Haukur bílasali sem ferðast um á dráttarvél Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. ágúst 2021 20:06 Haukur alsæll með dráttarvélina sína, sem hann notar oft og iðulega til að fara í og úr vinnu. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við verðum að viðhalda sveitastemmingunni“ segir bílasali á Selfossi og aðdáandi dráttarvéla en hann fer meira og minna allar sínar ferðir á Massey Ferguson dráttarvél. Bílasalinn segir ökumenn mjög tillitssama þegar hann er á dráttarvélinni. Haukur Baldvinsson og fjölskylda búa á bænum Austurási rétt fyrir utan Selfoss þar sem þau eru með myndarlegt hrossaræktarbú. Haukur sækir vinnu daglega á Toyota bílasöluna á Selfossi, sem hann rekur og þá er hann ekkert að nota Toyota bíla til að fara í og úr vinnu, nei hann notar Massey Ferguson dráttarvél enda mikill áhugamaður um þá tegund af dráttarvélum. Haukur er snyrtimenni mikið og geymir dráttarvélina alltaf inni á nóttunni og bónar hana reglulega. „Já, ég fer á dráttarvélinni í og úr vinnu, ekki alltaf en mjög oft, maður þarf aðeins að viðhalda sveitastemmingunni. Þetta er nú bara miðlungs vél, sem er ekkert óalgeng í sveitinni. Við erum hobbí bændur með hrossabúskap, þetta er vél sem dugar okkur í þau verk, sem þar eru,“ segir Haukur ánægður með traktorinn sinn. Haukur Baldvinsson, sem rekur Toyota bílasöluna á Selfossi ferðast oftar en ekki á Massey Ferguson dráttarvél í og úr vinnu. Hér er hann að koma í vinnuna á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, já, þetta viðheldur aðeins sveitarómantíkinni í hjartanu á manni. Ég tala nú ekki um í ört stækkandi bæjarfélagi eins og Selfossi, að grípa aðeins dráttarvélina og fara á henni í vinnuna, það er bara gaman.“ Haukur segist alltaf fá þó nokkra athygli þegar hann ferðast um á dráttarvélinni. En hvernig taka ökumenn honum? „Bara mjög vel, þessar vélar halda upp undir 50 kílómetra hraða, þannig að maður er ekki mikið fyrir en annars taka menn manni vel og maður víkur ef maður getur vikið og annað, það er minnsta málið.“ Haukur er líka með flottan póstkassa við bæinn sinn? „Já, tókstu eftir það, það verður einhvern veginn að halda stílnum og að hafa Massey Ferguson póstkassa líka, þetta er nú smá nostalgía í þessu. En ég á ekki Massey Ferguson húfu, ég þarf að kaupa mér eina slíka," sagði Haukur glaður í bragði. Póstkassinn í Austurási er vel merktur Massey Ferguson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Landbúnaður Bílar Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Haukur Baldvinsson og fjölskylda búa á bænum Austurási rétt fyrir utan Selfoss þar sem þau eru með myndarlegt hrossaræktarbú. Haukur sækir vinnu daglega á Toyota bílasöluna á Selfossi, sem hann rekur og þá er hann ekkert að nota Toyota bíla til að fara í og úr vinnu, nei hann notar Massey Ferguson dráttarvél enda mikill áhugamaður um þá tegund af dráttarvélum. Haukur er snyrtimenni mikið og geymir dráttarvélina alltaf inni á nóttunni og bónar hana reglulega. „Já, ég fer á dráttarvélinni í og úr vinnu, ekki alltaf en mjög oft, maður þarf aðeins að viðhalda sveitastemmingunni. Þetta er nú bara miðlungs vél, sem er ekkert óalgeng í sveitinni. Við erum hobbí bændur með hrossabúskap, þetta er vél sem dugar okkur í þau verk, sem þar eru,“ segir Haukur ánægður með traktorinn sinn. Haukur Baldvinsson, sem rekur Toyota bílasöluna á Selfossi ferðast oftar en ekki á Massey Ferguson dráttarvél í og úr vinnu. Hér er hann að koma í vinnuna á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, já, þetta viðheldur aðeins sveitarómantíkinni í hjartanu á manni. Ég tala nú ekki um í ört stækkandi bæjarfélagi eins og Selfossi, að grípa aðeins dráttarvélina og fara á henni í vinnuna, það er bara gaman.“ Haukur segist alltaf fá þó nokkra athygli þegar hann ferðast um á dráttarvélinni. En hvernig taka ökumenn honum? „Bara mjög vel, þessar vélar halda upp undir 50 kílómetra hraða, þannig að maður er ekki mikið fyrir en annars taka menn manni vel og maður víkur ef maður getur vikið og annað, það er minnsta málið.“ Haukur er líka með flottan póstkassa við bæinn sinn? „Já, tókstu eftir það, það verður einhvern veginn að halda stílnum og að hafa Massey Ferguson póstkassa líka, þetta er nú smá nostalgía í þessu. En ég á ekki Massey Ferguson húfu, ég þarf að kaupa mér eina slíka," sagði Haukur glaður í bragði. Póstkassinn í Austurási er vel merktur Massey Ferguson.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Landbúnaður Bílar Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira