Megum engan tíma missa Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 9. ágúst 2021 12:30 Við verðum að stöðva hlýnun Jarðar. Það eru svo sem ekki neinar nýjar fréttir, en skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) rennir enn sterkari vísindalegum stoðum undir afleiðingar loftslagsbreytinga og alvarleika þeirra. Við megum engan tíma missa. Það er staðreynd. Það þarf að stöðva losun gróðurhúsalofttegunda svo hlýnun jarðar stöðvist. Ef horft er til núverandi markmiða sem ríki heims hafa sett fram, þá stefnir í að við náum ekki heildarmarkmiðum okkar sem mannkyn í samræmi við Parísarsamkomulagið. Þess vegna er bráðnauðsynlegt að stíga stærri skref og hlaupa hraðar. Þegar ég tók við sem umhverfis- og auðlindaráðherra fyrir bráðum 4 árum hafði pólitískur doði ríkt í loftslagsmálum í of langan tíma. Nú hefur blaðinu hins vegar verið snúið við. Í upphafi þessa kjörtímabils setti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur markið á 40% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fram til 2030, en það höfum við nýlega uppfært í samvinnu við Evrópusambandið og Noreg, upp í 55%. Á næsta kjörtímabili þarf Ísland að ganga enn lengra að mínu mati. Um það munu kosningarnar í haust meðal annars snúast. Við vitum um hvað málið snýst og við vitum hvað þarf að gera. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur í sinni tíð sett fram fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum. Þar eru settar fram 48 aðgerðir sem miða að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinni bindingu kolefnis. Þessi aðgerðaáætlun mun taka sífelldum breytingum í takti við tækniframfarir og uppfærð markmið Íslands. Við höfum stóraukið mannauð í stjórnsýslu og eflt rannsóknir til muna. Þessar aðgerðir munu skila árangri á næstu árum og fleiri aðgerðir munu bætast við. Við vinnum nú einnig að stefnu um aðlögun samfélagsins að loftslagsbreytingum og sviðsmyndum fyrir kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Á Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í Glasgow í nóvember verða þjóðarleiðtogar að taka sameiginlega stefnu í loftslagsmálum sem forðar mannkyni frá því að „kæfa plánetuna okkar og setja milljarða manna í hættu“, líkt og António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í dag. Í Glasgow þurfa vísindin og ný skýrsla IPCC að vísa veginn og það mun ekki standa á mér verði ég enn þá fulltrúi Íslands á þessum vettvangi. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Loftslagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Við verðum að stöðva hlýnun Jarðar. Það eru svo sem ekki neinar nýjar fréttir, en skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) rennir enn sterkari vísindalegum stoðum undir afleiðingar loftslagsbreytinga og alvarleika þeirra. Við megum engan tíma missa. Það er staðreynd. Það þarf að stöðva losun gróðurhúsalofttegunda svo hlýnun jarðar stöðvist. Ef horft er til núverandi markmiða sem ríki heims hafa sett fram, þá stefnir í að við náum ekki heildarmarkmiðum okkar sem mannkyn í samræmi við Parísarsamkomulagið. Þess vegna er bráðnauðsynlegt að stíga stærri skref og hlaupa hraðar. Þegar ég tók við sem umhverfis- og auðlindaráðherra fyrir bráðum 4 árum hafði pólitískur doði ríkt í loftslagsmálum í of langan tíma. Nú hefur blaðinu hins vegar verið snúið við. Í upphafi þessa kjörtímabils setti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur markið á 40% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fram til 2030, en það höfum við nýlega uppfært í samvinnu við Evrópusambandið og Noreg, upp í 55%. Á næsta kjörtímabili þarf Ísland að ganga enn lengra að mínu mati. Um það munu kosningarnar í haust meðal annars snúast. Við vitum um hvað málið snýst og við vitum hvað þarf að gera. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur í sinni tíð sett fram fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum. Þar eru settar fram 48 aðgerðir sem miða að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinni bindingu kolefnis. Þessi aðgerðaáætlun mun taka sífelldum breytingum í takti við tækniframfarir og uppfærð markmið Íslands. Við höfum stóraukið mannauð í stjórnsýslu og eflt rannsóknir til muna. Þessar aðgerðir munu skila árangri á næstu árum og fleiri aðgerðir munu bætast við. Við vinnum nú einnig að stefnu um aðlögun samfélagsins að loftslagsbreytingum og sviðsmyndum fyrir kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Á Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í Glasgow í nóvember verða þjóðarleiðtogar að taka sameiginlega stefnu í loftslagsmálum sem forðar mannkyni frá því að „kæfa plánetuna okkar og setja milljarða manna í hættu“, líkt og António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í dag. Í Glasgow þurfa vísindin og ný skýrsla IPCC að vísa veginn og það mun ekki standa á mér verði ég enn þá fulltrúi Íslands á þessum vettvangi. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun