Einn ísraelsku ferðamannanna talinn of veikur til að fljúga heim Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2021 13:29 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sér um að flytja ferðamennina af sóttvarnarhúsum og Landspítala og út á Keflavíkurflugvöll. Vísir/Vilhelm Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú að flutningum á fimm ísraelskum ferðamönnum sem greinst hafa með kórónuveiruna út á Keflavíkurflugvöll. Þaðan munu þeir fljúga með sjúkraflugi aftur til heimalandsins. Til stóð að flytja einn ferðamann til viðbótar, en ákveðið var að slá því á frest þar sem hann var metinn of veikur til að öruggt væri að flytja hann. Þetta staðfestir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, við fréttastofu, en mbl greindi fyrst frá málinu. Sigurjón segir í samtali við Vísi að þrír ferðamannanna séu við ágæta heilsu, einn hafi verið lagður inn á legudeild Landspítala og einn hafi þurft á gjörgæsluinnlögn að halda. Ferðamennirnir eru á aldursbilinu 60 til 80 ára. Ferðamennirnir eru allir bólusettir. Líkt og greint var frá í gær hafa minnst 30 ísraelskir ferðamenn sem staddir eru hér á landi greinst með kórónuveiruna. Aðspurður hvort búast megi við að fleiri úr þeim hópi verði fluttir heim segist Sigurjón allt eins eiga von á því, þar sem ísraelsk stjórnvöld hafi brugðist vel við beiðni um að koma og sækja þá ferðamenn sem nú á að flytja heim. Flugvélarnar hálfgerðar gjörgæslustofur Sigurjón segir vélina sem komin er til að sækja ferðamennina einkar vel búna, og því öruggt að flytja ferðamennina heim þrátt fyrir mikil veikindi hjá sumum þeirra. „Það er metið bæði af læknum hér og læknum sem koma og sækja þá. Þetta eru sérstakar sjúkravélar sem eru nú orðnar hálfgerðar gjörgæslustofur og eru búnar mjög fullkomnum tækjum. Hvert tilfelli fyrir sig er bara metið. Þeir áttu að fara sex í dag, en svo var einn sjúklingur sem þeim fannst vera of veikur til að fara með,“ segir Sigurjón. Því verði beðið með að flytja þann sjúkling aftur til Ísraels. „Þeir vilja bara taka einn svona mikið veikan og taka svo minna veika sem þurfa minni þjónustu og aðhlynningu um borð, til þess að hafa þetta sem öruggast og geta unnið þetta vel,“ segir Sigurjón. Ísrael Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Þetta staðfestir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, við fréttastofu, en mbl greindi fyrst frá málinu. Sigurjón segir í samtali við Vísi að þrír ferðamannanna séu við ágæta heilsu, einn hafi verið lagður inn á legudeild Landspítala og einn hafi þurft á gjörgæsluinnlögn að halda. Ferðamennirnir eru á aldursbilinu 60 til 80 ára. Ferðamennirnir eru allir bólusettir. Líkt og greint var frá í gær hafa minnst 30 ísraelskir ferðamenn sem staddir eru hér á landi greinst með kórónuveiruna. Aðspurður hvort búast megi við að fleiri úr þeim hópi verði fluttir heim segist Sigurjón allt eins eiga von á því, þar sem ísraelsk stjórnvöld hafi brugðist vel við beiðni um að koma og sækja þá ferðamenn sem nú á að flytja heim. Flugvélarnar hálfgerðar gjörgæslustofur Sigurjón segir vélina sem komin er til að sækja ferðamennina einkar vel búna, og því öruggt að flytja ferðamennina heim þrátt fyrir mikil veikindi hjá sumum þeirra. „Það er metið bæði af læknum hér og læknum sem koma og sækja þá. Þetta eru sérstakar sjúkravélar sem eru nú orðnar hálfgerðar gjörgæslustofur og eru búnar mjög fullkomnum tækjum. Hvert tilfelli fyrir sig er bara metið. Þeir áttu að fara sex í dag, en svo var einn sjúklingur sem þeim fannst vera of veikur til að fara með,“ segir Sigurjón. Því verði beðið með að flytja þann sjúkling aftur til Ísraels. „Þeir vilja bara taka einn svona mikið veikan og taka svo minna veika sem þurfa minni þjónustu og aðhlynningu um borð, til þess að hafa þetta sem öruggast og geta unnið þetta vel,“ segir Sigurjón.
Ísrael Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira