Vonar að uppfært hættumat Bandaríkjamanna fæli ekki ferðamenn frá landinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. ágúst 2021 12:33 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Egill Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðlagt frá því að ferðast til Íslands vegna mikillar fjölgunar smitaðra hér á landi. Formaður samtaka ferðaþjónustunnar segir einungis bólusetta Bandaríkjamenn ferðast til landsins og vonar því að tilmælin hafi lítil áhrif. Eftir því sem smituðum hefur fjölgað hér á landi hefur fjórtán daga nýgengi á hverja hundrað þúsund íbúa rokið upp og hefur aldrei verið hærra. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna metur Ísland á stigi þrjú sem er næst hæsti áhættuflokkurinn þar i landi. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er því ráðlagt frá ferðalögum til Íslands. Eingöngu bólusettir Bandaríkjamenn komið til landsins Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að stór hluti þeirra sem ferðist hingað til lands séu Bandaríkjamenn en vonar að tilmælin hafi lítl áhrif á ferðaþjónustuna. „Við vonum auðvitað ekki en það er ómögulegt að segja. Hlutirnir eru fljótir að breytast í þessum heimi sem við lifum í í dag. Það er lykilatriði að þetta á einungis við um óbólusetta Bandaríkjamenn þannig það er ekki verið að taka fyrir ferðir bólusettra Bandaríkjamanna hingað til lands. Hingað til og síðan í vor hafa þetta eingöngu verið bólusettir ferðamenn frá bandaríkjunum sem hafa komið hingað til íslands þannig við vonum það besta, að þetta hafi engin eða sáralítil áhrif.“ Hún segir utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna með aðra nálgun. „Þar er Ísland enn gult og þar er tekið tillit til fleiri þátta þegar verið er að meta þessar ferðaráðleggingar. Þannig að það er stundum erfitt að átta sig á þessu og eins og ég sagði, síbreytilegt eftir dögum og stöðu.“ Rætt var við Bjarnheiði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Verði Ísland fært í áhættuflokk fjögur sem er hæsti flokkurinn verður bólusettum Bandaríkjamönnum einnig ráðlagt frá ferðalögum til Íslands. Það myndi væntanlega hafa töluverð áhrif? „Það er náttúrulega allt önnur staða og myndi væntanlega hafa alvarleg áhrif hér á landi ég held að það sé ekki spurning.“ Kominn tími til að horfa í annað en smittölur Bjarnheiður segir kominn tími til að fleiri þættir en smittölur verði teknir til greina þegar staðan er metin í hverju landi fyrir sig nú þegar fjöldi fólks sé bólusettur. „Mér finnst alveg kominn tími til þess að fleiri þættir verði teknir inn í þetta mat. Við erum kominn á þann stað að sífellt hærra hlutfall, ekki bara Íslendinga heldur heimsbyggðarinnar er bólusett og þá hljótum við að horfa til þátta eins og sjúkrahúsinnlagna og veikinda og hvort að faraldurinn sé að fara eins illa með okkur eins og hann hefði gert ef við hefðum ekki verið bólusett. Ég held að að sé einmitt lykilatriði núna.“ Ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt nýjar sóttvarnaaðgerðir á landamærum. Komufarþegar frá Íslandi þurfa að sæta sjö daga sóttkví og framvísa tveimur neikvæðum PCR-prófum við komuna til landsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland í næsthæsta áhættuflokk hjá CDC Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur sett Ísland í næsthæsta áhættuflokk á ferðaráðssíðu stofnunarinnar. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðið frá því að ferðast til Íslands. 4. ágúst 2021 08:03 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Eftir því sem smituðum hefur fjölgað hér á landi hefur fjórtán daga nýgengi á hverja hundrað þúsund íbúa rokið upp og hefur aldrei verið hærra. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna metur Ísland á stigi þrjú sem er næst hæsti áhættuflokkurinn þar i landi. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er því ráðlagt frá ferðalögum til Íslands. Eingöngu bólusettir Bandaríkjamenn komið til landsins Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að stór hluti þeirra sem ferðist hingað til lands séu Bandaríkjamenn en vonar að tilmælin hafi lítl áhrif á ferðaþjónustuna. „Við vonum auðvitað ekki en það er ómögulegt að segja. Hlutirnir eru fljótir að breytast í þessum heimi sem við lifum í í dag. Það er lykilatriði að þetta á einungis við um óbólusetta Bandaríkjamenn þannig það er ekki verið að taka fyrir ferðir bólusettra Bandaríkjamanna hingað til lands. Hingað til og síðan í vor hafa þetta eingöngu verið bólusettir ferðamenn frá bandaríkjunum sem hafa komið hingað til íslands þannig við vonum það besta, að þetta hafi engin eða sáralítil áhrif.“ Hún segir utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna með aðra nálgun. „Þar er Ísland enn gult og þar er tekið tillit til fleiri þátta þegar verið er að meta þessar ferðaráðleggingar. Þannig að það er stundum erfitt að átta sig á þessu og eins og ég sagði, síbreytilegt eftir dögum og stöðu.“ Rætt var við Bjarnheiði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Verði Ísland fært í áhættuflokk fjögur sem er hæsti flokkurinn verður bólusettum Bandaríkjamönnum einnig ráðlagt frá ferðalögum til Íslands. Það myndi væntanlega hafa töluverð áhrif? „Það er náttúrulega allt önnur staða og myndi væntanlega hafa alvarleg áhrif hér á landi ég held að það sé ekki spurning.“ Kominn tími til að horfa í annað en smittölur Bjarnheiður segir kominn tími til að fleiri þættir en smittölur verði teknir til greina þegar staðan er metin í hverju landi fyrir sig nú þegar fjöldi fólks sé bólusettur. „Mér finnst alveg kominn tími til þess að fleiri þættir verði teknir inn í þetta mat. Við erum kominn á þann stað að sífellt hærra hlutfall, ekki bara Íslendinga heldur heimsbyggðarinnar er bólusett og þá hljótum við að horfa til þátta eins og sjúkrahúsinnlagna og veikinda og hvort að faraldurinn sé að fara eins illa með okkur eins og hann hefði gert ef við hefðum ekki verið bólusett. Ég held að að sé einmitt lykilatriði núna.“ Ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt nýjar sóttvarnaaðgerðir á landamærum. Komufarþegar frá Íslandi þurfa að sæta sjö daga sóttkví og framvísa tveimur neikvæðum PCR-prófum við komuna til landsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland í næsthæsta áhættuflokk hjá CDC Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur sett Ísland í næsthæsta áhættuflokk á ferðaráðssíðu stofnunarinnar. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðið frá því að ferðast til Íslands. 4. ágúst 2021 08:03 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Ísland í næsthæsta áhættuflokk hjá CDC Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur sett Ísland í næsthæsta áhættuflokk á ferðaráðssíðu stofnunarinnar. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðið frá því að ferðast til Íslands. 4. ágúst 2021 08:03