„Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um fræðslu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júlí 2021 20:00 Brynja Dan Gunnarsdóttir segir forvarnir og fræðslu skipta sköpum. Sigurjón ólason Ný lög í Noregi sem skylda áhrifavalda til að merkja myndir sem búið er að eiga við eru skrýtin að mati áhrifavalds. Hún segir rökréttara að fræða ungt fólk um skaðsemi samfélagsmiðla og veltir því fyrir sér hvers vegna lögin taki einungis til áhrifavalda. Lög sem skylda áhrifavalda á samfélagsmiðlum til þess að merkja myndir sem búið er að eiga við, hafa verið samþykkt í Noregi. Lögin varða myndir eða myndskeið þar sem búið er að eiga við líkama fólks, stærð hans eða áferð. Áhrifavaldur furðar sig á lagasetningunni. „Mér finnst verið að byrja á röngum enda. Ég hefði viljað sjá stefnuna fara út í forvarnir og fræða börnin okkar um skaðsemi þess að bera okkur saman við aðra og hvað samfélagsmiðlar sem og aðrar auglýsingar geta haft,“ sagði Brynja Dan Gunnarsdóttir, áhrifavaldur. Lögin eru hugsuð til að vernda ungt fólk fyrir sálrænum skaða sem óraunhæfar glansmyndir á internetinu kunni að valda. „Mér finnst við alveg þurfa að gera eitthvað, vissulega ef þetta er farið að hafa þessi skaðlegu áhrif sem rannsóknir sýna, en þá finnst mér að þetta eigi bara að ná yfir allar auglýsingar. Hvort sem það er í blöðum, tímaritum, sjónvarpinu eða hvað sem er.“ Óraunhæfar glansmyndir birtist víða Því áhrifavaldar séu ekki einir um að vinna myndir. „Þetta er bara það sem hefur tíðkast í auglýsingabransanum í mörg mörg, mörg ár. Það er enginn ljósmyndari sem skilar af sér mynd án þess að hún sé unnin.“ Þá finnst henni sérstakt að lögin taki einungis til áhrifavalda þar sem óraunhæfar glansmyndir birtist víðar. Tekur hún son sinn sem dæmi sem er ekki á samfélagsmiðlum vegna ungs aldurs. „Ég ræð því ekki hvort hann horfi á Pepsi flöskuna með Ronaldo sem er iðulega með mjög grófa húð en er silkisléttur eins og Ken á flöskunni þannig að ég held að þetta snúist fyrst og fremst um fræðslu.“ Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Noregur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segja andstöðu forstjóra Flugleiða við Cargolux hafa ráðið því að hluturinn fór Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Lög sem skylda áhrifavalda á samfélagsmiðlum til þess að merkja myndir sem búið er að eiga við, hafa verið samþykkt í Noregi. Lögin varða myndir eða myndskeið þar sem búið er að eiga við líkama fólks, stærð hans eða áferð. Áhrifavaldur furðar sig á lagasetningunni. „Mér finnst verið að byrja á röngum enda. Ég hefði viljað sjá stefnuna fara út í forvarnir og fræða börnin okkar um skaðsemi þess að bera okkur saman við aðra og hvað samfélagsmiðlar sem og aðrar auglýsingar geta haft,“ sagði Brynja Dan Gunnarsdóttir, áhrifavaldur. Lögin eru hugsuð til að vernda ungt fólk fyrir sálrænum skaða sem óraunhæfar glansmyndir á internetinu kunni að valda. „Mér finnst við alveg þurfa að gera eitthvað, vissulega ef þetta er farið að hafa þessi skaðlegu áhrif sem rannsóknir sýna, en þá finnst mér að þetta eigi bara að ná yfir allar auglýsingar. Hvort sem það er í blöðum, tímaritum, sjónvarpinu eða hvað sem er.“ Óraunhæfar glansmyndir birtist víða Því áhrifavaldar séu ekki einir um að vinna myndir. „Þetta er bara það sem hefur tíðkast í auglýsingabransanum í mörg mörg, mörg ár. Það er enginn ljósmyndari sem skilar af sér mynd án þess að hún sé unnin.“ Þá finnst henni sérstakt að lögin taki einungis til áhrifavalda þar sem óraunhæfar glansmyndir birtist víðar. Tekur hún son sinn sem dæmi sem er ekki á samfélagsmiðlum vegna ungs aldurs. „Ég ræð því ekki hvort hann horfi á Pepsi flöskuna með Ronaldo sem er iðulega með mjög grófa húð en er silkisléttur eins og Ken á flöskunni þannig að ég held að þetta snúist fyrst og fremst um fræðslu.“
Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Noregur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segja andstöðu forstjóra Flugleiða við Cargolux hafa ráðið því að hluturinn fór Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira