Vill takmarka frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2021 18:46 Kári Stefánsson leggur til nokkrar aðgerðir til að ráðast í strax, þar á meðal að takmarka frelsi óbólusettra. Vísir/Vilhelm Takmarka ætti að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu gegn Covid-19 til umgengni við annað fólk, að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir ekki hægt að grípa til sömu aðgerða og við upphaf faraldursins. Skerðing á frelsi óbólusetts fólks er á meðal aðgerða sem Kári leggur til að stjórnvöld ráðist í á þeim grundvelli að nú þurfi landsmenn að sætta sig við stöðuna. Áður en bólusetning gegn kórónuveirunni hófst hafi verið ljóst hvað þyrfti að gera til að hefta útbreiðslu hennar: samkomutakmarkanir, ferðatakmarkanir, einangrun smitaðra og vernd viðkvæmra hópa. „Kostnaður af þessum aðgerðum var mikill bæði í fé og frelsi. Að mínu mati er ekki réttlætanlegt að grípa til samskonar aðgerða í dag vegna þess að í fyrsta lagi er mikill meiri hluti þjóðarinnar vel varinn gegn alvarlegum sjúkdómi með bólusetningu og í öðru lagi er líklegt að núverandi ástand vari í allt að tveimur árum þannig að við getum ekki haldið niður í okkur andanum uns það hverfur,“ skrifar Kári í pistli sem birtist meðal annars á Vísi. Nú þurfi fólk æðruleysi til að sætta sig við ástandið. Kári segir þó að bólusetning veiti góða vörn gegn alvarlegum veikindum veiti hún mikli minni vörn gegn smiti en vonast var til. „Þetta þýðir að við verðum að reikna með því að það hver bylgjan á fætur annarri muni ganga yfir þjóðina þangað til 75-80% af henni hefur smitast og við höfum náð hjarðónæmi,“ skrifar Kári. Verkefni sóttvarnayfirvalda sé nú að tryggja að bylgjurnar verði ekki svo stórar að þær sligi heilbrigðiskerfið eða atvinnuvegi þjóðarinnar. Því harðari sem aðgerðirnar til að hemja bylgjurnar verða því lengri tíma taki það að ná hjarðónæmi. Hefji nýja bólusetningarherferð Leggur Kári til nokkrar aðgerðir sem grípa ætti til strax: bæta við annarri gjörgæsludeild við Landspítalann, hefja bólusetningarherferð með því að bæta við skammti af Janssen-bóluefninu, bólusetja börn og gefa fólki með alvarlega sjúkdóma og öldruðum þriðja skammt. „Takmarka að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu til umgengni við aðra í samfélaginu,“ skrifar Kári. Þá vill hann að allir verði skimaðir sem koma til landsins án tillits til bólusetningar því raðgreiningarniðurstöður bendi til þess að veiran flæði stöðugt inn í landið. „Þetta er ástand sem kallar á vilja, getu og kjark til þess að horfast í augu við veiruna án þess að depla auga. Stundum er ekkert hvorki erfiðara né skynsamlegra en að láta hendur hvíla í skauti sér. Nú erum við í ástandi sem kallar á æðruleysi,“ skrifar Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Skerðing á frelsi óbólusetts fólks er á meðal aðgerða sem Kári leggur til að stjórnvöld ráðist í á þeim grundvelli að nú þurfi landsmenn að sætta sig við stöðuna. Áður en bólusetning gegn kórónuveirunni hófst hafi verið ljóst hvað þyrfti að gera til að hefta útbreiðslu hennar: samkomutakmarkanir, ferðatakmarkanir, einangrun smitaðra og vernd viðkvæmra hópa. „Kostnaður af þessum aðgerðum var mikill bæði í fé og frelsi. Að mínu mati er ekki réttlætanlegt að grípa til samskonar aðgerða í dag vegna þess að í fyrsta lagi er mikill meiri hluti þjóðarinnar vel varinn gegn alvarlegum sjúkdómi með bólusetningu og í öðru lagi er líklegt að núverandi ástand vari í allt að tveimur árum þannig að við getum ekki haldið niður í okkur andanum uns það hverfur,“ skrifar Kári í pistli sem birtist meðal annars á Vísi. Nú þurfi fólk æðruleysi til að sætta sig við ástandið. Kári segir þó að bólusetning veiti góða vörn gegn alvarlegum veikindum veiti hún mikli minni vörn gegn smiti en vonast var til. „Þetta þýðir að við verðum að reikna með því að það hver bylgjan á fætur annarri muni ganga yfir þjóðina þangað til 75-80% af henni hefur smitast og við höfum náð hjarðónæmi,“ skrifar Kári. Verkefni sóttvarnayfirvalda sé nú að tryggja að bylgjurnar verði ekki svo stórar að þær sligi heilbrigðiskerfið eða atvinnuvegi þjóðarinnar. Því harðari sem aðgerðirnar til að hemja bylgjurnar verða því lengri tíma taki það að ná hjarðónæmi. Hefji nýja bólusetningarherferð Leggur Kári til nokkrar aðgerðir sem grípa ætti til strax: bæta við annarri gjörgæsludeild við Landspítalann, hefja bólusetningarherferð með því að bæta við skammti af Janssen-bóluefninu, bólusetja börn og gefa fólki með alvarlega sjúkdóma og öldruðum þriðja skammt. „Takmarka að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu til umgengni við aðra í samfélaginu,“ skrifar Kári. Þá vill hann að allir verði skimaðir sem koma til landsins án tillits til bólusetningar því raðgreiningarniðurstöður bendi til þess að veiran flæði stöðugt inn í landið. „Þetta er ástand sem kallar á vilja, getu og kjark til þess að horfast í augu við veiruna án þess að depla auga. Stundum er ekkert hvorki erfiðara né skynsamlegra en að láta hendur hvíla í skauti sér. Nú erum við í ástandi sem kallar á æðruleysi,“ skrifar Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira