Spilar golf með vinstri en er rétthent Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. ágúst 2021 21:11 Alexandra Eir vekur alls staðar athygli þar sem hún spilar golf enda mjög sjaldgæft að kylfingar spili með vinstri þegar þeir eru rétthentir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kylfingar standa orðlausir þegar þeir sjá Alexöndru Eir Grétarsdóttur frá Stokkseyri spila á völlum landsins því hún slær höggin sín með vinstri hendi þrátt fyrir að vera rétthent. Alexandra Eir er 23 ára Stokkseyringur en býr á Selfossi. Hún hefur náð ótrúlega góðum árangri í golfi enda var hún nýlega valin klúbbmeistari kvenna hjá Golfklúbbi Selfoss. Það þykir mjög merkilegt í golfheiminum að Alexandra spilar allt sitt golf með vinstri hendi, ekki hægri þó hún sé rétthent. „Já, ég slæ bara með einni hendi af því að ég lenti í álagsmeiðslum fyrir nokkrum árum og þurfti eiginlega að hætta að spila golf en ákvað að prufa að slá með vinstri, það hefur bara gengið mjög vel,“ segir Alexandra. Alexandra Eir með verðlaunin sín þegar hún var verðlaunuð fyrir að vera klúbbmeistari kvenna hjá Golfklúbbi Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árangur og elja Alexöndru vekur alls staðar mikla athygli á golfvöllum þar sem hún spilar enda mjög sjaldgæft að sjá rétthenda kylfinga spila með vinstri. En hverju þakkar hún að hún sé svona góð með vinstri? „Heyrðu, það er Hlynur Geir Hjartarson, þjálfari hjá Golfklúbbi Selfoss og svo hinir og þessir, sem hafa hjálpað mér og svo allt góða fólkið hér í kringum mig í klúbbnum, sem styður mig alltaf saman hvað ég geri.“ Golfkúlan á leiðinni niður.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hlynur Geir er að rifna úr stolti af Alexöndru. „Já, þetta er bara risa stórt afrek. Það er afrek að vera klúbbmeistari í öllum golfklúbbum landsins en að gera þetta með annari hendi gerir þetta enn þá stærra, miklu stærra. Alexandra er nokkuð skapgóð en skapstór en keppnismaður, sem er kostur. Og hún hlustar alltaf á þjálfarann og ég held að margir íþróttamenn mættu taka hana til fyrirmyndar,“ segir Hlynur Geir. Hlynur Geir Hjartarson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Selfoss, sem hefur m.a. séð um að þjálfa Alexöndru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Golf Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Alexandra Eir er 23 ára Stokkseyringur en býr á Selfossi. Hún hefur náð ótrúlega góðum árangri í golfi enda var hún nýlega valin klúbbmeistari kvenna hjá Golfklúbbi Selfoss. Það þykir mjög merkilegt í golfheiminum að Alexandra spilar allt sitt golf með vinstri hendi, ekki hægri þó hún sé rétthent. „Já, ég slæ bara með einni hendi af því að ég lenti í álagsmeiðslum fyrir nokkrum árum og þurfti eiginlega að hætta að spila golf en ákvað að prufa að slá með vinstri, það hefur bara gengið mjög vel,“ segir Alexandra. Alexandra Eir með verðlaunin sín þegar hún var verðlaunuð fyrir að vera klúbbmeistari kvenna hjá Golfklúbbi Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árangur og elja Alexöndru vekur alls staðar mikla athygli á golfvöllum þar sem hún spilar enda mjög sjaldgæft að sjá rétthenda kylfinga spila með vinstri. En hverju þakkar hún að hún sé svona góð með vinstri? „Heyrðu, það er Hlynur Geir Hjartarson, þjálfari hjá Golfklúbbi Selfoss og svo hinir og þessir, sem hafa hjálpað mér og svo allt góða fólkið hér í kringum mig í klúbbnum, sem styður mig alltaf saman hvað ég geri.“ Golfkúlan á leiðinni niður.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hlynur Geir er að rifna úr stolti af Alexöndru. „Já, þetta er bara risa stórt afrek. Það er afrek að vera klúbbmeistari í öllum golfklúbbum landsins en að gera þetta með annari hendi gerir þetta enn þá stærra, miklu stærra. Alexandra er nokkuð skapgóð en skapstór en keppnismaður, sem er kostur. Og hún hlustar alltaf á þjálfarann og ég held að margir íþróttamenn mættu taka hana til fyrirmyndar,“ segir Hlynur Geir. Hlynur Geir Hjartarson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Selfoss, sem hefur m.a. séð um að þjálfa Alexöndru.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Golf Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira