Menningarlegt vandamál Jónas Elíasson skrifar 3. ágúst 2021 16:01 Menning er sígilt umræðuefni, sérstaklega hjá þeim sem vilja tjá sig um heimsvandann og góðan vilja til að vinna bug á honum. Efst á blaði er loftslagsvandinn, með svo mögnuðum heimsendaspádómum að börn eru frávita af skelfingu. Ekki bara sænski táningurinn frægi. Íslensk börn eru farin að tjá skelfingu sína á Rás 1. Mengun er svo yfirleitt næst í röðinni. Gera þurfi allt sem hægt er til að draga úr henni. Og svo er það nýjasta bölið sem er bílamenningin, (sjá t.d. Rakel Guðmundsdóttir í Kjarnanum 24. júlí 2021). Óvönduð umræða Stóri vandinn sem blasir hér við er sá, að fólk sem tekur þátt í umræðunni virðist sjá litla sem enga þörf á því að kynna sér málin, þrátt fyrir gnótt ágætra upplýsinga á netinu. Þetta á ekki hvað síst við loftslagspredikara. Þeir sýna lítinn sem engan áhuga á loftslagssögunni. Mengunarpostular hafa ekki fyrir því að kynna sér tölur á loftgæðasíðum og andstæðingar bílamenningar hafa minni en engan áhuga á því að mæta samgönguþörf nútímaþjóðfélags. Fínu nöfnin Þetta er þó ekki aðalmálið. Stærsti vandinn felst í stjórnmálamönnum sem vaða fram með miklar fyrirætlanir um að laga loftslagið, mengunina og bílamenninguna, oftar en ekki í einum pakka með einhverju fínu nafni og með það að markmiði að sópa að sér atkvæðum fólks sem bíður óþreyjufullt eftir, jafnvel bara einhverjum, aðgerðum heiminum til bjargar. Pólitíski áróðurinn Þessar áætlanir með fínu nöfnin eru misvondar. Loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar gerir hvorki eitt eða neitt fyrir loftslagið, en stór partur af þeim fjármunum færi sjálfsagt í landgræðslu og skógrækt hvort eð er. Þarna er því fyrst og fremst verið að breyta heiti á útgjaldaliðum. Á hinum endanum, höfum við svo borgarlínuna, fokdýra framkvæmd sem munu skila litlum sem engum árangri. Fullt af fólki heldur að borgarlínan sé til bjargar loftslaginu, menguninni og til að berja niður bílamenninguna, allt í einum pakka. Þennan misskilning má rekja til þess þunga pólitíska áróðurs sem haldið hefur verið á lofti þess efnis að útblástur minnki, mengun verði minni og bílum fækki. Til að sjá að þessu er þveröfugt farið, þarf ekki annað en ná í aðgengilegar upplýsingar, gera útreikninga sem komast fyrir aftan á umslagi og í þetta þarf bara þá stærðfræðikunnáttu sem dugar fyrir matreiðslunámskeið. Á samgongurfyriralla.is má sjá þetta nánar útfært. Sannleikur að hluta til Það skaðlega við þetta er, þegar menntamenn eru dregnir inn í svona áætlanir, látnir vitna um ágæti framtaksins með því að svara einhverjum þröngum spurningum og skrifa skýrslur um. Það má skrifa langar skýrslur um hvað sparast mikill útblástur með því að setja um 200 strætóa á rafmagn, og það má alveg sleppa því að setja í skýrsluna spurninguna um af hverju það er ekki búið að setja Strætó bs á rafmagn fyrir löngu. Það má skrifa um hvað fækkun um 10.000 bíla minnkar rykmengun og sleppa síðan því að eini virkilega heilsuspillandi mengunartoppurinn á höfuðborgarsvæðinu er á gamlárskvöld og nýársdag. Það þarf heldur ekkert að minnast á það, að engar líkur eru á því að bílum fækki nokkuð svo muni um á næstu áratugum. Til þess er ferðatími að meðaltali of stuttur á höfuðborgarsvæðinu og meðalhraði strætó of lágur. Samkeppnisstaða almenningssamganga við einkabílinn er m.ö.o. ansi snúin. Vandaðar rannsóknir og áætlanir eru nauðsynlegar til að viðhalda menntunarstigi þjóðarinnar. en það sem að hér er talið virkar í hina áttina. Þegar er farið að bera á BS og MS ritgerðum í háskólunum í sama stíl og skýrslurnar sem lýst er á undan. Þetta er mikill skaði og er ábyrgð þeirra pólitíkusa mikil sem hér koma að málum. Höfundur er rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Elíasson Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Menning er sígilt umræðuefni, sérstaklega hjá þeim sem vilja tjá sig um heimsvandann og góðan vilja til að vinna bug á honum. Efst á blaði er loftslagsvandinn, með svo mögnuðum heimsendaspádómum að börn eru frávita af skelfingu. Ekki bara sænski táningurinn frægi. Íslensk börn eru farin að tjá skelfingu sína á Rás 1. Mengun er svo yfirleitt næst í röðinni. Gera þurfi allt sem hægt er til að draga úr henni. Og svo er það nýjasta bölið sem er bílamenningin, (sjá t.d. Rakel Guðmundsdóttir í Kjarnanum 24. júlí 2021). Óvönduð umræða Stóri vandinn sem blasir hér við er sá, að fólk sem tekur þátt í umræðunni virðist sjá litla sem enga þörf á því að kynna sér málin, þrátt fyrir gnótt ágætra upplýsinga á netinu. Þetta á ekki hvað síst við loftslagspredikara. Þeir sýna lítinn sem engan áhuga á loftslagssögunni. Mengunarpostular hafa ekki fyrir því að kynna sér tölur á loftgæðasíðum og andstæðingar bílamenningar hafa minni en engan áhuga á því að mæta samgönguþörf nútímaþjóðfélags. Fínu nöfnin Þetta er þó ekki aðalmálið. Stærsti vandinn felst í stjórnmálamönnum sem vaða fram með miklar fyrirætlanir um að laga loftslagið, mengunina og bílamenninguna, oftar en ekki í einum pakka með einhverju fínu nafni og með það að markmiði að sópa að sér atkvæðum fólks sem bíður óþreyjufullt eftir, jafnvel bara einhverjum, aðgerðum heiminum til bjargar. Pólitíski áróðurinn Þessar áætlanir með fínu nöfnin eru misvondar. Loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar gerir hvorki eitt eða neitt fyrir loftslagið, en stór partur af þeim fjármunum færi sjálfsagt í landgræðslu og skógrækt hvort eð er. Þarna er því fyrst og fremst verið að breyta heiti á útgjaldaliðum. Á hinum endanum, höfum við svo borgarlínuna, fokdýra framkvæmd sem munu skila litlum sem engum árangri. Fullt af fólki heldur að borgarlínan sé til bjargar loftslaginu, menguninni og til að berja niður bílamenninguna, allt í einum pakka. Þennan misskilning má rekja til þess þunga pólitíska áróðurs sem haldið hefur verið á lofti þess efnis að útblástur minnki, mengun verði minni og bílum fækki. Til að sjá að þessu er þveröfugt farið, þarf ekki annað en ná í aðgengilegar upplýsingar, gera útreikninga sem komast fyrir aftan á umslagi og í þetta þarf bara þá stærðfræðikunnáttu sem dugar fyrir matreiðslunámskeið. Á samgongurfyriralla.is má sjá þetta nánar útfært. Sannleikur að hluta til Það skaðlega við þetta er, þegar menntamenn eru dregnir inn í svona áætlanir, látnir vitna um ágæti framtaksins með því að svara einhverjum þröngum spurningum og skrifa skýrslur um. Það má skrifa langar skýrslur um hvað sparast mikill útblástur með því að setja um 200 strætóa á rafmagn, og það má alveg sleppa því að setja í skýrsluna spurninguna um af hverju það er ekki búið að setja Strætó bs á rafmagn fyrir löngu. Það má skrifa um hvað fækkun um 10.000 bíla minnkar rykmengun og sleppa síðan því að eini virkilega heilsuspillandi mengunartoppurinn á höfuðborgarsvæðinu er á gamlárskvöld og nýársdag. Það þarf heldur ekkert að minnast á það, að engar líkur eru á því að bílum fækki nokkuð svo muni um á næstu áratugum. Til þess er ferðatími að meðaltali of stuttur á höfuðborgarsvæðinu og meðalhraði strætó of lágur. Samkeppnisstaða almenningssamganga við einkabílinn er m.ö.o. ansi snúin. Vandaðar rannsóknir og áætlanir eru nauðsynlegar til að viðhalda menntunarstigi þjóðarinnar. en það sem að hér er talið virkar í hina áttina. Þegar er farið að bera á BS og MS ritgerðum í háskólunum í sama stíl og skýrslurnar sem lýst er á undan. Þetta er mikill skaði og er ábyrgð þeirra pólitíkusa mikil sem hér koma að málum. Höfundur er rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun