Aðeins „orðrómur“ að fólk sé að flykkjast til Eyja um helgina Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 31. júlí 2021 16:36 Um þrjátíu manns gista á tjaldsvæðinu í Herjólfsdal þessa verslunarmannahelgina, sem er talsvert færra en það sem vant er. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að stærstu hátíðum landsins hafi verið aflýst eru fjölmargir Íslendingar á ferðalagi um landið og eru tjaldsvæði víða þéttsetin. Tjaldvörður í Vestmannaeyjum segir stöðuna þar þó afar ólíka því sem vant er um verslunarmannahelgi. Nú stendur yfir langstærsta ferðahelgi ársins og undir venjulegum kringumstæðum væru hátíðarhöld í öðru hvoru bæjarfélagi. Sökum núgildandi sóttvarnaraðgerða hefur slíkt þó verið blásið af á flestum stöðum. Svo virðist sem það hafi þó ekki haft mikil áhrif á ferðahug landsmanna sem margir hverjir hafa komið sér fyrir á tjaldsvæðum landsins. Um fimm hundruð manns dvelja nú á tjaldsvæðinu í Reykholti á Bláskógabyggð. Þar er þó búið að skipta svæðinu upp í þrjú hólf sökum tvö hundruð manna fjöldatakmarks. Aðalmálið að vinirnir lendi í sama hólfi „Þetta var eiginlega allt pantað fyrirfram. Fólk hringdi og auðvitað þurftum við að segja nei við nokkra en það var ekki mikið um það,“ segir Steinunn Bjarnadóttir umsjónarmaður tjaldsvæðisins. Hún segir núverandi fyrirkomulag þó krefjast meiri skrifstofuvinnu en hún er vön. „Maður þarf að raða niður í hólfin og það svona flækir málin aðeins. En þetta er bara allt í góðu og allir sáttir með það. Það er bara aðalmálið að vinirnir lendi í sama sóttvarnarhólfi.“ Steinunn sagðist í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni svara tugum símtala á dag þar sem hún væri spurð hvort laust sé á svæðinu. „Það eru mjög margir búnir að vera hérna síðan á þriðjudaginn og kom mikið fyrri part vikunnar. Svo fóru einhverjir í gær og aðrir komu í gær. Við þurfum náttúrlega að passa vel upp á hólfin okkar.“ Blíðskaparveður hefur verið á svæðinu í vikunni en það tók þó óvænta vendingu í gær. „Það fór ábyggilega alveg upp í 27 stig hérna í gær, þangað til við fengum þrumur og eldingar þvílíkar og svo þvílíkt úrhelli í 23 stiga hita. Þannig það var bara hægt að standa úti á stuttermabolnum í rigningunni,“ segir Steinunn. Um 30 manns tjölduðu í Herjólfsdal Vísir náði tali af lögreglunni í Vestmannaeyjum í morgun, sem telur að um tíu þúsund gestir hafi mætt til Eyja um helgina þrátt fyrir að þjóðhátíð hafi verið frestað. Þrátt fyrir þann fjölda segir Hafdís Kristjánsdóttir, umsjónarmaður tjaldsvæðanna í Herjólfsdal og á Þórsvelli, að afar fámennt sé á tjaldsvæðunum. „Orðrómurinn er búinn að vera þessi alla vikuna „Förum til Vestmannaeyja, allir til Vestmannaeyja!“ en þetta er náttúrlega bara orðrómur. Þannig að staðreyndin er sú að það er bara afskaplega fátt hjá mér á tjaldsvæðinu.“ Hafdís segir búið að vera gott veður. Allir hafi skemmt sér vel í gær og kvöldið hafi gengið vel fyrir sig. „Það voru bara allir að skemmta sér og allt með kyrrum kjörum og allir bara að njóta lífsins.“ Hún segist vera búin að loka fyrir bókanir inni í Herjólfsdal, en þar dvelja um 30 manns eins og staðan er núna. Bein útsending fer fram á brekkusöngnum á morgun og þarf því að vera búið að rýma svæðið klukkan átta og verður það lokað til miðnættis. „Tekst á næsta ári!“ Hún segir þetta vera afar skrítna tíma fyrir Eyjamenn, enda á Þjóðhátíð sérstakan stað í hjörtum allra Eyjamanna og eyjan venjulega yfirfull af lífi og fjöri þessa helgi. „Mér finnst bara rosalega skrítið að vera hérna inni í Herjólfsdal og sjá allt uppi og ekkert um að vera. Maður er pínu svona meyr get ég sagt. Maður finnur bara hvað þjóðhátíðin hefur sterkar taugar til manns.“ „En lífið heldur áfram. Okkur tókst næstum því að halda Þjóðhátíð núna en á næsta ári þá tekst þetta!,“ segir Hafdís full af bjartsýni. Bláskógabyggð Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Einstaklega róleg byrjun á helginni: „Hér er allt eins og blómstrið eina“ Fólk á ferð um landið skemmti sér fallega í nótt, allavega í þeim lögregluembættum sem Vísir náði tali af nú í morgunsárið. Þetta virðist ætla að vera róleg verslunarmannahelgi í tvö hundruð manna samkomubanni, lögreglumönnum til einstakrar ánægju. 31. júlí 2021 09:28 Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Sjá meira
Nú stendur yfir langstærsta ferðahelgi ársins og undir venjulegum kringumstæðum væru hátíðarhöld í öðru hvoru bæjarfélagi. Sökum núgildandi sóttvarnaraðgerða hefur slíkt þó verið blásið af á flestum stöðum. Svo virðist sem það hafi þó ekki haft mikil áhrif á ferðahug landsmanna sem margir hverjir hafa komið sér fyrir á tjaldsvæðum landsins. Um fimm hundruð manns dvelja nú á tjaldsvæðinu í Reykholti á Bláskógabyggð. Þar er þó búið að skipta svæðinu upp í þrjú hólf sökum tvö hundruð manna fjöldatakmarks. Aðalmálið að vinirnir lendi í sama hólfi „Þetta var eiginlega allt pantað fyrirfram. Fólk hringdi og auðvitað þurftum við að segja nei við nokkra en það var ekki mikið um það,“ segir Steinunn Bjarnadóttir umsjónarmaður tjaldsvæðisins. Hún segir núverandi fyrirkomulag þó krefjast meiri skrifstofuvinnu en hún er vön. „Maður þarf að raða niður í hólfin og það svona flækir málin aðeins. En þetta er bara allt í góðu og allir sáttir með það. Það er bara aðalmálið að vinirnir lendi í sama sóttvarnarhólfi.“ Steinunn sagðist í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni svara tugum símtala á dag þar sem hún væri spurð hvort laust sé á svæðinu. „Það eru mjög margir búnir að vera hérna síðan á þriðjudaginn og kom mikið fyrri part vikunnar. Svo fóru einhverjir í gær og aðrir komu í gær. Við þurfum náttúrlega að passa vel upp á hólfin okkar.“ Blíðskaparveður hefur verið á svæðinu í vikunni en það tók þó óvænta vendingu í gær. „Það fór ábyggilega alveg upp í 27 stig hérna í gær, þangað til við fengum þrumur og eldingar þvílíkar og svo þvílíkt úrhelli í 23 stiga hita. Þannig það var bara hægt að standa úti á stuttermabolnum í rigningunni,“ segir Steinunn. Um 30 manns tjölduðu í Herjólfsdal Vísir náði tali af lögreglunni í Vestmannaeyjum í morgun, sem telur að um tíu þúsund gestir hafi mætt til Eyja um helgina þrátt fyrir að þjóðhátíð hafi verið frestað. Þrátt fyrir þann fjölda segir Hafdís Kristjánsdóttir, umsjónarmaður tjaldsvæðanna í Herjólfsdal og á Þórsvelli, að afar fámennt sé á tjaldsvæðunum. „Orðrómurinn er búinn að vera þessi alla vikuna „Förum til Vestmannaeyja, allir til Vestmannaeyja!“ en þetta er náttúrlega bara orðrómur. Þannig að staðreyndin er sú að það er bara afskaplega fátt hjá mér á tjaldsvæðinu.“ Hafdís segir búið að vera gott veður. Allir hafi skemmt sér vel í gær og kvöldið hafi gengið vel fyrir sig. „Það voru bara allir að skemmta sér og allt með kyrrum kjörum og allir bara að njóta lífsins.“ Hún segist vera búin að loka fyrir bókanir inni í Herjólfsdal, en þar dvelja um 30 manns eins og staðan er núna. Bein útsending fer fram á brekkusöngnum á morgun og þarf því að vera búið að rýma svæðið klukkan átta og verður það lokað til miðnættis. „Tekst á næsta ári!“ Hún segir þetta vera afar skrítna tíma fyrir Eyjamenn, enda á Þjóðhátíð sérstakan stað í hjörtum allra Eyjamanna og eyjan venjulega yfirfull af lífi og fjöri þessa helgi. „Mér finnst bara rosalega skrítið að vera hérna inni í Herjólfsdal og sjá allt uppi og ekkert um að vera. Maður er pínu svona meyr get ég sagt. Maður finnur bara hvað þjóðhátíðin hefur sterkar taugar til manns.“ „En lífið heldur áfram. Okkur tókst næstum því að halda Þjóðhátíð núna en á næsta ári þá tekst þetta!,“ segir Hafdís full af bjartsýni.
Bláskógabyggð Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Einstaklega róleg byrjun á helginni: „Hér er allt eins og blómstrið eina“ Fólk á ferð um landið skemmti sér fallega í nótt, allavega í þeim lögregluembættum sem Vísir náði tali af nú í morgunsárið. Þetta virðist ætla að vera róleg verslunarmannahelgi í tvö hundruð manna samkomubanni, lögreglumönnum til einstakrar ánægju. 31. júlí 2021 09:28 Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Sjá meira
Einstaklega róleg byrjun á helginni: „Hér er allt eins og blómstrið eina“ Fólk á ferð um landið skemmti sér fallega í nótt, allavega í þeim lögregluembættum sem Vísir náði tali af nú í morgunsárið. Þetta virðist ætla að vera róleg verslunarmannahelgi í tvö hundruð manna samkomubanni, lögreglumönnum til einstakrar ánægju. 31. júlí 2021 09:28
Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00