Yfirgáfu félagið þar sem þjálfarinn beitti leikmenn ítrekað andlegu ofbeldi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2021 10:30 Richie Burke ku hafa kallað leikmenn öllum illum nöfnum, gert lítið úr þeim, móðgað þá og brotið niður. Scott McIntyre/Washington Post Á síðustu tveimur árum hafa fjórir leikmenn yfirgefið knattspyrnuliðið Washington Spirits sem leikur í NWSL-deildinni í Bandaríkjunum. Ástæðan er munnlegt og andlegt ofbeldi þjálfara liðsins. „Hann fékk mig til að hata fótbolta,“ segir hin 23 ára gamla Kaiya McCullough, ein þeirra sem hefur yfirgefið félagið, í viðtali við The Washington Post. McCullough, líkt og aðrir leikmenn, hætti að njóta þess að spila og varð skíthrædd við að gera mistök vegna viðbragða Richie Burke, þáverandi þjálfara liðsins en hefur loksins látið af störfum. Burke öskraði á leikmenn við minnsta tilefni. Hann ógnaði leikmenn, gagnrýndi þá og móðgaði persónulega segir einnig í greininni. Þá sagði hann óviðeigandi brandara sem sneru að lituðu fólki sem McCullough, sem er svört, fannst mjög óþægilegt. „Ég var 100 prósent í aðstæðum þar sem Burke var að beita mig andlegu ofbeldi. Hann bjó til umhverfi þar sem ég vissi að ég að ég væri að spila illa því ég var svo hrædd við að gera mistök og láta öskra á mig. Frammistöður mínar versnuðu og ég varð mjög kvíðin.“ McCollough er ein fjögurra sem yfirgaf félagið á síðustu tveimur árum vegna hegðunar og þjálfunaraðferða Burke, ef aðferðir skyldi kalla. Tvær af þeim staðfestu sögu McCoullough og að þær hefðu yfirgefið félagið vegna aðferðanna sem Burke notaði. Sú fjórða neitaði að tjá sig en samkvæmt heimildum er sama ástæða að baki brotthvarfi hennar frá félaginu. Burke ku ítrekað hafa kallað ákveðna leikmenn „hundaskít“ og „sóun á plássi.“ NEW: At least four players have left the Washington Spirit in the last two years because of what they said was "verbal and emotional abuse" by their coach, Richie Burke. My story on what's been going on behind the scenes at the Spirit: https://t.co/bW7YbmZYAk— Molly Hensley-Clancy (@mollyhc) August 11, 2021 Á meðan Washington Post vann að grein sinni í vikunni ákvað þjálfarinn að segja að sér. Hann svaraði ekki smáskilaboðum eða símhringingum blaðamanna miðilsins er þeir reyndu að ná í hann. Félagið staðfesti hins vegar að Burke yrði settur í ótímabundið leyfi á meðan rannsókn NWSL-deildarinnar vegna hegðunar hans væri yfirstandandi. Deildin hefur einnig staðfest að rannsókn sé hafin á hegðun þjálfarans. Kaiya McCullough er ein af þeim hefur stigið upp og sagt frá munnlega og andlega ofbeldinu sem leikmenn urðu fyrir.Howard Smith/Getty Images Fótbolti NWSL Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira
„Hann fékk mig til að hata fótbolta,“ segir hin 23 ára gamla Kaiya McCullough, ein þeirra sem hefur yfirgefið félagið, í viðtali við The Washington Post. McCullough, líkt og aðrir leikmenn, hætti að njóta þess að spila og varð skíthrædd við að gera mistök vegna viðbragða Richie Burke, þáverandi þjálfara liðsins en hefur loksins látið af störfum. Burke öskraði á leikmenn við minnsta tilefni. Hann ógnaði leikmenn, gagnrýndi þá og móðgaði persónulega segir einnig í greininni. Þá sagði hann óviðeigandi brandara sem sneru að lituðu fólki sem McCullough, sem er svört, fannst mjög óþægilegt. „Ég var 100 prósent í aðstæðum þar sem Burke var að beita mig andlegu ofbeldi. Hann bjó til umhverfi þar sem ég vissi að ég að ég væri að spila illa því ég var svo hrædd við að gera mistök og láta öskra á mig. Frammistöður mínar versnuðu og ég varð mjög kvíðin.“ McCollough er ein fjögurra sem yfirgaf félagið á síðustu tveimur árum vegna hegðunar og þjálfunaraðferða Burke, ef aðferðir skyldi kalla. Tvær af þeim staðfestu sögu McCoullough og að þær hefðu yfirgefið félagið vegna aðferðanna sem Burke notaði. Sú fjórða neitaði að tjá sig en samkvæmt heimildum er sama ástæða að baki brotthvarfi hennar frá félaginu. Burke ku ítrekað hafa kallað ákveðna leikmenn „hundaskít“ og „sóun á plássi.“ NEW: At least four players have left the Washington Spirit in the last two years because of what they said was "verbal and emotional abuse" by their coach, Richie Burke. My story on what's been going on behind the scenes at the Spirit: https://t.co/bW7YbmZYAk— Molly Hensley-Clancy (@mollyhc) August 11, 2021 Á meðan Washington Post vann að grein sinni í vikunni ákvað þjálfarinn að segja að sér. Hann svaraði ekki smáskilaboðum eða símhringingum blaðamanna miðilsins er þeir reyndu að ná í hann. Félagið staðfesti hins vegar að Burke yrði settur í ótímabundið leyfi á meðan rannsókn NWSL-deildarinnar vegna hegðunar hans væri yfirstandandi. Deildin hefur einnig staðfest að rannsókn sé hafin á hegðun þjálfarans. Kaiya McCullough er ein af þeim hefur stigið upp og sagt frá munnlega og andlega ofbeldinu sem leikmenn urðu fyrir.Howard Smith/Getty Images
Fótbolti NWSL Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira