Hefur komið til tals að veita bólusettum sérréttindi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 13:59 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Stefna sóttvarnayfirvalda er enn að halda bólusetningum áfram og vernda viðkvæmustu hópa samfélagsins, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis, sem bindur vonir við að sjá fram á eðlilegra líf þegar bólusetningaátaki stjórnvalda lýkur á næstu mánuðum. Til tals hefur komið að taka upp svo kallaða Covid-passa eða hraðpróf á fjölförnum stöðum. Hundrað og sex hið minnsta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, og þar af voru sextíu og tveir utan sóttkvíar. Einn greindist við landamærin. Athygli vakti að í gær var haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að breytingar yrðu á stefnu sóttvarnayfirvalda í kórónuveirufaraldrinum, og að kórónuveirunni leyft að ganga áfram þar til hjarðónæmi næst. Þórólfur lýsti því í framhaldinu yfir að þarna hefði ákveðins misskilnings gætt. Hann er nú í sumarfríi en Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill hans, segir að stefnan sé áfram sú sama; að vernda viðkvæmustu hópa samfélagsins með bólusetningu. Gagnasöfnun í nýju yfirstandandi bylgju „Svo erum við að skoða núna að fara sem hraðast af stað með það að bólusetja til dæmis þá sem fengu bólusetningu fyrst, sem eru aldraðir á hjúkrunarheimilum. Þeir sem eru nógu sprækir til þess að óska eftir því að fá örvun á þessa bólusetningu verður boðið upp á hana núna mjög fljótlega,“ segir Kamilla. Að bólusetningaátaki stjórnvalda loknu muni fólk mögulega sjá fram á eðlilegra líf. „Mögulega. Við erum að safna saman gögnunum sem eru að koma inn núna útaf þessari bylgju, bæði hvað varðar áhættumatið hjá Covid-göngudeildinni fyrir einstaklinginn og hver var reyndin. Þeir sem þeir mátu í hárri áhættu, er einhver munur á því hvort þeir lentu á sjúkrahúsi eða ekki eftir því hvort þeir voru bólusettir eða ekki. Við búumst frekar við því að bólusetningin muni sannreyna sig áfram.“ Bólusettir geti verið mjög smitandi Til skoðunar hefur komið að veita bólusettum önnur réttindi í samfélaginu, svipað og í Frakklandi, sem og hraðpróf. „Þetta hefur komið til tals. Það má í rauninni færa rök fyrir því að þetta sé nú þegar til staðar að einhverju leyti varðandi landamærin, þó að það hafi svo sem ekki verið tilgangurinn með þessum landamæraaðgerðum að með einhver sérstök fríðindi fyrir þá sem eru bólusettir, heldur meira í rauninni horfast í augu við það að ef þú ert bólusettur þá eru minni líkur á að þú berir veiruna hingað. En það hefur náttúrlega sýnt sig að bólusettir eru greinilega að bera veiruna hingað og það er búið að staðfesta það að þeir sem veikjast eða smitast, sem eru bólusettir, geta verið mjög smitandi líka eins og þeir sem eru óbólusettir,“ segir Kamilla. „Þannig að það má alveg skoða þetta en það er ákveðið vandamál að ætla að gera sérstaklega eitthvað sem okkur finnst vera svona nánast almenn mannréttindi, að einhverjum fríðindum fyrir ákveðinn hóp. Það þyrfti þá allavega að skoða mjög vel að nota þá til dæmis hraðgreiningarpróf á móti þannig að ef þú ert ekki bólusettur að þá getirðu komist inn í sambærilegar aðstæður með einhverjum öðrum hætti, svo sem með því að vera með neikvætt hraðgreiningarpróf sem er gert samdægurs eða daginn áður eða eitthvað svoleiðis til þess að draga úr smithættu. Af því að það að vera bólusettur er ekki algjör fríun frá smithættu og ef þú ert smitaður þá geturðu smitað aðra.“ En það er eitthvað sem er raunverulega til skoðunar? „Það er ekki kerfisbundið til skoðunar, þetta hefur komið til tals og þetta er eitthvað sem einhverjir aðrir en við gætu viljað skoða betur og það er þá alveg réttmætt að skoða það. Við myndum bara gefa álit ef við erum beðin um það en þetta er ekki eitthvað sem við myndum endilega mæla með þar sem þetta hefur ákveðnar takmarkanir sem sóttvarnaráðstöfun. En það má alltaf skipta um skoðun eftir því sem við lærum að nota meira hraðgreiningapróf og fleira.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir „Auðvitað er þetta ekki þannig að veiran verði látin geisa hér yfir allt“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki stefnan að láta kórónuveiruna „geisa hér yfir allt“, þrátt fyrir orð hans í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun um nú þyrfti að „reyna að ná þessu hjarðónæmi með því að láta veiruna einhvern veginn ganga“. 8. ágúst 2021 20:26 Ná þurfi hjarðónæmi með því að láta veiruna ganga Sóttvarnalæknir telur að nú verði að reyna að ná fram hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta hana ganga áfram, en reyna að koma í veg fyrir alvarleg veikindi með því að hlífa viðkvæmum hópum. Hann segir markmiðið á þessum tímapunkti ekki geta verið að útrýma veirunni úr samfélaginu. 8. ágúst 2021 12:13 Ekki viss um að hjarðónæmi sé besta leiðin Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, hefur efasemdir um ágæti þess að reyna að ná fram hjarðónæmi við Delta-afbrigði kórónuveirunnar. Verði það hins vegar stefnan sé mikilvægast að reyna að vernda viðkvæma hópa. 8. ágúst 2021 19:10 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Sjá meira
Hundrað og sex hið minnsta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, og þar af voru sextíu og tveir utan sóttkvíar. Einn greindist við landamærin. Athygli vakti að í gær var haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að breytingar yrðu á stefnu sóttvarnayfirvalda í kórónuveirufaraldrinum, og að kórónuveirunni leyft að ganga áfram þar til hjarðónæmi næst. Þórólfur lýsti því í framhaldinu yfir að þarna hefði ákveðins misskilnings gætt. Hann er nú í sumarfríi en Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill hans, segir að stefnan sé áfram sú sama; að vernda viðkvæmustu hópa samfélagsins með bólusetningu. Gagnasöfnun í nýju yfirstandandi bylgju „Svo erum við að skoða núna að fara sem hraðast af stað með það að bólusetja til dæmis þá sem fengu bólusetningu fyrst, sem eru aldraðir á hjúkrunarheimilum. Þeir sem eru nógu sprækir til þess að óska eftir því að fá örvun á þessa bólusetningu verður boðið upp á hana núna mjög fljótlega,“ segir Kamilla. Að bólusetningaátaki stjórnvalda loknu muni fólk mögulega sjá fram á eðlilegra líf. „Mögulega. Við erum að safna saman gögnunum sem eru að koma inn núna útaf þessari bylgju, bæði hvað varðar áhættumatið hjá Covid-göngudeildinni fyrir einstaklinginn og hver var reyndin. Þeir sem þeir mátu í hárri áhættu, er einhver munur á því hvort þeir lentu á sjúkrahúsi eða ekki eftir því hvort þeir voru bólusettir eða ekki. Við búumst frekar við því að bólusetningin muni sannreyna sig áfram.“ Bólusettir geti verið mjög smitandi Til skoðunar hefur komið að veita bólusettum önnur réttindi í samfélaginu, svipað og í Frakklandi, sem og hraðpróf. „Þetta hefur komið til tals. Það má í rauninni færa rök fyrir því að þetta sé nú þegar til staðar að einhverju leyti varðandi landamærin, þó að það hafi svo sem ekki verið tilgangurinn með þessum landamæraaðgerðum að með einhver sérstök fríðindi fyrir þá sem eru bólusettir, heldur meira í rauninni horfast í augu við það að ef þú ert bólusettur þá eru minni líkur á að þú berir veiruna hingað. En það hefur náttúrlega sýnt sig að bólusettir eru greinilega að bera veiruna hingað og það er búið að staðfesta það að þeir sem veikjast eða smitast, sem eru bólusettir, geta verið mjög smitandi líka eins og þeir sem eru óbólusettir,“ segir Kamilla. „Þannig að það má alveg skoða þetta en það er ákveðið vandamál að ætla að gera sérstaklega eitthvað sem okkur finnst vera svona nánast almenn mannréttindi, að einhverjum fríðindum fyrir ákveðinn hóp. Það þyrfti þá allavega að skoða mjög vel að nota þá til dæmis hraðgreiningarpróf á móti þannig að ef þú ert ekki bólusettur að þá getirðu komist inn í sambærilegar aðstæður með einhverjum öðrum hætti, svo sem með því að vera með neikvætt hraðgreiningarpróf sem er gert samdægurs eða daginn áður eða eitthvað svoleiðis til þess að draga úr smithættu. Af því að það að vera bólusettur er ekki algjör fríun frá smithættu og ef þú ert smitaður þá geturðu smitað aðra.“ En það er eitthvað sem er raunverulega til skoðunar? „Það er ekki kerfisbundið til skoðunar, þetta hefur komið til tals og þetta er eitthvað sem einhverjir aðrir en við gætu viljað skoða betur og það er þá alveg réttmætt að skoða það. Við myndum bara gefa álit ef við erum beðin um það en þetta er ekki eitthvað sem við myndum endilega mæla með þar sem þetta hefur ákveðnar takmarkanir sem sóttvarnaráðstöfun. En það má alltaf skipta um skoðun eftir því sem við lærum að nota meira hraðgreiningapróf og fleira.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir „Auðvitað er þetta ekki þannig að veiran verði látin geisa hér yfir allt“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki stefnan að láta kórónuveiruna „geisa hér yfir allt“, þrátt fyrir orð hans í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun um nú þyrfti að „reyna að ná þessu hjarðónæmi með því að láta veiruna einhvern veginn ganga“. 8. ágúst 2021 20:26 Ná þurfi hjarðónæmi með því að láta veiruna ganga Sóttvarnalæknir telur að nú verði að reyna að ná fram hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta hana ganga áfram, en reyna að koma í veg fyrir alvarleg veikindi með því að hlífa viðkvæmum hópum. Hann segir markmiðið á þessum tímapunkti ekki geta verið að útrýma veirunni úr samfélaginu. 8. ágúst 2021 12:13 Ekki viss um að hjarðónæmi sé besta leiðin Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, hefur efasemdir um ágæti þess að reyna að ná fram hjarðónæmi við Delta-afbrigði kórónuveirunnar. Verði það hins vegar stefnan sé mikilvægast að reyna að vernda viðkvæma hópa. 8. ágúst 2021 19:10 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Sjá meira
„Auðvitað er þetta ekki þannig að veiran verði látin geisa hér yfir allt“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki stefnan að láta kórónuveiruna „geisa hér yfir allt“, þrátt fyrir orð hans í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun um nú þyrfti að „reyna að ná þessu hjarðónæmi með því að láta veiruna einhvern veginn ganga“. 8. ágúst 2021 20:26
Ná þurfi hjarðónæmi með því að láta veiruna ganga Sóttvarnalæknir telur að nú verði að reyna að ná fram hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta hana ganga áfram, en reyna að koma í veg fyrir alvarleg veikindi með því að hlífa viðkvæmum hópum. Hann segir markmiðið á þessum tímapunkti ekki geta verið að útrýma veirunni úr samfélaginu. 8. ágúst 2021 12:13
Ekki viss um að hjarðónæmi sé besta leiðin Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, hefur efasemdir um ágæti þess að reyna að ná fram hjarðónæmi við Delta-afbrigði kórónuveirunnar. Verði það hins vegar stefnan sé mikilvægast að reyna að vernda viðkvæma hópa. 8. ágúst 2021 19:10