjögur ný hlið og nýtt veitingasvæði fyrir farþega þegar þeir fara úr landi og á þriðju hæðinni erum við að undirbúa framtíðarstækkun til austurs og þar verða landamærin þegar fram líða stundir,“segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. Ákveðin tímamót urðu laust fyrir klukkan nítján í gærkvöld þegar fyrsta sprengingin var framkvæmd, enda hefur undirbúningsvinna staðið yfir í nokkur ár. Í öryggisskyni var hluti flugvallarins rýmdur á meðan en ekki er búist við að framkvæmdirnar muni hafa áhrif á almenna starfsemi flugvallarins. „Við erum mjög bjartsýn á framtíðina. Við sáum það árin 2018 og 2019 að það var orðin þörf á að stækka flugvöllinn og lögðum fram í þróunaráætlun 2015 mjög umfangsmiklar stækkanir. Við teljum að það hafi sýnt sig að það er þörf á að stækka Keflavíkurflugvöll,“útskýrir Guðmundur. Hann segir að framkvæmdin sé sú stærsta Isavia hafi ráðist í, og að þetta sé fyrsti fasi í stækkun Keflavíkurflugvallar. Fyrirhuguð verklok eru árið 2024. „Við höfum lagt fram áætlanir þar sem viðgetum haldið áfram aðbyggja í framhaldi af þessu mannvirki ef það verður næstu átta til tíu árin. Ef það verður eftirspurn á markaði eftir að það heldur áfram að stækka og bætum þjónustu og afkastagetu flugvallarins.“
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira