Yfirgáfu félagið þar sem þjálfarinn beitti leikmenn ítrekað andlegu ofbeldi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2021 10:30 Richie Burke ku hafa kallað leikmenn öllum illum nöfnum, gert lítið úr þeim, móðgað þá og brotið niður. Scott McIntyre/Washington Post Á síðustu tveimur árum hafa fjórir leikmenn yfirgefið knattspyrnuliðið Washington Spirits sem leikur í NWSL-deildinni í Bandaríkjunum. Ástæðan er munnlegt og andlegt ofbeldi þjálfara liðsins. „Hann fékk mig til að hata fótbolta,“ segir hin 23 ára gamla Kaiya McCullough, ein þeirra sem hefur yfirgefið félagið, í viðtali við The Washington Post. McCullough, líkt og aðrir leikmenn, hætti að njóta þess að spila og varð skíthrædd við að gera mistök vegna viðbragða Richie Burke, þáverandi þjálfara liðsins en hefur loksins látið af störfum. Burke öskraði á leikmenn við minnsta tilefni. Hann ógnaði leikmenn, gagnrýndi þá og móðgaði persónulega segir einnig í greininni. Þá sagði hann óviðeigandi brandara sem sneru að lituðu fólki sem McCullough, sem er svört, fannst mjög óþægilegt. „Ég var 100 prósent í aðstæðum þar sem Burke var að beita mig andlegu ofbeldi. Hann bjó til umhverfi þar sem ég vissi að ég að ég væri að spila illa því ég var svo hrædd við að gera mistök og láta öskra á mig. Frammistöður mínar versnuðu og ég varð mjög kvíðin.“ McCollough er ein fjögurra sem yfirgaf félagið á síðustu tveimur árum vegna hegðunar og þjálfunaraðferða Burke, ef aðferðir skyldi kalla. Tvær af þeim staðfestu sögu McCoullough og að þær hefðu yfirgefið félagið vegna aðferðanna sem Burke notaði. Sú fjórða neitaði að tjá sig en samkvæmt heimildum er sama ástæða að baki brotthvarfi hennar frá félaginu. Burke ku ítrekað hafa kallað ákveðna leikmenn „hundaskít“ og „sóun á plássi.“ NEW: At least four players have left the Washington Spirit in the last two years because of what they said was "verbal and emotional abuse" by their coach, Richie Burke. My story on what's been going on behind the scenes at the Spirit: https://t.co/bW7YbmZYAk— Molly Hensley-Clancy (@mollyhc) August 11, 2021 Á meðan Washington Post vann að grein sinni í vikunni ákvað þjálfarinn að segja að sér. Hann svaraði ekki smáskilaboðum eða símhringingum blaðamanna miðilsins er þeir reyndu að ná í hann. Félagið staðfesti hins vegar að Burke yrði settur í ótímabundið leyfi á meðan rannsókn NWSL-deildarinnar vegna hegðunar hans væri yfirstandandi. Deildin hefur einnig staðfest að rannsókn sé hafin á hegðun þjálfarans. Kaiya McCullough er ein af þeim hefur stigið upp og sagt frá munnlega og andlega ofbeldinu sem leikmenn urðu fyrir.Howard Smith/Getty Images Fótbolti NWSL Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
„Hann fékk mig til að hata fótbolta,“ segir hin 23 ára gamla Kaiya McCullough, ein þeirra sem hefur yfirgefið félagið, í viðtali við The Washington Post. McCullough, líkt og aðrir leikmenn, hætti að njóta þess að spila og varð skíthrædd við að gera mistök vegna viðbragða Richie Burke, þáverandi þjálfara liðsins en hefur loksins látið af störfum. Burke öskraði á leikmenn við minnsta tilefni. Hann ógnaði leikmenn, gagnrýndi þá og móðgaði persónulega segir einnig í greininni. Þá sagði hann óviðeigandi brandara sem sneru að lituðu fólki sem McCullough, sem er svört, fannst mjög óþægilegt. „Ég var 100 prósent í aðstæðum þar sem Burke var að beita mig andlegu ofbeldi. Hann bjó til umhverfi þar sem ég vissi að ég að ég væri að spila illa því ég var svo hrædd við að gera mistök og láta öskra á mig. Frammistöður mínar versnuðu og ég varð mjög kvíðin.“ McCollough er ein fjögurra sem yfirgaf félagið á síðustu tveimur árum vegna hegðunar og þjálfunaraðferða Burke, ef aðferðir skyldi kalla. Tvær af þeim staðfestu sögu McCoullough og að þær hefðu yfirgefið félagið vegna aðferðanna sem Burke notaði. Sú fjórða neitaði að tjá sig en samkvæmt heimildum er sama ástæða að baki brotthvarfi hennar frá félaginu. Burke ku ítrekað hafa kallað ákveðna leikmenn „hundaskít“ og „sóun á plássi.“ NEW: At least four players have left the Washington Spirit in the last two years because of what they said was "verbal and emotional abuse" by their coach, Richie Burke. My story on what's been going on behind the scenes at the Spirit: https://t.co/bW7YbmZYAk— Molly Hensley-Clancy (@mollyhc) August 11, 2021 Á meðan Washington Post vann að grein sinni í vikunni ákvað þjálfarinn að segja að sér. Hann svaraði ekki smáskilaboðum eða símhringingum blaðamanna miðilsins er þeir reyndu að ná í hann. Félagið staðfesti hins vegar að Burke yrði settur í ótímabundið leyfi á meðan rannsókn NWSL-deildarinnar vegna hegðunar hans væri yfirstandandi. Deildin hefur einnig staðfest að rannsókn sé hafin á hegðun þjálfarans. Kaiya McCullough er ein af þeim hefur stigið upp og sagt frá munnlega og andlega ofbeldinu sem leikmenn urðu fyrir.Howard Smith/Getty Images
Fótbolti NWSL Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira