Mikilvægt að börn fái að lifa sem eðlilegustu lífi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. ágúst 2021 19:47 Valtýr Thors Stefánsson, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Sigurjón Barnasmitsjúkdómalæknir segist skilja áhyggjur fólks af bólusetningum barna en að ekkert bendi til þess að þær hafi alvarlegar afleiðingar í för með sér. Mikilvægt sé að börn fái að lifa sem eðlilegustu lífi sem fyrst og þar spili bólusetningar stórt hlutverk. Tekin verður ákvörðun á næstu vikum hvort börn á aldrinum tólf til fimmtán ára verði bólusett eða ekki, þar sem markmiðið verður að halda skólastarfi með sem eðlilegustum hætti og án takmarkana. Þeim fyrirætlunum var mótmælt í dag með vísan til þess að börn veikist almennt ekki alvarlega af kórónuveirunni. „Auðvitað skilur maður að mörgu leyti áhyggjur fólks og það er í báðar áttir. Fólk hefur áhyggjur af covid, fólk hefur áhyggjur af því að veikjast af covid, langvarandi áhrifum og auðvitað af bólusetningum líka,” segir Valtýr Thors Stefánsson, barnasmitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. „Hins vegar er það þannig að margt annað spilar inn í heldur en bara veiran. Það eru þessar miklu takmarkanir á eðlilegu lífi barnanna; fjarvistir úr skóla, skerðing á frístundastarfi og annað slíkt. Og mér finnst líklegt að það hafi líka vegið þungt í þessari ákvörðun um að fara af stað í bólusetningar, að reyna að tryggja eins mikla samfellu og hægt er í skóla- og frístundastarfi barna,” segir hann. Ekki er langt síðan barnalæknar á Landspítalanum mæltu með því að beðið yrði með bólusetningar barna. Valtýr segist ekki telja að verið sé að fara of geist í þær nú, enda vindi rannsóknum hratt fram. „Þegar þessi fjórða bylgja var að fara af stað þá vissum við kannski ekki alveg hvernig staðan myndi vera. En staðan er núna þannig að það eru mjög börn að greinast,” segir hann, en nú eru rúmlega 250 börn greind með kórónuveiruna. Ekkert hefur þurft á sjúkrahússinnlögn að halda. „Þau eru blessunarlega, eins og áður, ekkert sérstaklega mikið veik og hafa ekki þurft að leita á spítalann og ekki þurft að leggjast inn. Þetta nýja afbrigði, þetta delta afbrigði veirunnar, er heldur meira smitandi og veldur meiri einkennum. Þannig að ég get ímyndað mér að það sé það sem vaki fyrir sóttvarnayfirvöldum að grípa inn í áður en faraldurinn fer enn frekar úr böndunum og verja þá þann aldurshóp sem markaðsefni bóluefnis nær yfir.” Mælirðu með að börn séu bólusett? „Við erum ekki að mæla með því sérstaklega við einstaklinga heldur fylgjum við ráðleggingum sóttvarnalæknis. Og ef þetta eru þeirra ráðleggingar þá mælum við með að fólk fylgi þeim.” Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Tekin verður ákvörðun á næstu vikum hvort börn á aldrinum tólf til fimmtán ára verði bólusett eða ekki, þar sem markmiðið verður að halda skólastarfi með sem eðlilegustum hætti og án takmarkana. Þeim fyrirætlunum var mótmælt í dag með vísan til þess að börn veikist almennt ekki alvarlega af kórónuveirunni. „Auðvitað skilur maður að mörgu leyti áhyggjur fólks og það er í báðar áttir. Fólk hefur áhyggjur af covid, fólk hefur áhyggjur af því að veikjast af covid, langvarandi áhrifum og auðvitað af bólusetningum líka,” segir Valtýr Thors Stefánsson, barnasmitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. „Hins vegar er það þannig að margt annað spilar inn í heldur en bara veiran. Það eru þessar miklu takmarkanir á eðlilegu lífi barnanna; fjarvistir úr skóla, skerðing á frístundastarfi og annað slíkt. Og mér finnst líklegt að það hafi líka vegið þungt í þessari ákvörðun um að fara af stað í bólusetningar, að reyna að tryggja eins mikla samfellu og hægt er í skóla- og frístundastarfi barna,” segir hann. Ekki er langt síðan barnalæknar á Landspítalanum mæltu með því að beðið yrði með bólusetningar barna. Valtýr segist ekki telja að verið sé að fara of geist í þær nú, enda vindi rannsóknum hratt fram. „Þegar þessi fjórða bylgja var að fara af stað þá vissum við kannski ekki alveg hvernig staðan myndi vera. En staðan er núna þannig að það eru mjög börn að greinast,” segir hann, en nú eru rúmlega 250 börn greind með kórónuveiruna. Ekkert hefur þurft á sjúkrahússinnlögn að halda. „Þau eru blessunarlega, eins og áður, ekkert sérstaklega mikið veik og hafa ekki þurft að leita á spítalann og ekki þurft að leggjast inn. Þetta nýja afbrigði, þetta delta afbrigði veirunnar, er heldur meira smitandi og veldur meiri einkennum. Þannig að ég get ímyndað mér að það sé það sem vaki fyrir sóttvarnayfirvöldum að grípa inn í áður en faraldurinn fer enn frekar úr böndunum og verja þá þann aldurshóp sem markaðsefni bóluefnis nær yfir.” Mælirðu með að börn séu bólusett? „Við erum ekki að mæla með því sérstaklega við einstaklinga heldur fylgjum við ráðleggingum sóttvarnalæknis. Og ef þetta eru þeirra ráðleggingar þá mælum við með að fólk fylgi þeim.”
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira