Bankarnir eru baggi á samfélaginu Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson skrifa 6. ágúst 2021 09:30 Núna hafa bankarnir birt uppgjör sín eftir fyrri hluta þessa árs og samanlagður hagnaður þeirra nemur 37 milljörðum króna. Ef síðari hluti ársins verður þeim jafn gjöfull, gæti árshagnaður þeirra orðið 74 milljarðar. Athugum að hér er um HAGNAÐ að ræða. Ekki veltu, heldur hagnað eftir að allur launakostnaður, húsnæðiskostnaður, skattar, risna, og hvaðeina sem rekstur banka felur í sér, hefur verið greiddur. Þetta er fáránlega há tala, ekki síst í því kreppuástandi sem ríkir í heiminum í dag og það er full ástæða til að setja hana í samhengi. 200.000 á mann úr okkar vösum Fyrst og fremst er nauðsynlegt að við áttum okkur á því að þetta fé verður ekki til úr engu. Þessi hagnaður er tekinn af okkur, fólkinu, heimilunum og fyrirtækjunum í landinu. Þetta eru fjármunir sem einstaklingum og fyrirtækjum myndi muna um. Þetta fé er ekki orðið til af því að bankamenn séu svo klárir í fjárfestingum og dæmin um að þeir séu það alls ekki, eru fjölmörg. Þessar tölur sýna einfaldlega fram á aðstöðu bankanna og skjaldborgina sem hefur verið reist í kringum þá. Þessar tölur sýna fram á að litið er á okkur, fólkið í landinu, sem einhverskonar fóður eða „auðlind“ sem þeir geta gengið í að vild. Gott dæmi um það er að þó að stýrivextir hafi lækkað mikið frá undirritun Lífskjarasamningsins hefur sú lækkun skilað sér seint og illa út í samfélagið. Aftur á móti voru bankarnir fljótir að hækka þegar stýrivextir voru hækkaðir. Ekki ósvipað olíufélögunum sem leika sér með sveiflur á gengi og heimsmarkaðsverði neytendum í óhag. Taumlaus græðgi Við nánari skoðun og samanburð á þróun vaxtaálags bankanna, í samanburði við fjármögnunarkostnað, eru niðurstaðan hrollvekjandi. Neðst í greininni eru myndrit sem sýna hvernig bankarnir hafa skilað ávinningi samfélagsins af vaxtalækkunum til neytenda. Á myndunum má sjá hvernig álagning bankanna hefur aukist um mörg hundruð prósent á meðan innlánsvextir hafa nánast farið í núllið. Fjármunir bankanna koma í raun frá heimilunum, frá fólkinu í landinu, með beinum og óbeinum hætti. Heimilin eru undirstaða þjóðfélagsins því án þeirra væri ekki þörf fyrir nein fyrirtæki, hvað þá einhverja fjárfesta. Vaxtastig bankanna er augljóslega óþarflega hátt og það getur ekki talist eðlilegt að ef svo fer sem horfir jafngildi hagnaður bankanna því að hver einasti einstaklingur í 360.000 manna þjóðfélagi leggi 200.000 krónur í púkkið Á EINU ÁRI! Það er ansi margt sem fjögurra manna fjölskylda gæti gert fyrir 800.000 krónur. Hvað er hægt að gera fyrir 70 milljarða? Auðvitað er ekki öruggt að hagnaður bankanna verði nákvæmlega jafn mikill á seinni hluta ársins og á þeim fyrri. Hann gæti orðið minni en það er alveg eins líklegt að hann verði meiri. En hversu miklir fjármunir eru þetta í raun og veru? Til að setja þessa upphæð í samhengi er ágætt að skoða aðeins ríkisfjármálin til samanburðar: Fjárlög þessa árs gera ráð fyrir 46 milljarða fjármagnskostnaði ríkissjóðs. Fyrir 70 milljarða er hægt að dekka hann í meira en ár. Ríkið greiðir 19,5 milljarða í fæðingarorlof á ári. Rekstur dvalar- og hjúkrunarrýma kostar ríkið 56 milljarða á ári. Fyrir 70 milljarða væri hægt að reka þau öll þannig að sómi væri að. Áætlað er að eyða tæpum 4 milljarða á þessu ári í fjárfestingu í nýjum eða endurbættum dvalar- og hjúkrunarrýmum. Hægt væri að stórauka uppbyggingu á þessu sviði. Heildarframlög til lögreglunnar eru innan við 20 milljarðar ár hvert. Hægt væri að fjölga verulega starfandi lögreglumönnum fyrir aðeins brot af 70 milljörðum. Ríkið áætlar að verja rétt tæpum 5 milljörðum króna í náttúruvernd, skógrækt og landgræðslu á þessu ári. Ekki hefur verið tryggt fjármagn fyrir niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu nema að litlum hluta. Mögulega er hægt að gera það að fullu fyrir aðeins brot af þeim 70 milljörðum sem um ræðir. Ellilífeyris- og örorkugreiðslur eru samtals um 170 milljarðar á ári. Hægt er að hækka tekjutryggingu almannatrygginga um tugi prósenta fyrir 70 milljarða. Kostnaðurinn við að byggja 40 íbúða blokk er um 1,6 milljarður. Fyrir 70 milljarða mætti byggja um 1750 íbúðir og fyrir 900 milljarða hefði verið hægt að byggja 22.500 íbúðir og nú er húsnæðiskreppa. Við þetta má bæta að fyrir 70 milljarða er hægt að byggja heilt hátæknisjúkrahús eða gera 8 Sundabrautir. Hvort um sig eru fjárfrekar framkvæmdir sem seint eða aldrei hafa komist til framkvæmda því ríkið þarf að „forgangsraða“. Hvernig væri að ríkisstjórnin, sem ber fulla ábyrgð á að leyfa þessu bulli að viðgangast, forgangsraði þannig að heimilin og fólkið, séu sett ofar fjármagni? Væri það ekki stórkostlegt ef næsta ríkisstjórn myndi stöðva óheftan aðgang bankanna að „auðlindinni“ heimilin? Eða létu þá að minnsta kosti greiða fullt verð fyrir sem næmi 90% af hagnaði þeirra á ári hverju svo hægt væri að nýta hann til samfélagslegra verkefna. Það er ljóst og algjörlega fullreynt að fáir flokkar á Alþingi munu fara gegn bönkunum með nokkrum hætti. Kjósendur sem hafa fengið nóg af því að fóðra bankanna með tugum og hundruðum þúsunda aukalega á hverju ári, verða að beina atkvæði sínu að þeim sem þeir treysta til að taka þennan slag. Minnisvarði um samfélagsmein Ef framlög ríkisins vegna fæðingarorlofs, dvalar- og hjúkrunarheimila, lögreglunnar, og náttúruverndar yrðu öll aukin um 50% væri búið að eyða 42,5 milljörðum af þessum 70. Fyrir afganginn væri hægt að hækka ellilífeyris og örorkugreiðslur um 20%. Við sem þetta ritum gerum okkur grein fyrir því að dæmið er ekki alveg svona einfalt, en tilgangur þessarar framsetningar er fyrst og fremst sá að sýna fram á hversu gríðarlegir fjármunir eru fastir inni í bankakerfinu, þegar samfélagið þarf svo sárlega á þeim að halda. Við skulum ekki gleyma því að bankarnir eru stærstu kennitöluflakkarar landsins. Þeim var bjargað úr gjaldþroti með því að RÍKIÐ gaf þeim nýja kennitölu og leyfði þeim að halda áfram rekstri, án þess að nokkuð annað sem máli skipti breyttist. Gamall grautur var einfaldlega settur í nýja skál og auglýsingastofur ráðnar til að fara í yfirborðskenndar ímyndaherferðir. Á þeim 12 árum sem liðin eru síðan bankarnir fengu nýju kennitölurnar sínar, höfðu þeir hagnast um um 870 milljarða í lok síðasta árs. Þegar hagnaður fyrri hluta þessa árs bætist við er heildarhagnaður þeirra orðinn 900 milljarðar, 900 þúsund milljónir króna! Fyrir 900 milljarða hefði t.d. Verið hægt að reisa 10 - 12 hátæknisjúkrahús og frá því bankarnir fengu nýjar kennitölur hefur hver einasti einstaklingur í 360.000 manna þjóðfélagi lagt 2,5 milljónir í púkkið. Ætli einhverju okkar hefði munað um þá fjármuni? Ætli fjögurra manna kjarnafjölskyldan hefði getað nýtt þessar 10 milljónir til einhvers annars en að fóðra bankana? Af þessu hefur ríkissjóður fengið 145 milljarða í skatta. Restin, 725 milljarðar eru hreinn hagnaður eigenda/fjárfesta. Það er staðreynd að bankarnir hafa margfaldað álagningu sína síðustu ár. Svo mikið að það nemur mörg hundruð prósentum. Þrátt fyrir lækkun bankaskatts hafa lægri vextir og lægri fjármögnunarkostnaður bankanna að mestu farið í vasa þeirra sjálfra og auðvelt er að álykta sem svo að bankarnir hafa tekið til sín mesta ávinning vaxtalækkana síðustu ára. En þrátt fyrir að bankarnir hafi stöðugt aukið álagningu og hirt ávinning af lækkun bankaskatts er fólkinu á gólfinu fækkað, útibúum lokað, og þjónusta stórlega skert. Til að bæta gráu ofan á svart er banki allra landsmanna að reisa höfuðstöðvar, í mikilli óþökk þjóðarinnar, á dýrasta byggingareit landsins, sannkallaðan minnisvarða um samfélagsmein. Áætlað er að herlegheitin kosti litlar 12.000 milljónir. Á meðan verkamenn blágrýtishjúpa höfuðstöðvarnar standa hundruð þúsunda fermetra af hagkvæmu skrifstofurými tómt. Á sama tíma ríkir kreppa á húsnæðismarkaði. Keðjuverkandi áhrif sem lama samfélagið Hvernig væri þjóðfélagið ef þessu væri snúið við? Ef fjárfestarnir hefðu fengið 145 milljarða, sem er flottur hagnaður, en við, þjóðin, 725 milljarðana? Það má leiða að því líkum að þá væri staðan betri í fjársveltum grunnstoðum samfélagsins, eins og í heilbrigðismálum og menntakerfinu, svo ekki sé minnst á aðbúnað aldraðra, svo örfá dæmi sé tekin Að þessu sögðu er náttúrulega ekki sjálfgefið í eðlilegum bankarekstri að hagnaður bankanna væri þetta mikill. Ástandið er í hæsta máta óeðlilegt og þessir fjármunir eiga með réttu að vera í höndum heimila og fyrirtækja, fólksins í landinu. En þessi samanburður á þó fullan rétt á sér til að sýna fram hvílíkt ógrynni af fé örfáir útvaldir hafa fengið af okkar fjármunum. Auk þess er skaðinn þegar skeður. Þessir fjármunir hafa þegar verið teknir af fólkinu með fullri vitund og vilja allra ríkisstjórna frá hruni, og færðir bönkunum á silfurfati. Einhver hluti þeirra hefur skilað sér til okkar í gegnum eignarhald ríkisins, eignarhaldið sem ríkisstjórnin telur betur komið í höndum fjárfesta. En hundruðir milljarða hafa þegar glatast. Það hefði verið huggun harmi gegn ef þeir hefðu á einhvern hátt komið samfélaginu til góða. Það er okkar allra að sameinast um að stöðva þessa ósvinnu. ENGINN, ekki einn einasti flokkur eða stjórnmálamaður, sem setið hefur í ríkisstjórn, hefur haft döngun í sér til að takast á við bankanna og stöðva þessi ósköp. ALLIR hafa þeir varið „rétt“ bankanna til að féfletta heimili og minni fyrirtæki, fólkið í landinu, og nú blasa afleiðingarnar við. Þegar fjármunir sem þessir hverfa úr samfélaginu inn í lokaða hít, þá hefur það keðjuverkandi áhrif á allt samfélagið. Veltan af því sem fólk eyðir minnkar í svipuðu hlutfalli sem hefur áhrif á afkomu fyrirtækja og tekjur ríkisins. Fyrirtæki sem hefðu kannski þurft að ráða fleira fólk ef veltan hefði verið meiri, þurftu þess ekki þannig að fleiri en annars hafa þurft að þiggja atvinnuleysisbætur eða jafnvel félagslega aðstoð. Einstaklingar sem hafa lifað við stanslausar fjárhagsáhyggjur hefðu kannski ekki upplifað sömu pressu og því ekki misst móðinn og farið í veikindaleyfi því langvarandi fjárhagsáhyggjur eru meðal algengustu ástæðna kulnunar. Blóðsuga sem dregur úr okkur mátt Fjármálaráðherra og ríkisstjórninni allri finnst að einkavæða eigi sem mest af hagnaði bankanna í stað þess að beina honum inn í samfélagið. Hjá þeim er samstaða um að þessi gríðarlegi hagnaður sé best kominn inni í hítinni, fyrir örfáa útvalda að njóta. „Bankar eiga ekki að vera í eigu ríkisins“ er hrópað, án þess að nokkur rök séu færð fyrir því. Það er bara mantra sem er búið að endurtaka svo oft, án raka, að hún er orðin rökin fyrir sjálfri sér. Fjármálakerfið er ekki lífæð samfélagsins, heldur risastór baggi á því. Blóðsuga sem sýgur úr því allt líf og allan kraft til að næra sig sjálft. Jú við þurfum kerfi utan um um fjármál okkar, launareikninga, millifærslur, kortaviðskipti, lán og fleira þess háttar. En hver er raunkostnaðurinn við það allt? Hvernig getur það staðist að ÞESSI þjónusta, sem í eðli sínu er ekkert annað en bókhald og að færa tölur á milli dálka, sé jafn frek til fjárins og raun ber vitni? Stjórnvöld bera alla ábyrgð Hver er samfélagsleg ábyrgð og eigendastefna stjórnvalda? Hvernig má það vera í árferði sem nú er þar sem óvissa er mikil, og tekjufall einstaklinga og fyrirtækja án fordæma, að bankarnir fari fram með þessum hætti? Þarf græðgin og hagnaðardrifin eigendastefna alltaf að vera í forgrunni? Alveg sama hvernig árar í samfélaginu? Væri til of mikils mælst að bankarnir og eigendur þeirra (Ríkið) gæfu þau fyrirmæli að vegna stöðunnar, sem hjá mörgum er skelfileg, sé nauðsynlegt að ýta til hliðar arðsemissjónarmiðum og dusta rykið af samfélagslegu ábyrgðinni og taka þannig þátt í að hlífa viðskiptavinum sínum og samfélaginu við hugmyndafræði sem mergsýgur samfélagið og drepur niður mögulega viðspyrnu þegar birta fer til hagkerfinu? Væri það heimsendir fyrir fjármálakerfið að vera rekið á núlli, eða tapi, í eitt til tvö ár á meðan varnarbáráttan og viðspyrnan á sér stað? Svona vindum við ofan að þessu Það verður að vinda ofan af þessu rugli. Það gerist ekki á einni nóttu en það er vel hægt og það væri góð byrjun að taka eftirfarandi skref: Aðskiljum fjárfestingabanka og viðskiptabanka Leyfum þessum svokölluðu fjárfestum að sýna snilli sína þegar þeir geta ekki gengið í vasana okkar. Þeir geta þá leikið sér með sína eigin peninga á sínum eigin velli. Stofnum óhagnaðardrifin samfélagsbanka Við þurfum banka sem stundar bankaviðskipti og hefur hagsmuni viðskiptavinanna í fyrirrúmi í stað þess að stefna að því að rýja þá inn að skinni í nafni hagnaðarkröfu fjárfesta. Afnemum verðtryggingu á lánum heimilanna Svo hægt sé að byggja upp húsnæðislánamarkað sem er samanburðarhæfur við það sem gerist t.d. á Norðurlöndunum, VERÐUR að afnema verðtryggingu lána heimilanna. Án þess að fjallað verði nánar um það hér, þá er verðtryggingin gildra sem þeir sem verst standa eru leiddir í en gullgæs fjármálakerfisins. Tryggjum að stýritæki seðlabankans virki eins og ætlast er til Frumskilyrði þess er að verðtrygging sé afnumin því hún kemur í veg fyrir það. Það hefur þegar verið sýnt fram á að vextir á Íslandi geta verið sambærilegir við vexti í öðrum löndum. Að undanförnu hafa vextir Seðlabanka Íslands verið í sögulegu lágmarki og þar hefur svo sannarlega verið sýnt fram á að það skiptir máli hver stendur í brúnni. Hins vegar skiluðu þessar lækkanir sér ekki til neytenda nema að litlu leyti. Þar munaði um 230% á því sem vextir bankanna hefðu átt að vera og því sem þeir voru í raun, þegar meginvextir seðlabankans voru sem lægstir. Þrátt fyrir að skulda neytendum þessa lækkun, hækkuðu þeir vextina um leið og seðlabankinn hækkaði sína. Það er hlutverk ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að vaxtaákvarðanir seðlabankans skili sér til neytenda. Ríkisstjórn sem tekur hagsmuni heimilanna fram yfir hagsmuni fjármálafyrirtækja Þannig ríkisstjórn hefur ekki enn setið á Íslandi. Það er kominn tími til að svo verði, því annars munu þau halda áfram að blóðmjólka þetta þjóðfélag þar til ekkert er eftir. Þessi hagnaður gengur ekki upp Þessari grein er fyrst og fremst ætlað að setja þennan hagnað í samhengi við raunverulegar tölur og afkomu venjulegra heimila. Þessi hagnaður á heima í vösum fólksins í landinu. Þetta er oftaka af þeim. Við erum ekki að halda því fram að hann eigi allur að vera í höndum ríkisins en samanburður við fjármál ríkisins sýnir fram á hvað bankarnir ráða yfir gríðarlega miklu fjármagni. Á sama tíma er ljóst að ef heimili og fyrirtæki hefðu þessa fjármuni í sínum höndum þá myndi það skila sér til baka til ríkisins með ýmsum hætti auk þess að létta lífsbaráttu okkar allra. Að allt þetta fé, sem kemur frá fólkinu í landinu með einum eða öðrum hætti, skuli vera fyrir fjárfesta til að leika sér að, byggja sjálfum sér hallir og borga sjálfum sér bónusa, nær ekki nokkurri átt. Við segjum hingað og ekki lengra. Fólkið fyrst og svo allt hitt! Almenningur er ekki fóður fyrir bankana! Bankana fyrir fólkið ekki fólkið fyrir bankana. ------------------------------------------------------------------------- Undirrituð og Hagsmunasamtök heimilanna hafa margoft skrifað um þessi mál og staðið í þessari baráttu allt frá hruni. Áhugasömum lesendum til glöggvunar er hér brot af því sem við og HH höfum sent frá okkur frá árinu 2017. Föst í klóm sérhagsmunaafla ÁLÞ/RÞI 27. april 2021 Almenningur er ekki fóður fyrir bankana HH 27. Maí 2021 Heimilin eiga inni allt að 250% vaxtamun HH 19. Nóvember 2020 Hvaðan komu 640 þúsund milljónir ÁLÞ/RÞI 9. september 2019 10 ára dómur ÁLÞ/RÞI 25. September 2018 HH krefjast 100% aðskilnaðar viðskipta og fjárfestingabanka HH 15. Júní 2017 ------------------------------------------------------------------------- Myndrit Þessi myndrit sýna hvernig bankarnir hafa skilað ávinningi samfélagsins af vaxtalækkunum til neytenda. Á myndunum má sjá hvernig álagning bankanna hefur aukist um mörg hundruð prósent á meðan innlánsvextir hafa nánast farið í núllið. Höfundar eru annars vegar formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi og hins vegar formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Ásthildur Lóa Þórsdóttir Íslenskir bankar Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Núna hafa bankarnir birt uppgjör sín eftir fyrri hluta þessa árs og samanlagður hagnaður þeirra nemur 37 milljörðum króna. Ef síðari hluti ársins verður þeim jafn gjöfull, gæti árshagnaður þeirra orðið 74 milljarðar. Athugum að hér er um HAGNAÐ að ræða. Ekki veltu, heldur hagnað eftir að allur launakostnaður, húsnæðiskostnaður, skattar, risna, og hvaðeina sem rekstur banka felur í sér, hefur verið greiddur. Þetta er fáránlega há tala, ekki síst í því kreppuástandi sem ríkir í heiminum í dag og það er full ástæða til að setja hana í samhengi. 200.000 á mann úr okkar vösum Fyrst og fremst er nauðsynlegt að við áttum okkur á því að þetta fé verður ekki til úr engu. Þessi hagnaður er tekinn af okkur, fólkinu, heimilunum og fyrirtækjunum í landinu. Þetta eru fjármunir sem einstaklingum og fyrirtækjum myndi muna um. Þetta fé er ekki orðið til af því að bankamenn séu svo klárir í fjárfestingum og dæmin um að þeir séu það alls ekki, eru fjölmörg. Þessar tölur sýna einfaldlega fram á aðstöðu bankanna og skjaldborgina sem hefur verið reist í kringum þá. Þessar tölur sýna fram á að litið er á okkur, fólkið í landinu, sem einhverskonar fóður eða „auðlind“ sem þeir geta gengið í að vild. Gott dæmi um það er að þó að stýrivextir hafi lækkað mikið frá undirritun Lífskjarasamningsins hefur sú lækkun skilað sér seint og illa út í samfélagið. Aftur á móti voru bankarnir fljótir að hækka þegar stýrivextir voru hækkaðir. Ekki ósvipað olíufélögunum sem leika sér með sveiflur á gengi og heimsmarkaðsverði neytendum í óhag. Taumlaus græðgi Við nánari skoðun og samanburð á þróun vaxtaálags bankanna, í samanburði við fjármögnunarkostnað, eru niðurstaðan hrollvekjandi. Neðst í greininni eru myndrit sem sýna hvernig bankarnir hafa skilað ávinningi samfélagsins af vaxtalækkunum til neytenda. Á myndunum má sjá hvernig álagning bankanna hefur aukist um mörg hundruð prósent á meðan innlánsvextir hafa nánast farið í núllið. Fjármunir bankanna koma í raun frá heimilunum, frá fólkinu í landinu, með beinum og óbeinum hætti. Heimilin eru undirstaða þjóðfélagsins því án þeirra væri ekki þörf fyrir nein fyrirtæki, hvað þá einhverja fjárfesta. Vaxtastig bankanna er augljóslega óþarflega hátt og það getur ekki talist eðlilegt að ef svo fer sem horfir jafngildi hagnaður bankanna því að hver einasti einstaklingur í 360.000 manna þjóðfélagi leggi 200.000 krónur í púkkið Á EINU ÁRI! Það er ansi margt sem fjögurra manna fjölskylda gæti gert fyrir 800.000 krónur. Hvað er hægt að gera fyrir 70 milljarða? Auðvitað er ekki öruggt að hagnaður bankanna verði nákvæmlega jafn mikill á seinni hluta ársins og á þeim fyrri. Hann gæti orðið minni en það er alveg eins líklegt að hann verði meiri. En hversu miklir fjármunir eru þetta í raun og veru? Til að setja þessa upphæð í samhengi er ágætt að skoða aðeins ríkisfjármálin til samanburðar: Fjárlög þessa árs gera ráð fyrir 46 milljarða fjármagnskostnaði ríkissjóðs. Fyrir 70 milljarða er hægt að dekka hann í meira en ár. Ríkið greiðir 19,5 milljarða í fæðingarorlof á ári. Rekstur dvalar- og hjúkrunarrýma kostar ríkið 56 milljarða á ári. Fyrir 70 milljarða væri hægt að reka þau öll þannig að sómi væri að. Áætlað er að eyða tæpum 4 milljarða á þessu ári í fjárfestingu í nýjum eða endurbættum dvalar- og hjúkrunarrýmum. Hægt væri að stórauka uppbyggingu á þessu sviði. Heildarframlög til lögreglunnar eru innan við 20 milljarðar ár hvert. Hægt væri að fjölga verulega starfandi lögreglumönnum fyrir aðeins brot af 70 milljörðum. Ríkið áætlar að verja rétt tæpum 5 milljörðum króna í náttúruvernd, skógrækt og landgræðslu á þessu ári. Ekki hefur verið tryggt fjármagn fyrir niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu nema að litlum hluta. Mögulega er hægt að gera það að fullu fyrir aðeins brot af þeim 70 milljörðum sem um ræðir. Ellilífeyris- og örorkugreiðslur eru samtals um 170 milljarðar á ári. Hægt er að hækka tekjutryggingu almannatrygginga um tugi prósenta fyrir 70 milljarða. Kostnaðurinn við að byggja 40 íbúða blokk er um 1,6 milljarður. Fyrir 70 milljarða mætti byggja um 1750 íbúðir og fyrir 900 milljarða hefði verið hægt að byggja 22.500 íbúðir og nú er húsnæðiskreppa. Við þetta má bæta að fyrir 70 milljarða er hægt að byggja heilt hátæknisjúkrahús eða gera 8 Sundabrautir. Hvort um sig eru fjárfrekar framkvæmdir sem seint eða aldrei hafa komist til framkvæmda því ríkið þarf að „forgangsraða“. Hvernig væri að ríkisstjórnin, sem ber fulla ábyrgð á að leyfa þessu bulli að viðgangast, forgangsraði þannig að heimilin og fólkið, séu sett ofar fjármagni? Væri það ekki stórkostlegt ef næsta ríkisstjórn myndi stöðva óheftan aðgang bankanna að „auðlindinni“ heimilin? Eða létu þá að minnsta kosti greiða fullt verð fyrir sem næmi 90% af hagnaði þeirra á ári hverju svo hægt væri að nýta hann til samfélagslegra verkefna. Það er ljóst og algjörlega fullreynt að fáir flokkar á Alþingi munu fara gegn bönkunum með nokkrum hætti. Kjósendur sem hafa fengið nóg af því að fóðra bankanna með tugum og hundruðum þúsunda aukalega á hverju ári, verða að beina atkvæði sínu að þeim sem þeir treysta til að taka þennan slag. Minnisvarði um samfélagsmein Ef framlög ríkisins vegna fæðingarorlofs, dvalar- og hjúkrunarheimila, lögreglunnar, og náttúruverndar yrðu öll aukin um 50% væri búið að eyða 42,5 milljörðum af þessum 70. Fyrir afganginn væri hægt að hækka ellilífeyris og örorkugreiðslur um 20%. Við sem þetta ritum gerum okkur grein fyrir því að dæmið er ekki alveg svona einfalt, en tilgangur þessarar framsetningar er fyrst og fremst sá að sýna fram á hversu gríðarlegir fjármunir eru fastir inni í bankakerfinu, þegar samfélagið þarf svo sárlega á þeim að halda. Við skulum ekki gleyma því að bankarnir eru stærstu kennitöluflakkarar landsins. Þeim var bjargað úr gjaldþroti með því að RÍKIÐ gaf þeim nýja kennitölu og leyfði þeim að halda áfram rekstri, án þess að nokkuð annað sem máli skipti breyttist. Gamall grautur var einfaldlega settur í nýja skál og auglýsingastofur ráðnar til að fara í yfirborðskenndar ímyndaherferðir. Á þeim 12 árum sem liðin eru síðan bankarnir fengu nýju kennitölurnar sínar, höfðu þeir hagnast um um 870 milljarða í lok síðasta árs. Þegar hagnaður fyrri hluta þessa árs bætist við er heildarhagnaður þeirra orðinn 900 milljarðar, 900 þúsund milljónir króna! Fyrir 900 milljarða hefði t.d. Verið hægt að reisa 10 - 12 hátæknisjúkrahús og frá því bankarnir fengu nýjar kennitölur hefur hver einasti einstaklingur í 360.000 manna þjóðfélagi lagt 2,5 milljónir í púkkið. Ætli einhverju okkar hefði munað um þá fjármuni? Ætli fjögurra manna kjarnafjölskyldan hefði getað nýtt þessar 10 milljónir til einhvers annars en að fóðra bankana? Af þessu hefur ríkissjóður fengið 145 milljarða í skatta. Restin, 725 milljarðar eru hreinn hagnaður eigenda/fjárfesta. Það er staðreynd að bankarnir hafa margfaldað álagningu sína síðustu ár. Svo mikið að það nemur mörg hundruð prósentum. Þrátt fyrir lækkun bankaskatts hafa lægri vextir og lægri fjármögnunarkostnaður bankanna að mestu farið í vasa þeirra sjálfra og auðvelt er að álykta sem svo að bankarnir hafa tekið til sín mesta ávinning vaxtalækkana síðustu ára. En þrátt fyrir að bankarnir hafi stöðugt aukið álagningu og hirt ávinning af lækkun bankaskatts er fólkinu á gólfinu fækkað, útibúum lokað, og þjónusta stórlega skert. Til að bæta gráu ofan á svart er banki allra landsmanna að reisa höfuðstöðvar, í mikilli óþökk þjóðarinnar, á dýrasta byggingareit landsins, sannkallaðan minnisvarða um samfélagsmein. Áætlað er að herlegheitin kosti litlar 12.000 milljónir. Á meðan verkamenn blágrýtishjúpa höfuðstöðvarnar standa hundruð þúsunda fermetra af hagkvæmu skrifstofurými tómt. Á sama tíma ríkir kreppa á húsnæðismarkaði. Keðjuverkandi áhrif sem lama samfélagið Hvernig væri þjóðfélagið ef þessu væri snúið við? Ef fjárfestarnir hefðu fengið 145 milljarða, sem er flottur hagnaður, en við, þjóðin, 725 milljarðana? Það má leiða að því líkum að þá væri staðan betri í fjársveltum grunnstoðum samfélagsins, eins og í heilbrigðismálum og menntakerfinu, svo ekki sé minnst á aðbúnað aldraðra, svo örfá dæmi sé tekin Að þessu sögðu er náttúrulega ekki sjálfgefið í eðlilegum bankarekstri að hagnaður bankanna væri þetta mikill. Ástandið er í hæsta máta óeðlilegt og þessir fjármunir eiga með réttu að vera í höndum heimila og fyrirtækja, fólksins í landinu. En þessi samanburður á þó fullan rétt á sér til að sýna fram hvílíkt ógrynni af fé örfáir útvaldir hafa fengið af okkar fjármunum. Auk þess er skaðinn þegar skeður. Þessir fjármunir hafa þegar verið teknir af fólkinu með fullri vitund og vilja allra ríkisstjórna frá hruni, og færðir bönkunum á silfurfati. Einhver hluti þeirra hefur skilað sér til okkar í gegnum eignarhald ríkisins, eignarhaldið sem ríkisstjórnin telur betur komið í höndum fjárfesta. En hundruðir milljarða hafa þegar glatast. Það hefði verið huggun harmi gegn ef þeir hefðu á einhvern hátt komið samfélaginu til góða. Það er okkar allra að sameinast um að stöðva þessa ósvinnu. ENGINN, ekki einn einasti flokkur eða stjórnmálamaður, sem setið hefur í ríkisstjórn, hefur haft döngun í sér til að takast á við bankanna og stöðva þessi ósköp. ALLIR hafa þeir varið „rétt“ bankanna til að féfletta heimili og minni fyrirtæki, fólkið í landinu, og nú blasa afleiðingarnar við. Þegar fjármunir sem þessir hverfa úr samfélaginu inn í lokaða hít, þá hefur það keðjuverkandi áhrif á allt samfélagið. Veltan af því sem fólk eyðir minnkar í svipuðu hlutfalli sem hefur áhrif á afkomu fyrirtækja og tekjur ríkisins. Fyrirtæki sem hefðu kannski þurft að ráða fleira fólk ef veltan hefði verið meiri, þurftu þess ekki þannig að fleiri en annars hafa þurft að þiggja atvinnuleysisbætur eða jafnvel félagslega aðstoð. Einstaklingar sem hafa lifað við stanslausar fjárhagsáhyggjur hefðu kannski ekki upplifað sömu pressu og því ekki misst móðinn og farið í veikindaleyfi því langvarandi fjárhagsáhyggjur eru meðal algengustu ástæðna kulnunar. Blóðsuga sem dregur úr okkur mátt Fjármálaráðherra og ríkisstjórninni allri finnst að einkavæða eigi sem mest af hagnaði bankanna í stað þess að beina honum inn í samfélagið. Hjá þeim er samstaða um að þessi gríðarlegi hagnaður sé best kominn inni í hítinni, fyrir örfáa útvalda að njóta. „Bankar eiga ekki að vera í eigu ríkisins“ er hrópað, án þess að nokkur rök séu færð fyrir því. Það er bara mantra sem er búið að endurtaka svo oft, án raka, að hún er orðin rökin fyrir sjálfri sér. Fjármálakerfið er ekki lífæð samfélagsins, heldur risastór baggi á því. Blóðsuga sem sýgur úr því allt líf og allan kraft til að næra sig sjálft. Jú við þurfum kerfi utan um um fjármál okkar, launareikninga, millifærslur, kortaviðskipti, lán og fleira þess háttar. En hver er raunkostnaðurinn við það allt? Hvernig getur það staðist að ÞESSI þjónusta, sem í eðli sínu er ekkert annað en bókhald og að færa tölur á milli dálka, sé jafn frek til fjárins og raun ber vitni? Stjórnvöld bera alla ábyrgð Hver er samfélagsleg ábyrgð og eigendastefna stjórnvalda? Hvernig má það vera í árferði sem nú er þar sem óvissa er mikil, og tekjufall einstaklinga og fyrirtækja án fordæma, að bankarnir fari fram með þessum hætti? Þarf græðgin og hagnaðardrifin eigendastefna alltaf að vera í forgrunni? Alveg sama hvernig árar í samfélaginu? Væri til of mikils mælst að bankarnir og eigendur þeirra (Ríkið) gæfu þau fyrirmæli að vegna stöðunnar, sem hjá mörgum er skelfileg, sé nauðsynlegt að ýta til hliðar arðsemissjónarmiðum og dusta rykið af samfélagslegu ábyrgðinni og taka þannig þátt í að hlífa viðskiptavinum sínum og samfélaginu við hugmyndafræði sem mergsýgur samfélagið og drepur niður mögulega viðspyrnu þegar birta fer til hagkerfinu? Væri það heimsendir fyrir fjármálakerfið að vera rekið á núlli, eða tapi, í eitt til tvö ár á meðan varnarbáráttan og viðspyrnan á sér stað? Svona vindum við ofan að þessu Það verður að vinda ofan af þessu rugli. Það gerist ekki á einni nóttu en það er vel hægt og það væri góð byrjun að taka eftirfarandi skref: Aðskiljum fjárfestingabanka og viðskiptabanka Leyfum þessum svokölluðu fjárfestum að sýna snilli sína þegar þeir geta ekki gengið í vasana okkar. Þeir geta þá leikið sér með sína eigin peninga á sínum eigin velli. Stofnum óhagnaðardrifin samfélagsbanka Við þurfum banka sem stundar bankaviðskipti og hefur hagsmuni viðskiptavinanna í fyrirrúmi í stað þess að stefna að því að rýja þá inn að skinni í nafni hagnaðarkröfu fjárfesta. Afnemum verðtryggingu á lánum heimilanna Svo hægt sé að byggja upp húsnæðislánamarkað sem er samanburðarhæfur við það sem gerist t.d. á Norðurlöndunum, VERÐUR að afnema verðtryggingu lána heimilanna. Án þess að fjallað verði nánar um það hér, þá er verðtryggingin gildra sem þeir sem verst standa eru leiddir í en gullgæs fjármálakerfisins. Tryggjum að stýritæki seðlabankans virki eins og ætlast er til Frumskilyrði þess er að verðtrygging sé afnumin því hún kemur í veg fyrir það. Það hefur þegar verið sýnt fram á að vextir á Íslandi geta verið sambærilegir við vexti í öðrum löndum. Að undanförnu hafa vextir Seðlabanka Íslands verið í sögulegu lágmarki og þar hefur svo sannarlega verið sýnt fram á að það skiptir máli hver stendur í brúnni. Hins vegar skiluðu þessar lækkanir sér ekki til neytenda nema að litlu leyti. Þar munaði um 230% á því sem vextir bankanna hefðu átt að vera og því sem þeir voru í raun, þegar meginvextir seðlabankans voru sem lægstir. Þrátt fyrir að skulda neytendum þessa lækkun, hækkuðu þeir vextina um leið og seðlabankinn hækkaði sína. Það er hlutverk ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að vaxtaákvarðanir seðlabankans skili sér til neytenda. Ríkisstjórn sem tekur hagsmuni heimilanna fram yfir hagsmuni fjármálafyrirtækja Þannig ríkisstjórn hefur ekki enn setið á Íslandi. Það er kominn tími til að svo verði, því annars munu þau halda áfram að blóðmjólka þetta þjóðfélag þar til ekkert er eftir. Þessi hagnaður gengur ekki upp Þessari grein er fyrst og fremst ætlað að setja þennan hagnað í samhengi við raunverulegar tölur og afkomu venjulegra heimila. Þessi hagnaður á heima í vösum fólksins í landinu. Þetta er oftaka af þeim. Við erum ekki að halda því fram að hann eigi allur að vera í höndum ríkisins en samanburður við fjármál ríkisins sýnir fram á hvað bankarnir ráða yfir gríðarlega miklu fjármagni. Á sama tíma er ljóst að ef heimili og fyrirtæki hefðu þessa fjármuni í sínum höndum þá myndi það skila sér til baka til ríkisins með ýmsum hætti auk þess að létta lífsbaráttu okkar allra. Að allt þetta fé, sem kemur frá fólkinu í landinu með einum eða öðrum hætti, skuli vera fyrir fjárfesta til að leika sér að, byggja sjálfum sér hallir og borga sjálfum sér bónusa, nær ekki nokkurri átt. Við segjum hingað og ekki lengra. Fólkið fyrst og svo allt hitt! Almenningur er ekki fóður fyrir bankana! Bankana fyrir fólkið ekki fólkið fyrir bankana. ------------------------------------------------------------------------- Undirrituð og Hagsmunasamtök heimilanna hafa margoft skrifað um þessi mál og staðið í þessari baráttu allt frá hruni. Áhugasömum lesendum til glöggvunar er hér brot af því sem við og HH höfum sent frá okkur frá árinu 2017. Föst í klóm sérhagsmunaafla ÁLÞ/RÞI 27. april 2021 Almenningur er ekki fóður fyrir bankana HH 27. Maí 2021 Heimilin eiga inni allt að 250% vaxtamun HH 19. Nóvember 2020 Hvaðan komu 640 þúsund milljónir ÁLÞ/RÞI 9. september 2019 10 ára dómur ÁLÞ/RÞI 25. September 2018 HH krefjast 100% aðskilnaðar viðskipta og fjárfestingabanka HH 15. Júní 2017 ------------------------------------------------------------------------- Myndrit Þessi myndrit sýna hvernig bankarnir hafa skilað ávinningi samfélagsins af vaxtalækkunum til neytenda. Á myndunum má sjá hvernig álagning bankanna hefur aukist um mörg hundruð prósent á meðan innlánsvextir hafa nánast farið í núllið. Höfundar eru annars vegar formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi og hins vegar formaður VR.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun