Segir dómsmálaráðuneytið leggja stein í götu Landsflokksins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2021 20:04 Jóhann er formaður Landsflokksins, sem stofnaður var fyrr á þessu ári. Aðsend Landsflokknum, sem stofnaður var fyrr á þessu ári, hefur verið synjað um listabókstaf. Flokkurinn skilaði á fjórða hundrað undirskrifta til dómsmálaráðuneytisins, sem synjaði flokknum um bókstaf þar sem dagsetningu vantaði á undirskriftalista flokksins. Stofnandi hans telur ráðuneytið reyna að koma í veg fyrir að framboðið nái fram að ganga. RÚV greindi fyrst frá málinu en í samtali við Vísi sagði Jóhann Sigmarsson, sem stofnaði flokkinn í mars á þessu ári, að flokkurinn hafi skilað alls 342 undirskriftum til ráðuneytisins. Hann er ósáttur við upplýsingagjöf frá ráðuneytinu. Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis þurfa stjórnmálasamtök sem hyggjast bjóða fram til Alþingis að skila tilkynningu um framboðið til dómsmálaráðuneytisins. Tilkynningin þarf að vera undirrituð af minnst 300 kjósendum og skal vera dagsett, auk þess sem nöfn kjósenda, kennitölur og heimili verða þar að koma fram. „[Ráðuneytið] sagði að það vantaði dagsetningar á þetta,“ segir Jóhann og bætir því við að flokkurinn hafi verið í sambandi við ráðuneytið vegna listabókstafs nánast frá stofnun en ekki fengið upplýsingar um að dagsetja þyrfti listana, né að hægt væri að safna undirskriftum á þar til gert eyðublað frá ráðuneytinu. Eins og áður sagði er þó skýrt í lögunum að dagsetning þurfi að fylgja listanum. Fulltrúar frá flokknum hafi þá sett sig í samband við ráðuneytið þegar um 150 undirskriftum hafi verið safnað og ekki verið upplýstir um þetta. Eftir synjunina er flokkurinn aftur byrjaður að safna undirskriftum, í þetta skiptið á rafrænan hátt. Að sögn Jóhanns er það að beiðni ráðuneytisins. Segir fisk undir steini „Við vorum búin að safna þessum undirskriftum og þeir senda okkur í tvígang að safna þessum undirskriftum. Það er ekkert lýðræðislegt við það og þeir eru að reyna að ýta þessu framboði frá,“ segir Jóhann. Aðspurður hverjir það séu sem vilji leggja stein í götu Landsflokksins að hans mati svarar hann því til að þar eigi hann við dómsmálaráðuneytið. „Dómsmálaráðuneytið er undir Sjálfstæðisflokknum,“ segir Jóhann. Máli sínu til stuðnings bendir Jóhann á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi nýlega látið þau orð falla að það væru of margir flokkar á Alþingi. Í samtali við mbl.is í síðasta mánuði sagði Bjarni að það væri ekki góðs viti ef flokkum héldi áfram að fjölga á þingi, þar sem ekki hafi reynst auðvelt að mynda ríkisstjórn eftir síðustu kosningar. Frekari fjölgun flokka gæti þannig gert þá stöðu enn flóknari. Auglýsa eftir frambjóðendum Landsflokkurinn hefur ekki birt framboðslista í neinu kjördæmi og hefur óskað eftir frambjóðendum á lista. Í umfjöllun Fréttablaðsins um flokkinn fyrir helgi kom fram að einn þeirra sem nú vinnur að framboðinu sé Matthías Máni Erlingsson, talsmaður framboðsins. Hann er hvað þekktastur fyrir að hafa strokið af Litla Hrauni árið 2012. Þar segist hann hafa snúið við blaðinu og lagt gamla lífið á hilluna. Hann sé að íhuga að taka lista á sæti flokksins fyrir kosningarnar. Alþingiskosningar 2021 Stjórnsýsla Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá málinu en í samtali við Vísi sagði Jóhann Sigmarsson, sem stofnaði flokkinn í mars á þessu ári, að flokkurinn hafi skilað alls 342 undirskriftum til ráðuneytisins. Hann er ósáttur við upplýsingagjöf frá ráðuneytinu. Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis þurfa stjórnmálasamtök sem hyggjast bjóða fram til Alþingis að skila tilkynningu um framboðið til dómsmálaráðuneytisins. Tilkynningin þarf að vera undirrituð af minnst 300 kjósendum og skal vera dagsett, auk þess sem nöfn kjósenda, kennitölur og heimili verða þar að koma fram. „[Ráðuneytið] sagði að það vantaði dagsetningar á þetta,“ segir Jóhann og bætir því við að flokkurinn hafi verið í sambandi við ráðuneytið vegna listabókstafs nánast frá stofnun en ekki fengið upplýsingar um að dagsetja þyrfti listana, né að hægt væri að safna undirskriftum á þar til gert eyðublað frá ráðuneytinu. Eins og áður sagði er þó skýrt í lögunum að dagsetning þurfi að fylgja listanum. Fulltrúar frá flokknum hafi þá sett sig í samband við ráðuneytið þegar um 150 undirskriftum hafi verið safnað og ekki verið upplýstir um þetta. Eftir synjunina er flokkurinn aftur byrjaður að safna undirskriftum, í þetta skiptið á rafrænan hátt. Að sögn Jóhanns er það að beiðni ráðuneytisins. Segir fisk undir steini „Við vorum búin að safna þessum undirskriftum og þeir senda okkur í tvígang að safna þessum undirskriftum. Það er ekkert lýðræðislegt við það og þeir eru að reyna að ýta þessu framboði frá,“ segir Jóhann. Aðspurður hverjir það séu sem vilji leggja stein í götu Landsflokksins að hans mati svarar hann því til að þar eigi hann við dómsmálaráðuneytið. „Dómsmálaráðuneytið er undir Sjálfstæðisflokknum,“ segir Jóhann. Máli sínu til stuðnings bendir Jóhann á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi nýlega látið þau orð falla að það væru of margir flokkar á Alþingi. Í samtali við mbl.is í síðasta mánuði sagði Bjarni að það væri ekki góðs viti ef flokkum héldi áfram að fjölga á þingi, þar sem ekki hafi reynst auðvelt að mynda ríkisstjórn eftir síðustu kosningar. Frekari fjölgun flokka gæti þannig gert þá stöðu enn flóknari. Auglýsa eftir frambjóðendum Landsflokkurinn hefur ekki birt framboðslista í neinu kjördæmi og hefur óskað eftir frambjóðendum á lista. Í umfjöllun Fréttablaðsins um flokkinn fyrir helgi kom fram að einn þeirra sem nú vinnur að framboðinu sé Matthías Máni Erlingsson, talsmaður framboðsins. Hann er hvað þekktastur fyrir að hafa strokið af Litla Hrauni árið 2012. Þar segist hann hafa snúið við blaðinu og lagt gamla lífið á hilluna. Hann sé að íhuga að taka lista á sæti flokksins fyrir kosningarnar.
Alþingiskosningar 2021 Stjórnsýsla Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira