Mikil spenna hefur verið á Húsafelli í Borgarfirði í dag og raunar síðustu daga enda lá niðurrif eða flutningur hússins í loftinu. Páll hefur fjallað um nágrannadeilur sínar á Facebook undanfarna daga og stóð til að framkvæmdir hæfust klukkan 14.
Boðað var til fundar hjá deiluaðilum í morgun að frumkvæði forseta borgarstjórnar í Borgarbyggð. Fundurinn hófst klukkan átta í morgun í lokatilraun til að ná sáttum í deilunni. Deiluaðilar báðu um frest til 15:00, en upphaflega stóð til að hefja niðurrif á húsinu klukkan 14.

Ragnar Axelsson ljósmyndari hefur verið á staðnum og lýsti mikilli spennu í loftinu. Búið var að koma krana fyrir þannig að hægt væri að hífa þak hússins af byggingunni.
Forsaga málsins er sú að Páll Guðmundsson, sem reist hafði Legsteinasafnið í Húsafelli í Borgarbyggð, var gert að hefja niðurrif þess vegna dóms Héraðsdóms Vesturlands vegna máls sem nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði á hendur honum.






Fréttin hefur verið uppfærð.