Spilar golf með vinstri en er rétthent Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. ágúst 2021 21:11 Alexandra Eir vekur alls staðar athygli þar sem hún spilar golf enda mjög sjaldgæft að kylfingar spili með vinstri þegar þeir eru rétthentir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kylfingar standa orðlausir þegar þeir sjá Alexöndru Eir Grétarsdóttur frá Stokkseyri spila á völlum landsins því hún slær höggin sín með vinstri hendi þrátt fyrir að vera rétthent. Alexandra Eir er 23 ára Stokkseyringur en býr á Selfossi. Hún hefur náð ótrúlega góðum árangri í golfi enda var hún nýlega valin klúbbmeistari kvenna hjá Golfklúbbi Selfoss. Það þykir mjög merkilegt í golfheiminum að Alexandra spilar allt sitt golf með vinstri hendi, ekki hægri þó hún sé rétthent. „Já, ég slæ bara með einni hendi af því að ég lenti í álagsmeiðslum fyrir nokkrum árum og þurfti eiginlega að hætta að spila golf en ákvað að prufa að slá með vinstri, það hefur bara gengið mjög vel,“ segir Alexandra. Alexandra Eir með verðlaunin sín þegar hún var verðlaunuð fyrir að vera klúbbmeistari kvenna hjá Golfklúbbi Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árangur og elja Alexöndru vekur alls staðar mikla athygli á golfvöllum þar sem hún spilar enda mjög sjaldgæft að sjá rétthenda kylfinga spila með vinstri. En hverju þakkar hún að hún sé svona góð með vinstri? „Heyrðu, það er Hlynur Geir Hjartarson, þjálfari hjá Golfklúbbi Selfoss og svo hinir og þessir, sem hafa hjálpað mér og svo allt góða fólkið hér í kringum mig í klúbbnum, sem styður mig alltaf saman hvað ég geri.“ Golfkúlan á leiðinni niður.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hlynur Geir er að rifna úr stolti af Alexöndru. „Já, þetta er bara risa stórt afrek. Það er afrek að vera klúbbmeistari í öllum golfklúbbum landsins en að gera þetta með annari hendi gerir þetta enn þá stærra, miklu stærra. Alexandra er nokkuð skapgóð en skapstór en keppnismaður, sem er kostur. Og hún hlustar alltaf á þjálfarann og ég held að margir íþróttamenn mættu taka hana til fyrirmyndar,“ segir Hlynur Geir. Hlynur Geir Hjartarson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Selfoss, sem hefur m.a. séð um að þjálfa Alexöndru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Golf Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Alexandra Eir er 23 ára Stokkseyringur en býr á Selfossi. Hún hefur náð ótrúlega góðum árangri í golfi enda var hún nýlega valin klúbbmeistari kvenna hjá Golfklúbbi Selfoss. Það þykir mjög merkilegt í golfheiminum að Alexandra spilar allt sitt golf með vinstri hendi, ekki hægri þó hún sé rétthent. „Já, ég slæ bara með einni hendi af því að ég lenti í álagsmeiðslum fyrir nokkrum árum og þurfti eiginlega að hætta að spila golf en ákvað að prufa að slá með vinstri, það hefur bara gengið mjög vel,“ segir Alexandra. Alexandra Eir með verðlaunin sín þegar hún var verðlaunuð fyrir að vera klúbbmeistari kvenna hjá Golfklúbbi Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árangur og elja Alexöndru vekur alls staðar mikla athygli á golfvöllum þar sem hún spilar enda mjög sjaldgæft að sjá rétthenda kylfinga spila með vinstri. En hverju þakkar hún að hún sé svona góð með vinstri? „Heyrðu, það er Hlynur Geir Hjartarson, þjálfari hjá Golfklúbbi Selfoss og svo hinir og þessir, sem hafa hjálpað mér og svo allt góða fólkið hér í kringum mig í klúbbnum, sem styður mig alltaf saman hvað ég geri.“ Golfkúlan á leiðinni niður.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hlynur Geir er að rifna úr stolti af Alexöndru. „Já, þetta er bara risa stórt afrek. Það er afrek að vera klúbbmeistari í öllum golfklúbbum landsins en að gera þetta með annari hendi gerir þetta enn þá stærra, miklu stærra. Alexandra er nokkuð skapgóð en skapstór en keppnismaður, sem er kostur. Og hún hlustar alltaf á þjálfarann og ég held að margir íþróttamenn mættu taka hana til fyrirmyndar,“ segir Hlynur Geir. Hlynur Geir Hjartarson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Selfoss, sem hefur m.a. séð um að þjálfa Alexöndru.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Golf Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira