„Langtímaáhrifin af Covid eru í fyrsta lagi svolítið ýkt“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. ágúst 2021 10:35 Kári Stefánsson íslensk erfðagreining Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa haldið sig frá líkamsræktarstöðvum á eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst og bóluefni stóð ekki til boða. Nú þegar hann hefur verið fullbólusettur reynir hann að fara daglega í líkamsræktarstöð. „Áður en ég var bólusettur var ég tregari til að fara í ræktina. Þá hreyfði ég mig meira heima hjá mér en nú fer ég í ræktina eins oft og ég hef tækifæri til. Reyni að fara á hverjum degi. Ef ég væri handviss um að eftir þrjá mánuði væri veiran horfin, þá myndi ég kannski bíða í þrjá mánuði áður en ég færi, en það er ekki val lengur. Þessi veira verður hérna með okkur,“ sagði Kári Stefánsson í Pallborðinu á Vísi á mánudag. En ertu ekkert hræddur um að þessi veira fari með þig? „Ég held að allskonar ósómi og hegðunarvandi sé mun líklegri til að ganga frá mér en þessi veira. Maður ræður ekkert slíku. Maður verður að halda áfram að lifa sínu lífi. Ég held að bólusett fólk geti verið tiltölulega rólegt gagnvart þessari veiru. Óbólusettir ættu að passa sig, þó ég vilji alls ekki setja takmörk á hegðun óbólusetts fólks þá vil ég ráðleggja þeim að fara varlega í dag því veiran er mun víðar í samfélaginu núna en nokkru sinni áður. Hún er kannski tíu til hundrað sinnum meira útbreidd en hún var útbreidd á síðasta ári. Þannig að óbólusettir ættu fara varlega innan um annað fólk,“ sagði Kári. Nú sé sú staða uppi að það stefni í að flest allir muni fá þessa veiru og hjarðónæmi muni nást þannig á næstu tveimur árum. Mikil umræða hefur verið um langtímaáhrif Covid-sjúkdómsins og því spurning hvort það sé áhættunnar virði að flestir fái þessa veiru. „Langtímaáhrifin af Covid eru í fyrsta lagi svolítið ýkt,“ svaraði Kári. „Þau eru til staðar en eru sjaldgæf og háð því hversu alvarlegur sjúkdómurinn var. Bóluefnin koma ekki bara til með að minnka alvarleika sjúkdómsins ef hann kemur, heldur minnka líka líkurnar á einhverskonar langtímaafleiðingum. Þannig að ég held að langtíma áhrif af af Covid-19 séu ekki eitt af því sem við þurfum að ströggla við hjá þeim sem eru bólusettir,“ sagði Kári. Hann sagði stöðuna vera þannig núna að veiran sé ekki einhver pest sem Íslendingar geti losað sig við á skammri stundu. Það muni taka tvö ár að ná upp hjarðónæmi en að mati Kára ætti það ekki þýða samkomutakmarkanir allan þann tíma, heldur að samfélagið verði á tánum gagnvart álagi á heilbrigðiskerfið. Hægt er að sjá Pallborðið þar sem rætt er við Kára í heild hér fyrir neðan: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Pallborðið Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
„Áður en ég var bólusettur var ég tregari til að fara í ræktina. Þá hreyfði ég mig meira heima hjá mér en nú fer ég í ræktina eins oft og ég hef tækifæri til. Reyni að fara á hverjum degi. Ef ég væri handviss um að eftir þrjá mánuði væri veiran horfin, þá myndi ég kannski bíða í þrjá mánuði áður en ég færi, en það er ekki val lengur. Þessi veira verður hérna með okkur,“ sagði Kári Stefánsson í Pallborðinu á Vísi á mánudag. En ertu ekkert hræddur um að þessi veira fari með þig? „Ég held að allskonar ósómi og hegðunarvandi sé mun líklegri til að ganga frá mér en þessi veira. Maður ræður ekkert slíku. Maður verður að halda áfram að lifa sínu lífi. Ég held að bólusett fólk geti verið tiltölulega rólegt gagnvart þessari veiru. Óbólusettir ættu að passa sig, þó ég vilji alls ekki setja takmörk á hegðun óbólusetts fólks þá vil ég ráðleggja þeim að fara varlega í dag því veiran er mun víðar í samfélaginu núna en nokkru sinni áður. Hún er kannski tíu til hundrað sinnum meira útbreidd en hún var útbreidd á síðasta ári. Þannig að óbólusettir ættu fara varlega innan um annað fólk,“ sagði Kári. Nú sé sú staða uppi að það stefni í að flest allir muni fá þessa veiru og hjarðónæmi muni nást þannig á næstu tveimur árum. Mikil umræða hefur verið um langtímaáhrif Covid-sjúkdómsins og því spurning hvort það sé áhættunnar virði að flestir fái þessa veiru. „Langtímaáhrifin af Covid eru í fyrsta lagi svolítið ýkt,“ svaraði Kári. „Þau eru til staðar en eru sjaldgæf og háð því hversu alvarlegur sjúkdómurinn var. Bóluefnin koma ekki bara til með að minnka alvarleika sjúkdómsins ef hann kemur, heldur minnka líka líkurnar á einhverskonar langtímaafleiðingum. Þannig að ég held að langtíma áhrif af af Covid-19 séu ekki eitt af því sem við þurfum að ströggla við hjá þeim sem eru bólusettir,“ sagði Kári. Hann sagði stöðuna vera þannig núna að veiran sé ekki einhver pest sem Íslendingar geti losað sig við á skammri stundu. Það muni taka tvö ár að ná upp hjarðónæmi en að mati Kára ætti það ekki þýða samkomutakmarkanir allan þann tíma, heldur að samfélagið verði á tánum gagnvart álagi á heilbrigðiskerfið. Hægt er að sjá Pallborðið þar sem rætt er við Kára í heild hér fyrir neðan:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Pallborðið Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira