Aðrir en skólastarfsmenn geta ekki mætt í bólusetningu strax Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. ágúst 2021 14:15 Frá bólusetningum skólastarfsmanna í dag. Búist er við að um þúsund manns fái örvunarskammt í dag. stöð 2 Bólusetningar með örvunarskammti frá Pfizer fyrir kennara og starfsmenn skóla sem fengu Janssen bóluefnið hófust í dag. Aðrir sem fengu bóluefni Janssen geta ekki freistað þess að mæta í aukaskammta í dag, eins og stundum var boðið upp á þegar heilsugæslan var með skipulegar fjöldabólusetningar í Laugardalshöll fyrr í sumar. „Nei, það eru bara kennarar og skólafólk sem fær að mæta í dag. Sóttvarnalæknir ákvað að byrja á því núna dagana 3. til 13. ágúst og síðan er verið að skipuleggja bólusetningar með örvunarskammti fyrir alla hina sem fengu Janssen 17. til 19. ágúst,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Vísi. Hún segir eitthvað farið að bera á því að fólk sem hefur fengið Janssen en er ekki skólastarfsfólk sé að reyna að komast að í dag. Heilsugæslan geti þó aðeins sinnt hópi kennara og skólastarfsmanna í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Egill Bólusetningar á þeim sem eru enn óbólusettir hafa farið fram alla virka daga klukkan 14 síðan um miðjan júlí. Þær eru þó aðeins hugsaðar fyrir þá sem geta alls ekki beðið fram í miðjan ágúst og er hámark þeirra sem geta mætt í þær hundrað manns á dag. Skráning í þær fer í gegn um heilsugæslustöðvar fólks. „Það hefur verið stöðugur straumur hjá okkur í dag og góð mæting,“ segir Ragnheiður. „Við reiknum með að fara upp í um þúsund skammta í dag og vera búin klukkan fjögur.“ Hún segir fáa starfsmenn heilsugæslunnar við störf til að bólusetja enda séu flestir enn í sumarfríi. Ákveðið var að fara eftir nýju kerfi við bólusetningar skólastarfsfólks, fæðingarmánuði þeirra. Í dag eiga þeir skólastarfsmenn að mæta sem eiga afmæli í janúar og febrúar, á morgun þeir sem eiga afmæli í mars og svo koll af kolli. Áætlunina má sjá hér að neðan: Janúar og febrúar 3. ágúst Mars 4. ágúst Apríl 5. ágúst Maí 6. ágúst Júní 9. ágúst Júlí 10. ágúst Ágúst 11. ágúst September og október 12. ágúst Nóvember og desember 13. ágúst Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
„Nei, það eru bara kennarar og skólafólk sem fær að mæta í dag. Sóttvarnalæknir ákvað að byrja á því núna dagana 3. til 13. ágúst og síðan er verið að skipuleggja bólusetningar með örvunarskammti fyrir alla hina sem fengu Janssen 17. til 19. ágúst,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Vísi. Hún segir eitthvað farið að bera á því að fólk sem hefur fengið Janssen en er ekki skólastarfsfólk sé að reyna að komast að í dag. Heilsugæslan geti þó aðeins sinnt hópi kennara og skólastarfsmanna í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Egill Bólusetningar á þeim sem eru enn óbólusettir hafa farið fram alla virka daga klukkan 14 síðan um miðjan júlí. Þær eru þó aðeins hugsaðar fyrir þá sem geta alls ekki beðið fram í miðjan ágúst og er hámark þeirra sem geta mætt í þær hundrað manns á dag. Skráning í þær fer í gegn um heilsugæslustöðvar fólks. „Það hefur verið stöðugur straumur hjá okkur í dag og góð mæting,“ segir Ragnheiður. „Við reiknum með að fara upp í um þúsund skammta í dag og vera búin klukkan fjögur.“ Hún segir fáa starfsmenn heilsugæslunnar við störf til að bólusetja enda séu flestir enn í sumarfríi. Ákveðið var að fara eftir nýju kerfi við bólusetningar skólastarfsfólks, fæðingarmánuði þeirra. Í dag eiga þeir skólastarfsmenn að mæta sem eiga afmæli í janúar og febrúar, á morgun þeir sem eiga afmæli í mars og svo koll af kolli. Áætlunina má sjá hér að neðan: Janúar og febrúar 3. ágúst Mars 4. ágúst Apríl 5. ágúst Maí 6. ágúst Júní 9. ágúst Júlí 10. ágúst Ágúst 11. ágúst September og október 12. ágúst Nóvember og desember 13. ágúst
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira