Hinsegin eldri borgarar mættir á svæðið með stolti! Viðar Eggertsson skrifar 3. ágúst 2021 21:28 Nú þegar við höldum hátíðlega Hinsegin daga með fjölskrúðugri dagskrá, litasprengjum og gleði er vert að minnast þeirra sem ruddu brautina. Þetta var fólk sem hafði mátt sæta ofsóknum og lítillækkun samfélagsins alla sína tilveru. Það þurfti mikið hugrekki, áræðni og sannfæringarkraft fyrir mannréttindum hinsegin fólks til að stíga fram úr felum og neita að sætta sig við útskúfun og forsmánun. En þau höfðu baráttuþrek og sannfæringu um að við værum öll jöfn og samfélagið væri fyrir okkur öll. Þetta er fólkið mitt. Þetta er mín kynslóð. Ég man svo langt aftur þegar Hörður Torfason kallaði saman á sellufund lítinn hóp manna sem læddust inn í litla íbúð í háhýsi í austurbænum í skammdegisdrunganum til að ræða stöðu sína og hugsanlega stofnun baráttuhóps. Margir í hópnum höfðu orðið illilega fyrir barðinu á fordómum og hatri. Orðið fyrir barsmíðum, mismunun á vinnumarkaði og sumir hreinlega misst bæði atvinnu og húsnæði fyrir það eitt að vera hinsegin. Þetta var veturinn 1977-1978. Það var tekist á um hversu árennilegt það væri að storka opinberlega svo fordómafullu samfélagi með að bindast samtökum um mannréttindi hinsegin fólks. Harðasti kjarninn í þessum litla hópi stofnaði síðan Samtökin 78. Full sannfæringar um að ástin fer aldrei í manngreinarálit og ástin sigrar allt. Síðan hef ég gegnum tíðina oft komið að starfi Samtakanna 78 á einn eða annan hátt, bæði í blíðu jafnt sem stríðu. Þessi lífsreynsla hefur mótað mig. Jafnréttisbarátta er hverjum og einum mikilvæg. Þá fyrst verður hún lífsnauðsynleg þegar hann verður sjálfur fyrir misrétti. Það hefur fyllt mig endurnýjaðri orku og gleði að sjá hversu mikið hefur áunnist í þessari mannréttindabaráttu og ekki síst hversu margir hafa fundið lífshamingju sína vegna baráttu fólksins í Samtökunum 78. Þetta er líka hreyfingin sem hefur skapað skemmtilegustu og litríkustu fjölskylduhátíð ársins. Hátíð sem hefur til skamms tíma sprengt hvert þátttökumetið eftir annað ár eftir ár. Það hefur verið gæfa samtakanna að stöðugt hafa nýjar hendur komið og lagst á árarnar, þegar aðrar lúnari hafa þurft á hvíld að halda. En það er þó eðli baráttufólks að það dregur sig aldrei alveg í hlé. Því það veit að baráttunni er aldrei endanlega lokið. Mannréttindi eru aldrei sjálfsögð í augum alltof margra og við þurfum stöðugt að vera viðbúin nýjum hatursáróðri. Nýjum þvingunum. Vaktinni er aldrei lokið. Því er vel við hæfi að yfirskrift Hinsegin daga í ár er „Hinsegin á öllum aldri“ til að vekja athygli á hversu mikil aldursbreidd og reynsla er á bak við þennan stóra hóp sem stoltur ber í dag uppi merki sýnileika, mannréttinda og ekki síst jafnréttis. Brautryðjendurnir sem stofnuðu á sínum tíma Samtökin 78 eru flest orðin eftirlaunafólk í dag. Nú mæta þau enn nýjum áskorunum. Að máta sig við tilveruheim eldri borgarans eins og samfélagið hefur mótað hann. Á þeirra þá að bíða gömlu dansarnir með harmoniku og tilbreytingalítið, smáborgaralegt ævikvöld? Ég held ekki. Þetta er fólkið sem kann að breyta hlutunum. Nú verður rokk og ról. Þetta er sko fólkið sem mun skora klisjurnar á hólm. Sjáið bara til. Hinsegin eldri borgarar eru mættir á svæðið. Nú verður gaman að eldast! Gleðilega Hinsegin daga! Höfundur er hinsegin eldri borgari og skipar 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Hinsegin Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Viðar Eggertsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú þegar við höldum hátíðlega Hinsegin daga með fjölskrúðugri dagskrá, litasprengjum og gleði er vert að minnast þeirra sem ruddu brautina. Þetta var fólk sem hafði mátt sæta ofsóknum og lítillækkun samfélagsins alla sína tilveru. Það þurfti mikið hugrekki, áræðni og sannfæringarkraft fyrir mannréttindum hinsegin fólks til að stíga fram úr felum og neita að sætta sig við útskúfun og forsmánun. En þau höfðu baráttuþrek og sannfæringu um að við værum öll jöfn og samfélagið væri fyrir okkur öll. Þetta er fólkið mitt. Þetta er mín kynslóð. Ég man svo langt aftur þegar Hörður Torfason kallaði saman á sellufund lítinn hóp manna sem læddust inn í litla íbúð í háhýsi í austurbænum í skammdegisdrunganum til að ræða stöðu sína og hugsanlega stofnun baráttuhóps. Margir í hópnum höfðu orðið illilega fyrir barðinu á fordómum og hatri. Orðið fyrir barsmíðum, mismunun á vinnumarkaði og sumir hreinlega misst bæði atvinnu og húsnæði fyrir það eitt að vera hinsegin. Þetta var veturinn 1977-1978. Það var tekist á um hversu árennilegt það væri að storka opinberlega svo fordómafullu samfélagi með að bindast samtökum um mannréttindi hinsegin fólks. Harðasti kjarninn í þessum litla hópi stofnaði síðan Samtökin 78. Full sannfæringar um að ástin fer aldrei í manngreinarálit og ástin sigrar allt. Síðan hef ég gegnum tíðina oft komið að starfi Samtakanna 78 á einn eða annan hátt, bæði í blíðu jafnt sem stríðu. Þessi lífsreynsla hefur mótað mig. Jafnréttisbarátta er hverjum og einum mikilvæg. Þá fyrst verður hún lífsnauðsynleg þegar hann verður sjálfur fyrir misrétti. Það hefur fyllt mig endurnýjaðri orku og gleði að sjá hversu mikið hefur áunnist í þessari mannréttindabaráttu og ekki síst hversu margir hafa fundið lífshamingju sína vegna baráttu fólksins í Samtökunum 78. Þetta er líka hreyfingin sem hefur skapað skemmtilegustu og litríkustu fjölskylduhátíð ársins. Hátíð sem hefur til skamms tíma sprengt hvert þátttökumetið eftir annað ár eftir ár. Það hefur verið gæfa samtakanna að stöðugt hafa nýjar hendur komið og lagst á árarnar, þegar aðrar lúnari hafa þurft á hvíld að halda. En það er þó eðli baráttufólks að það dregur sig aldrei alveg í hlé. Því það veit að baráttunni er aldrei endanlega lokið. Mannréttindi eru aldrei sjálfsögð í augum alltof margra og við þurfum stöðugt að vera viðbúin nýjum hatursáróðri. Nýjum þvingunum. Vaktinni er aldrei lokið. Því er vel við hæfi að yfirskrift Hinsegin daga í ár er „Hinsegin á öllum aldri“ til að vekja athygli á hversu mikil aldursbreidd og reynsla er á bak við þennan stóra hóp sem stoltur ber í dag uppi merki sýnileika, mannréttinda og ekki síst jafnréttis. Brautryðjendurnir sem stofnuðu á sínum tíma Samtökin 78 eru flest orðin eftirlaunafólk í dag. Nú mæta þau enn nýjum áskorunum. Að máta sig við tilveruheim eldri borgarans eins og samfélagið hefur mótað hann. Á þeirra þá að bíða gömlu dansarnir með harmoniku og tilbreytingalítið, smáborgaralegt ævikvöld? Ég held ekki. Þetta er fólkið sem kann að breyta hlutunum. Nú verður rokk og ról. Þetta er sko fólkið sem mun skora klisjurnar á hólm. Sjáið bara til. Hinsegin eldri borgarar eru mættir á svæðið. Nú verður gaman að eldast! Gleðilega Hinsegin daga! Höfundur er hinsegin eldri borgari og skipar 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun