Trúði ekki eigin augum þegar piltur ógnaði þeim með hníf Snorri Másson skrifar 16. ágúst 2021 16:12 Auður Jónsdóttir rithöfundur. Saga Sig Auði Jónsdóttur rithöfundi brá heldur betur í brún um helgina þegar hversdagslegar aðstæður við Drekann hjá Káratorgi í miðbæ Reykjavíkur tóku skyndilega á sig ógnvænlega mynd. Auður fylgdist með því hvernig piltur, sem var að rífast áberandi hátt í símann, brást hinn versti við þegar kona með barn bað hann að lækka róminn vegna barnsins. Hann „snappaði“ þá á konuna, eins og Auður lýsir því í samtali við Vísi, og þá sá hún ástæðu til að skerast í leikinn. Hún fór að þeim og bað piltinn að róa sig og vera ekki að æpa á móður með barn. Þá lyftir hann upp peysunni og lætur skína í stærðarinnar hníf, sem var að sögn Auðar meira á stærð við sveðju. „Hann var með hnífinn skorðaðan í buxnastrenginn og þetta var alveg rosahnífur. Stór með stóru skafti og með svona eins á sagarhnífum eins og ég man þetta,“ segir Auður. Drekinn við Njálsgötu.Drekinn Þegar hér var komið sögu tók móðirin upp símann til að hringja á lögregluna og þá voru pilturinn og félagi hans ekki lengi að stökkva upp á rafskutlur og láta sig hverfa. Auður þekkir ekki hvort atvikið hafi orðið að eiginlegu lögreglumáli. Hún segir óljóst hve gamlir piltarnir voru en ekki eldri en á menntaskólaaldri, telur hún. Auður býr sjálf í Njálsgötu þar sem atvikið átti sér stað og var að bíða eftir mat í Drekanum. „Þetta gerðist svo hratt að ég bara trúði ekki eigin augum, ég var það undrandi. Svo voru þeir allt í einu bara farnir og ég fór bara og sótti hamborgarana. Þetta var svolítið eins og í bíómynd. Hér er oftast bara góðlátleg stemning á líflegu torgi. Ég kalla ekki allt ömmu mína og hef búið á alls konar stöðum, en þetta var alveg fríkað atferli.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjá meira
Auður fylgdist með því hvernig piltur, sem var að rífast áberandi hátt í símann, brást hinn versti við þegar kona með barn bað hann að lækka róminn vegna barnsins. Hann „snappaði“ þá á konuna, eins og Auður lýsir því í samtali við Vísi, og þá sá hún ástæðu til að skerast í leikinn. Hún fór að þeim og bað piltinn að róa sig og vera ekki að æpa á móður með barn. Þá lyftir hann upp peysunni og lætur skína í stærðarinnar hníf, sem var að sögn Auðar meira á stærð við sveðju. „Hann var með hnífinn skorðaðan í buxnastrenginn og þetta var alveg rosahnífur. Stór með stóru skafti og með svona eins á sagarhnífum eins og ég man þetta,“ segir Auður. Drekinn við Njálsgötu.Drekinn Þegar hér var komið sögu tók móðirin upp símann til að hringja á lögregluna og þá voru pilturinn og félagi hans ekki lengi að stökkva upp á rafskutlur og láta sig hverfa. Auður þekkir ekki hvort atvikið hafi orðið að eiginlegu lögreglumáli. Hún segir óljóst hve gamlir piltarnir voru en ekki eldri en á menntaskólaaldri, telur hún. Auður býr sjálf í Njálsgötu þar sem atvikið átti sér stað og var að bíða eftir mat í Drekanum. „Þetta gerðist svo hratt að ég bara trúði ekki eigin augum, ég var það undrandi. Svo voru þeir allt í einu bara farnir og ég fór bara og sótti hamborgarana. Þetta var svolítið eins og í bíómynd. Hér er oftast bara góðlátleg stemning á líflegu torgi. Ég kalla ekki allt ömmu mína og hef búið á alls konar stöðum, en þetta var alveg fríkað atferli.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjá meira