Endurnýjun á flokksforystu Sjálfstæðisflokks sé ekki ávísun á fylgisaukningu Árni Sæberg og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 14. ágúst 2021 22:22 Eva H. Önnudóttir er prófessor í stjórnmálafræði. Stöð 2 Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur vangaveltur Páls Magnússonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hvort fullreynt sé að flokkurinn nái árangri með núverandi forystu, geta verið vísir að ákalli um að stokkað verði upp í flokksforystunni á næstu árum, en bendir á að endurnýjun á flokksforystu sé ekki ávísun á fylgisaukningu. Páll Magnússon sagði í forsíðuviðtali í Fréttablaðinu í dag meðal annars að sjálfstæðismenn hlytu að ræða hvort fullreynt væri að ná árangri með Bjarna Benediktsson í brúnni. Hann sagði þó að hann teldi ekki að forysta flokksins þyrfti að víkja. Þá kennir Páll afstöðuleysi forystu flokksins um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi mælst með um 25 prósent fylgi í langan tíma. Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur ekki líklegt að orð Páls valdi því að skipt verði um formann fyrir komandi kosningar en að þau séu þó til marks um ákveðna óánægju innan flokksins. Sjálfstæðismenn sakni liðinnar tíðar Eva telur þá óánægju stafa af dræmu fylgi flokksins allt frá efnahagshruni en í þeim fernum alþingiskosningnum sem haldnar hafa verið frá hruni hefur Sjálfstæðisflokkurinn hlotið fylgi á bilinu 23,7 prósent til 29 prósent. „Sjálfstæðismenn sakna kannski þess tíma þegar flokkurinn var með 35 til 37 prósent,“ Eva segir að fylgistap Sjálfstæðisflokksins ekki endilega vera þeim sem voru í brúnni að kenna heldur hafi flokkurinn einfaldlega misst sína sterku stöðu og ekki fengið hana aftur. Því sé endurnýjun á flokksforystu ekki ávísun á fylgisaukningu. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Kallar eftir umræðu um Bjarna Ben Páll Magnússon, fráfarandi fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að Sjálfstæðismenn hljóti að ræða það hvort fullreynt sé að ná árangri með núverandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni. 14. ágúst 2021 09:17 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Páll Magnússon sagði í forsíðuviðtali í Fréttablaðinu í dag meðal annars að sjálfstæðismenn hlytu að ræða hvort fullreynt væri að ná árangri með Bjarna Benediktsson í brúnni. Hann sagði þó að hann teldi ekki að forysta flokksins þyrfti að víkja. Þá kennir Páll afstöðuleysi forystu flokksins um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi mælst með um 25 prósent fylgi í langan tíma. Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur ekki líklegt að orð Páls valdi því að skipt verði um formann fyrir komandi kosningar en að þau séu þó til marks um ákveðna óánægju innan flokksins. Sjálfstæðismenn sakni liðinnar tíðar Eva telur þá óánægju stafa af dræmu fylgi flokksins allt frá efnahagshruni en í þeim fernum alþingiskosningnum sem haldnar hafa verið frá hruni hefur Sjálfstæðisflokkurinn hlotið fylgi á bilinu 23,7 prósent til 29 prósent. „Sjálfstæðismenn sakna kannski þess tíma þegar flokkurinn var með 35 til 37 prósent,“ Eva segir að fylgistap Sjálfstæðisflokksins ekki endilega vera þeim sem voru í brúnni að kenna heldur hafi flokkurinn einfaldlega misst sína sterku stöðu og ekki fengið hana aftur. Því sé endurnýjun á flokksforystu ekki ávísun á fylgisaukningu.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Kallar eftir umræðu um Bjarna Ben Páll Magnússon, fráfarandi fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að Sjálfstæðismenn hljóti að ræða það hvort fullreynt sé að ná árangri með núverandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni. 14. ágúst 2021 09:17 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Kallar eftir umræðu um Bjarna Ben Páll Magnússon, fráfarandi fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að Sjálfstæðismenn hljóti að ræða það hvort fullreynt sé að ná árangri með núverandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni. 14. ágúst 2021 09:17