Átta taldir af í þyrluslysi á Kamtjatkaskaga Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2021 09:00 Bátar og þyrlur leita að flaki þyrlunnar sem fórst í Kurile-vatni á Kamtjatkaskaga í dag. Vatnið situr í gömlum eldfjallagíg og er meira en 300 metra djúpt þar sem það er dýpst. Vísir/EPA Óttast er að átta manns hafi farist þegar þyrla með ferðamenn um borð hrapaði í stöðuvatn á náttúruverndarsvæði á Kamtjatkaskaga austast í Rússlandi í dag. Átta aðrir sem voru um borð náðu að bjarga sér út úr flakinu. Sextán manns voru um borð í þyrlunni, þrettán farþegar og þriggja manna áhöfn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún hrapaði í Kurile-vatn á Kronotskí-náttúruverndarsvæðinu. Þyrlan var af gerðinni Mi-8 á vegum flugfélagsins Vitjaz Aero. Fyrirtækið er í eigu Igors Redkin, héraðsþingmanns og milljónamærings, sem var handtekinn fyrir að skjóta mann til bana sem rótaði í ruslinu hans fyrr í þessari viku. Redkin bar því við að hann hefði talið að maðurinn væri bjarndýr. Starfsmenn náttúruverndarsvæðisins fóru á tveimur hraðbátum út á vatnið örfáum mínútum eftir að þyrlan hrapaði og náðu þeir að hífa átta manns upp úr vatninu. Þeir höfðu þá synt upp á yfirborðið af allt að átta til níu metra dýpi. Tveir þeirra sem komust lífs af eru sagðir alvarlega slasaðir. Þá urðu skjót viðbrögð starfsmanna svæðisins þeim lífsbjörg því vatnið er aðeins um 5-6°C heitt og hefðu þeir ekki lifað af lengi í slíkum kulda. Átta er ennþá saknað en heilbrigðisyfirvöld á svæðinu telja að lík þeirra hvíli væntanlega á botni stöðuvatnsins. Ríkisstjóri Kamtjatka segir að kafarar hafi ekki náð að kafa niður að flaki þyrlunnar því það sé á of miklu dýpi. Talið er að þyrlan sé á um hundrað metra dýpi en stöðuvatnið er meira en 300 metra djúpt þar sem það er dýpst. Þoka hefur einnig hamlað leitarstarfi. AP-fréttastofan segir að saksóknarar kanni nú hvort að reglur um flugöryggi hafi verið brotnar. Annað mannskætt flugslys varð á Kamtjatkaskaga í júlí en þá fórust 28 manns sem voru um borð í Antonov An-26 farþegaflugvél sem brotlenti. Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hafa fundið níu lík á slysstað Björgunarsveitir á Kamtjatkaskaga hafa fundið líkamsleifar níu manns sem voru um borð í farþegaflugvél sem brotlenti á svæðinu í gærnótt. 7. júlí 2021 08:47 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sjá meira
Sextán manns voru um borð í þyrlunni, þrettán farþegar og þriggja manna áhöfn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún hrapaði í Kurile-vatn á Kronotskí-náttúruverndarsvæðinu. Þyrlan var af gerðinni Mi-8 á vegum flugfélagsins Vitjaz Aero. Fyrirtækið er í eigu Igors Redkin, héraðsþingmanns og milljónamærings, sem var handtekinn fyrir að skjóta mann til bana sem rótaði í ruslinu hans fyrr í þessari viku. Redkin bar því við að hann hefði talið að maðurinn væri bjarndýr. Starfsmenn náttúruverndarsvæðisins fóru á tveimur hraðbátum út á vatnið örfáum mínútum eftir að þyrlan hrapaði og náðu þeir að hífa átta manns upp úr vatninu. Þeir höfðu þá synt upp á yfirborðið af allt að átta til níu metra dýpi. Tveir þeirra sem komust lífs af eru sagðir alvarlega slasaðir. Þá urðu skjót viðbrögð starfsmanna svæðisins þeim lífsbjörg því vatnið er aðeins um 5-6°C heitt og hefðu þeir ekki lifað af lengi í slíkum kulda. Átta er ennþá saknað en heilbrigðisyfirvöld á svæðinu telja að lík þeirra hvíli væntanlega á botni stöðuvatnsins. Ríkisstjóri Kamtjatka segir að kafarar hafi ekki náð að kafa niður að flaki þyrlunnar því það sé á of miklu dýpi. Talið er að þyrlan sé á um hundrað metra dýpi en stöðuvatnið er meira en 300 metra djúpt þar sem það er dýpst. Þoka hefur einnig hamlað leitarstarfi. AP-fréttastofan segir að saksóknarar kanni nú hvort að reglur um flugöryggi hafi verið brotnar. Annað mannskætt flugslys varð á Kamtjatkaskaga í júlí en þá fórust 28 manns sem voru um borð í Antonov An-26 farþegaflugvél sem brotlenti.
Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hafa fundið níu lík á slysstað Björgunarsveitir á Kamtjatkaskaga hafa fundið líkamsleifar níu manns sem voru um borð í farþegaflugvél sem brotlenti á svæðinu í gærnótt. 7. júlí 2021 08:47 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sjá meira
Hafa fundið níu lík á slysstað Björgunarsveitir á Kamtjatkaskaga hafa fundið líkamsleifar níu manns sem voru um borð í farþegaflugvél sem brotlenti á svæðinu í gærnótt. 7. júlí 2021 08:47