Aðrir en skólastarfsmenn geta ekki mætt í bólusetningu strax Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. ágúst 2021 14:15 Frá bólusetningum skólastarfsmanna í dag. Búist er við að um þúsund manns fái örvunarskammt í dag. stöð 2 Bólusetningar með örvunarskammti frá Pfizer fyrir kennara og starfsmenn skóla sem fengu Janssen bóluefnið hófust í dag. Aðrir sem fengu bóluefni Janssen geta ekki freistað þess að mæta í aukaskammta í dag, eins og stundum var boðið upp á þegar heilsugæslan var með skipulegar fjöldabólusetningar í Laugardalshöll fyrr í sumar. „Nei, það eru bara kennarar og skólafólk sem fær að mæta í dag. Sóttvarnalæknir ákvað að byrja á því núna dagana 3. til 13. ágúst og síðan er verið að skipuleggja bólusetningar með örvunarskammti fyrir alla hina sem fengu Janssen 17. til 19. ágúst,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Vísi. Hún segir eitthvað farið að bera á því að fólk sem hefur fengið Janssen en er ekki skólastarfsfólk sé að reyna að komast að í dag. Heilsugæslan geti þó aðeins sinnt hópi kennara og skólastarfsmanna í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Egill Bólusetningar á þeim sem eru enn óbólusettir hafa farið fram alla virka daga klukkan 14 síðan um miðjan júlí. Þær eru þó aðeins hugsaðar fyrir þá sem geta alls ekki beðið fram í miðjan ágúst og er hámark þeirra sem geta mætt í þær hundrað manns á dag. Skráning í þær fer í gegn um heilsugæslustöðvar fólks. „Það hefur verið stöðugur straumur hjá okkur í dag og góð mæting,“ segir Ragnheiður. „Við reiknum með að fara upp í um þúsund skammta í dag og vera búin klukkan fjögur.“ Hún segir fáa starfsmenn heilsugæslunnar við störf til að bólusetja enda séu flestir enn í sumarfríi. Ákveðið var að fara eftir nýju kerfi við bólusetningar skólastarfsfólks, fæðingarmánuði þeirra. Í dag eiga þeir skólastarfsmenn að mæta sem eiga afmæli í janúar og febrúar, á morgun þeir sem eiga afmæli í mars og svo koll af kolli. Áætlunina má sjá hér að neðan: Janúar og febrúar 3. ágúst Mars 4. ágúst Apríl 5. ágúst Maí 6. ágúst Júní 9. ágúst Júlí 10. ágúst Ágúst 11. ágúst September og október 12. ágúst Nóvember og desember 13. ágúst Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Nei, það eru bara kennarar og skólafólk sem fær að mæta í dag. Sóttvarnalæknir ákvað að byrja á því núna dagana 3. til 13. ágúst og síðan er verið að skipuleggja bólusetningar með örvunarskammti fyrir alla hina sem fengu Janssen 17. til 19. ágúst,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Vísi. Hún segir eitthvað farið að bera á því að fólk sem hefur fengið Janssen en er ekki skólastarfsfólk sé að reyna að komast að í dag. Heilsugæslan geti þó aðeins sinnt hópi kennara og skólastarfsmanna í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Egill Bólusetningar á þeim sem eru enn óbólusettir hafa farið fram alla virka daga klukkan 14 síðan um miðjan júlí. Þær eru þó aðeins hugsaðar fyrir þá sem geta alls ekki beðið fram í miðjan ágúst og er hámark þeirra sem geta mætt í þær hundrað manns á dag. Skráning í þær fer í gegn um heilsugæslustöðvar fólks. „Það hefur verið stöðugur straumur hjá okkur í dag og góð mæting,“ segir Ragnheiður. „Við reiknum með að fara upp í um þúsund skammta í dag og vera búin klukkan fjögur.“ Hún segir fáa starfsmenn heilsugæslunnar við störf til að bólusetja enda séu flestir enn í sumarfríi. Ákveðið var að fara eftir nýju kerfi við bólusetningar skólastarfsfólks, fæðingarmánuði þeirra. Í dag eiga þeir skólastarfsmenn að mæta sem eiga afmæli í janúar og febrúar, á morgun þeir sem eiga afmæli í mars og svo koll af kolli. Áætlunina má sjá hér að neðan: Janúar og febrúar 3. ágúst Mars 4. ágúst Apríl 5. ágúst Maí 6. ágúst Júní 9. ágúst Júlí 10. ágúst Ágúst 11. ágúst September og október 12. ágúst Nóvember og desember 13. ágúst
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira