Ekki á hverjum degi sem fólk með ísbjarnarbit leitar á sjúkrahúsið á Akureyri Eiður Þór Árnason skrifar 3. ágúst 2021 19:39 Umræddur ísbjörn er nú kominn í ónáð hjá grænlensku heimastjórninni. Getty/Arctic-Images Kvikmyndagerðamaður var fluttur frá Grænlandi á bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri í gær eftir að ísbjörn beit vinstri hönd hans. Atvikið átti sér stað í rannsóknarskála nærri austurströnd Grænlands þar sem maðurinn svaf ásamt tveimur öðrum kvikmyndagerðamönnum. Þegar hinn slasaði vaknaði hafði ísbjörninn farið inn um opinn glugga á húsinu og vöknuðu samferðamenn mannsins upp við sársaukaóp. Tókst þeim að bjarga félaga sínum frá birninum og hræða hann í burtu með blysbyssu þegar hann gerði aðra atlögu. Greint er frá atvikinu í frétt á vef grænlenska ríkisútvarpsins KNR. Mennirnir óskuðu þá eftir aðstoð Sirus-sveitarinnar, sem tilheyrir danska sjóhernum, og fluttu liðsmenn sveitarinnar hinn særða undir læknishendur á Daneborg-stöðinni, um 400 metra frá rannsóknarskálanum. Í kjölfarið var maðurinn fluttur með sjúkraflugi á sjúkrahúsið á Akureyri. Ísbjarnabit frekar óalgengir áverkar Gert var að sárum mannsins á bráðadeild spítalans áður en hann var fluttur aftur til Grænlands. Þetta staðfestir Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri, en hann gat ekki veitt upplýsingar um núverandi líðan mannsins eða umfang áverkanna. „Ísbjarnarbit eru ekki ofarlega á listanum yfir algenga áverka en ef hlutirnir gerast á austurströnd Grænlands og sérstaklega á norðausturströndinni þá erum við nærtækasta bráðamóttaka og sjúkrahús fyrir þá sem lenda í svona áverkum,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Nú flokkaður sem vandræðabjörn Fram kemur í frétt KNR að spor bendi til að ísbjörninn hafi verið búinn að skoða nokkra glugga áður en hann gerði atlögu að opna glugganum. Strax næstu nótt urðu kvikmyndagerðamennirnir tveir sem eftir voru í skálanum varir við ferðir sama bjarnardýrs. Liðsmönnum Sirius-sveitarinnar tókst þó að fæla hann í burtu áður en hann nálgaðist bygginguna. Um klukkan tvö að staðartíma aðfaranótt þriðjudags reyndi ísbjörninn enn og aftur að nálgast mennina og braut í þetta sinn rúðuna, að sögn Arctic Command, undirdeildar danska sjó- og lofthersins sem sér um gæslu á Grænlandi. Kvikmyndagerðarmönnunum tveimur tókst þó að hræða dýrið aftur áður en það komst inn. Heimastjórnin á Grænlandi flokkar nú umræddan ísbjörn sem „vandræðabjörn“ og er fólki nú heimilt að skjóta hann ef björninn nálgast svæðið aftur. Að sögn Arctic Command hefur sveitin fimm sinnum áður þurft að hafa afskipti af þessum tiltekna vandræðabirni. Grænland Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Atvikið átti sér stað í rannsóknarskála nærri austurströnd Grænlands þar sem maðurinn svaf ásamt tveimur öðrum kvikmyndagerðamönnum. Þegar hinn slasaði vaknaði hafði ísbjörninn farið inn um opinn glugga á húsinu og vöknuðu samferðamenn mannsins upp við sársaukaóp. Tókst þeim að bjarga félaga sínum frá birninum og hræða hann í burtu með blysbyssu þegar hann gerði aðra atlögu. Greint er frá atvikinu í frétt á vef grænlenska ríkisútvarpsins KNR. Mennirnir óskuðu þá eftir aðstoð Sirus-sveitarinnar, sem tilheyrir danska sjóhernum, og fluttu liðsmenn sveitarinnar hinn særða undir læknishendur á Daneborg-stöðinni, um 400 metra frá rannsóknarskálanum. Í kjölfarið var maðurinn fluttur með sjúkraflugi á sjúkrahúsið á Akureyri. Ísbjarnabit frekar óalgengir áverkar Gert var að sárum mannsins á bráðadeild spítalans áður en hann var fluttur aftur til Grænlands. Þetta staðfestir Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri, en hann gat ekki veitt upplýsingar um núverandi líðan mannsins eða umfang áverkanna. „Ísbjarnarbit eru ekki ofarlega á listanum yfir algenga áverka en ef hlutirnir gerast á austurströnd Grænlands og sérstaklega á norðausturströndinni þá erum við nærtækasta bráðamóttaka og sjúkrahús fyrir þá sem lenda í svona áverkum,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Nú flokkaður sem vandræðabjörn Fram kemur í frétt KNR að spor bendi til að ísbjörninn hafi verið búinn að skoða nokkra glugga áður en hann gerði atlögu að opna glugganum. Strax næstu nótt urðu kvikmyndagerðamennirnir tveir sem eftir voru í skálanum varir við ferðir sama bjarnardýrs. Liðsmönnum Sirius-sveitarinnar tókst þó að fæla hann í burtu áður en hann nálgaðist bygginguna. Um klukkan tvö að staðartíma aðfaranótt þriðjudags reyndi ísbjörninn enn og aftur að nálgast mennina og braut í þetta sinn rúðuna, að sögn Arctic Command, undirdeildar danska sjó- og lofthersins sem sér um gæslu á Grænlandi. Kvikmyndagerðarmönnunum tveimur tókst þó að hræða dýrið aftur áður en það komst inn. Heimastjórnin á Grænlandi flokkar nú umræddan ísbjörn sem „vandræðabjörn“ og er fólki nú heimilt að skjóta hann ef björninn nálgast svæðið aftur. Að sögn Arctic Command hefur sveitin fimm sinnum áður þurft að hafa afskipti af þessum tiltekna vandræðabirni.
Grænland Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira