Hallgrímur um Hendrickx: Hann verður bara að svara fyrir það Árni Gísli Magnússon skrifar 3. ágúst 2021 21:15 Jonathan Hendrickx er á förum frá KA en Hallgrímur vill að hann sjálfur svari fyrir hvers vegna það er. Vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA, var sáttur við að lið hans hafi náð að hirða öll þrjú stigin á Greifavellinum í dag þegar Keflvíkingar komu í heimsókn. Hann var sæmilega sáttur við spilamennskuna en aðallega að hafa náð sigrinum. „Við náðum að skora tvö mörk, spiluðum fínan leik og Keflvíkingar voru líka mjög góðir þannig að þetta var bara hörkuleikur. Á tímabili var maður ekki viss hvoru megin þetta myndi detta en við náðum að skora tvö fín mörk og klárum þetta þó ég hefði kannski viljað að við höldum boltanum aðeins betur eftir að við komumst í 2-1, það leið smá tími þar sem þeir pressuðu vel á okkur en svo í lokin náðum við að spila boltanum vel á milli okkar og halda honum og klára leikinn eins og við viljum klára leiki.” Var skellur að fá jöfnunarmark á sig undir lok fyrri hálfleiks? „Já það var það, því mér fannst á þessum tíma við vera spila mjög vel og búnir að fá allavega eitt mjög gott færi og annað hálffæri þannig maður var svona að vonast til að við myndym setja annað mark og komast í tveggja marka forystu en það tókst ekki, þeir jafna og við ræddum þetta bara í hálfleik að halda áfram eins og þetta endaði og vinna seinni hálfleikinn og sem betur fer tókst það.” Góð innkoma Bjarna Bjarni Aðalsteinsson kom inn á í seinni hálfleik og var gríðarlega ógnandi og bætti leik KA verulega með innkomu sinni. Hallgrímur var spurður hvort hann hafi verið ánægður með frammistöðu Bjarna í dag. „Já klárlega, Bjarni var mjög flottur og við vitum hvað hann getur fram á við, hann er með góða tækni, hann er fljótur og er góður spilari þannig að við vorum bara mjög ánægðir með það og fleir sem komu inn á. Við fáum kraft með Steinþóri og Jakob kemst í dauðafæri þannig við erum bara mjög ánægðir með skiptingarnar og erum með flesta heila núna og erum með virkilega sterkan hóp þannig að það er gott að geta sett menn inn á sem að breyta leikjum.” Jakob Snær Árnason spilaði sinn fyrsta leik fyrir KA þegar hann kom inn á undir lok leiksins í dag en hann er nýkominn yfir ánna frá nágrönnunum í Þór. En hvað kom til að hann skipti yfir? „Ég ætla ekkert að fara nánar út í það, allt í einu var hann laus frá Þór og þetta er strákur sem við þekkjum aðeins og þegar við vissum af því þá höfðum við áhuga á að ræða við hann og það tókst og bara mjög flott að fá hann, þetta er flottur og duglegur strákur sem á eftir að falla vel inn í okkar leik.” Fá inn sterkan mann Mark Gundelach sem er hægri bakvörður, hefur einnig samið við KA en hann er frá Danmörku og kemur til liðsins frá danska liðinu HB Köge. Hallgrímur hafði bara gott um hann að segja og hefur sjálfur spilað með honum. „Við erum að missa annan leikmann og ætlum að fylla hans skarð með Mark Gundelach frá Danmörku. Hörku leikmaður sem er 29 ára og búinn með 50 og eitthvað leiki í efstu deild og svo örugglega 200 leiki í næst efstu deild. Hann var einmitt að spila núna síðast í sama liði og Mikkel Qvist og við þekkjum hann vel, ég er búinn að spila aðeins með honum og þetta er bara flottur leikmaður sem er góður.” Hendrickx á förum en þarf að svara sjálfur hvers vegna Orðrómur var um að Jonathan Hendrickx myndi spila sinn síðasta leik fyrir KA í dag þar sem hann væri á förum frá félaginu. Hallgrímur staðfesti það en sagði að Hendrickx sjálfur yrði að svara fyrir það hvers vegna. „Hann verður bara að svara fyrir það, það eru aðstæður sem ég vill ekki fara út í hér, það er best að hann svari því.” „Nei, við gerðum held ég tveggja ára samning við hann og hann er búinn að vera virkilega flottur, æfa vel, drífandi og er einn af þeim sem lemur liðið saman þannig það komu bara upp aðstæður sem þurfti að leysa og við leystum það bara með leikmanninum og það var bara farsæl lausn fyrst að við fundum annan leikmann”, sagði Hallgrímur þegar hann var spurður hvort að þetta væri staða sem félagið vissi að gæti komið upp, þ.e.a.s. að Hendrickx gæti yfirgefið félagið á miðju tímabili þar sem hann hefur gert það áður, bæði hjá FH og Breiðablik. Toppbarátta fram undan? KA jafnar með sigrinum Breiðablik að stigum og blanda sér að alvöru í toppbaráttuna og segir Hallgrímur að þar eigi félagið heima. „Við erum sterkir og það er þarna sem við viljum vera. Nú kemur bara hörku toppbarátta, fullt af leikjum framundan og við erum einnig áfram í bikarnum þannig að við erum bara virkilega ánægðir og með þetta og erum á þeim stað sem við teljum okkur eiga vera og núna bara kemur svolítið í ljós úr hverju við og liðið erum gerðir, við ætlum okkur í efstu sætin og það er bara klárt markmið. Við eigum Víking næst og þeir eru hörkulið, við töpuðum fyrir þeim fyrr í sumar og vorum mjög sárir, klúðruðum víti á 93. mínútu held ég þannig að við erum bara klárir í skemmtilega toppbaráttu sem lítur út fyrir að fimm lið muni keppa um.” KA liðið hefur nú spilað tvo leiki á Greifavellinum á Akureyri eftir að hafa þurft að spila fyrstu þrjá heimaleiki sína á Dalvík og aðeins sigrað einn þeirra. Ætlar KA að gera Greifavöllinn að vígi í sumar? „Hann hefur alltaf verið það, ég held við höfum ekki tapað leik hérna í fyrra þannig að völlurinn er vígi en því miður en hann bara alltaf til seint um haustið en ekki á vorin eins og við viljum. Við ætlum klárlega að gera þetta að okkar vígi og við erum sterkir hérna heima og vorum það í fyrra og ætlum að halda því áfram.” Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sjá meira
„Við náðum að skora tvö mörk, spiluðum fínan leik og Keflvíkingar voru líka mjög góðir þannig að þetta var bara hörkuleikur. Á tímabili var maður ekki viss hvoru megin þetta myndi detta en við náðum að skora tvö fín mörk og klárum þetta þó ég hefði kannski viljað að við höldum boltanum aðeins betur eftir að við komumst í 2-1, það leið smá tími þar sem þeir pressuðu vel á okkur en svo í lokin náðum við að spila boltanum vel á milli okkar og halda honum og klára leikinn eins og við viljum klára leiki.” Var skellur að fá jöfnunarmark á sig undir lok fyrri hálfleiks? „Já það var það, því mér fannst á þessum tíma við vera spila mjög vel og búnir að fá allavega eitt mjög gott færi og annað hálffæri þannig maður var svona að vonast til að við myndym setja annað mark og komast í tveggja marka forystu en það tókst ekki, þeir jafna og við ræddum þetta bara í hálfleik að halda áfram eins og þetta endaði og vinna seinni hálfleikinn og sem betur fer tókst það.” Góð innkoma Bjarna Bjarni Aðalsteinsson kom inn á í seinni hálfleik og var gríðarlega ógnandi og bætti leik KA verulega með innkomu sinni. Hallgrímur var spurður hvort hann hafi verið ánægður með frammistöðu Bjarna í dag. „Já klárlega, Bjarni var mjög flottur og við vitum hvað hann getur fram á við, hann er með góða tækni, hann er fljótur og er góður spilari þannig að við vorum bara mjög ánægðir með það og fleir sem komu inn á. Við fáum kraft með Steinþóri og Jakob kemst í dauðafæri þannig við erum bara mjög ánægðir með skiptingarnar og erum með flesta heila núna og erum með virkilega sterkan hóp þannig að það er gott að geta sett menn inn á sem að breyta leikjum.” Jakob Snær Árnason spilaði sinn fyrsta leik fyrir KA þegar hann kom inn á undir lok leiksins í dag en hann er nýkominn yfir ánna frá nágrönnunum í Þór. En hvað kom til að hann skipti yfir? „Ég ætla ekkert að fara nánar út í það, allt í einu var hann laus frá Þór og þetta er strákur sem við þekkjum aðeins og þegar við vissum af því þá höfðum við áhuga á að ræða við hann og það tókst og bara mjög flott að fá hann, þetta er flottur og duglegur strákur sem á eftir að falla vel inn í okkar leik.” Fá inn sterkan mann Mark Gundelach sem er hægri bakvörður, hefur einnig samið við KA en hann er frá Danmörku og kemur til liðsins frá danska liðinu HB Köge. Hallgrímur hafði bara gott um hann að segja og hefur sjálfur spilað með honum. „Við erum að missa annan leikmann og ætlum að fylla hans skarð með Mark Gundelach frá Danmörku. Hörku leikmaður sem er 29 ára og búinn með 50 og eitthvað leiki í efstu deild og svo örugglega 200 leiki í næst efstu deild. Hann var einmitt að spila núna síðast í sama liði og Mikkel Qvist og við þekkjum hann vel, ég er búinn að spila aðeins með honum og þetta er bara flottur leikmaður sem er góður.” Hendrickx á förum en þarf að svara sjálfur hvers vegna Orðrómur var um að Jonathan Hendrickx myndi spila sinn síðasta leik fyrir KA í dag þar sem hann væri á förum frá félaginu. Hallgrímur staðfesti það en sagði að Hendrickx sjálfur yrði að svara fyrir það hvers vegna. „Hann verður bara að svara fyrir það, það eru aðstæður sem ég vill ekki fara út í hér, það er best að hann svari því.” „Nei, við gerðum held ég tveggja ára samning við hann og hann er búinn að vera virkilega flottur, æfa vel, drífandi og er einn af þeim sem lemur liðið saman þannig það komu bara upp aðstæður sem þurfti að leysa og við leystum það bara með leikmanninum og það var bara farsæl lausn fyrst að við fundum annan leikmann”, sagði Hallgrímur þegar hann var spurður hvort að þetta væri staða sem félagið vissi að gæti komið upp, þ.e.a.s. að Hendrickx gæti yfirgefið félagið á miðju tímabili þar sem hann hefur gert það áður, bæði hjá FH og Breiðablik. Toppbarátta fram undan? KA jafnar með sigrinum Breiðablik að stigum og blanda sér að alvöru í toppbaráttuna og segir Hallgrímur að þar eigi félagið heima. „Við erum sterkir og það er þarna sem við viljum vera. Nú kemur bara hörku toppbarátta, fullt af leikjum framundan og við erum einnig áfram í bikarnum þannig að við erum bara virkilega ánægðir og með þetta og erum á þeim stað sem við teljum okkur eiga vera og núna bara kemur svolítið í ljós úr hverju við og liðið erum gerðir, við ætlum okkur í efstu sætin og það er bara klárt markmið. Við eigum Víking næst og þeir eru hörkulið, við töpuðum fyrir þeim fyrr í sumar og vorum mjög sárir, klúðruðum víti á 93. mínútu held ég þannig að við erum bara klárir í skemmtilega toppbaráttu sem lítur út fyrir að fimm lið muni keppa um.” KA liðið hefur nú spilað tvo leiki á Greifavellinum á Akureyri eftir að hafa þurft að spila fyrstu þrjá heimaleiki sína á Dalvík og aðeins sigrað einn þeirra. Ætlar KA að gera Greifavöllinn að vígi í sumar? „Hann hefur alltaf verið það, ég held við höfum ekki tapað leik hérna í fyrra þannig að völlurinn er vígi en því miður en hann bara alltaf til seint um haustið en ekki á vorin eins og við viljum. Við ætlum klárlega að gera þetta að okkar vígi og við erum sterkir hérna heima og vorum það í fyrra og ætlum að halda því áfram.”
Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sjá meira