„Verkfall“ Harry Kane endist ekki út vikuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2021 16:07 Harry Kane er enn titlalaus á ferlinum en hér er hann eftir tapið í úrslitaleik EM í sumar. EPA-EFE/Laurence Griffiths Annan daginn í röð mætti Harry Kane ekki á æfingu hjá Tottenham nú þegar ein og hálf vika er í fyrsta leik á keppnistímabilinu. Hinn 28 ára gamli Kane átti að mæta aftur til æfinga á mánudaginn eftir sumarfrí en hann hafði þá fengið aukafrí eftir að hafa farið með enska landsliðinu alla leið í úrslitaleikinn á EM í sumar. Kane vill komast frá Lundúnafélaginu og skrópaði á æfingu bæði í dag og í gær. Manchester City er mjög áhugasamt um að kaupa enska landsliðsframherjann en ekkert hefur gerst ennþá. Harry Kane has failed to report back to Tottenham for preseason training, sources have told @JamesOlley. pic.twitter.com/0mQNyO8RbC— ESPN FC (@ESPNFC) August 2, 2021 Kane telur samkvæmt frétt ESPN að hann hafi gert heiðursmannasamkomulag við Tottenham að vera seldur í sumar. Það er ósætti við að ekkert sé að gerast í þeim málum sem útskýrir skrópið. Tottenham vill fá 150 milljónir punda fyrir sinn besta leikmann en það er óvíst hvort að City, eða Manchester United and Chelsea sem fylgjast með gangi mála, geti borgað svo mikið fyrir hann. ESPN hefur engu að síður heimildir fyrir því að „verkfall“ Harry Kane endist ekki út vikuna og að hann muni mæta á æfingu á fimmtudag eða föstudag. Rio Ferdinand believes Paul Pogba would be treated differently if he didn't turn up to training like Harry Kane. pic.twitter.com/95Ddub2thB— ESPN UK (@ESPNUK) August 2, 2021 Kane á þrjú ár eftir af samningi sínum við Tottenham en félagið er að borga honum tvö hundruð þúsund pund í vikulaun eða 34,5 milljónir íslenskra króna. Hann er ekki að elta peninginn heldur vill komast til félags sem getur unnið titla. Kane hefur skorað 166 mörk í 245 leikjum með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni en hefur ekki náð að vinna einn einasta titil á tíma sínum hjá félaginu. Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Kane átti að mæta aftur til æfinga á mánudaginn eftir sumarfrí en hann hafði þá fengið aukafrí eftir að hafa farið með enska landsliðinu alla leið í úrslitaleikinn á EM í sumar. Kane vill komast frá Lundúnafélaginu og skrópaði á æfingu bæði í dag og í gær. Manchester City er mjög áhugasamt um að kaupa enska landsliðsframherjann en ekkert hefur gerst ennþá. Harry Kane has failed to report back to Tottenham for preseason training, sources have told @JamesOlley. pic.twitter.com/0mQNyO8RbC— ESPN FC (@ESPNFC) August 2, 2021 Kane telur samkvæmt frétt ESPN að hann hafi gert heiðursmannasamkomulag við Tottenham að vera seldur í sumar. Það er ósætti við að ekkert sé að gerast í þeim málum sem útskýrir skrópið. Tottenham vill fá 150 milljónir punda fyrir sinn besta leikmann en það er óvíst hvort að City, eða Manchester United and Chelsea sem fylgjast með gangi mála, geti borgað svo mikið fyrir hann. ESPN hefur engu að síður heimildir fyrir því að „verkfall“ Harry Kane endist ekki út vikuna og að hann muni mæta á æfingu á fimmtudag eða föstudag. Rio Ferdinand believes Paul Pogba would be treated differently if he didn't turn up to training like Harry Kane. pic.twitter.com/95Ddub2thB— ESPN UK (@ESPNUK) August 2, 2021 Kane á þrjú ár eftir af samningi sínum við Tottenham en félagið er að borga honum tvö hundruð þúsund pund í vikulaun eða 34,5 milljónir íslenskra króna. Hann er ekki að elta peninginn heldur vill komast til félags sem getur unnið titla. Kane hefur skorað 166 mörk í 245 leikjum með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni en hefur ekki náð að vinna einn einasta titil á tíma sínum hjá félaginu.
Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira