„Svo stunda þær samfarir á manni eins og enginn sé morgundagurinn“ Jakob Bjarnar skrifar 30. júlí 2021 15:04 Húsflugan hefur hingað til talist meinlítið kvikindi en hún gerir íbúum í Grafarvogi lífið leitt. Og reyndar íbúum víðar um land. Náttúrufræðistofnun Íslands/Erling Ólafsson Húsflugufaraldur er í Grafarvogi og víðar. Ef marka má heitar umræður á Facebook herjar húsfluga nú á íbúa í Grafarvogi og reyndar víðar. Eitthvað í tíðarfari virðist henta flugunum vel og þær fara nú mikinn. „Húsflugufaraldur hérna! Djös viðbjóður,“ segir María Una Óladóttir og spyr hvort þetta sé víðar? Ekki stendur á svörum á Facebookvegg hennar og þau eru á þá leið að húsflugurnar séu meira áberandi en vanalega og reyndar upp um alla veggi. „Og ekkert smá árásargjarnar,“ segir ein og önnur segist „slátra“ um þrjátíu stykkjum á dag. Vísir reyndi að ná tali af skordýrafræðingi á Náttúrufræðistofnun Íslands en þar er móttaka lokuð til 3. ágúst. Þannig að ekki fengust upplýsingar um það frá skordýrasérfræðingi hvað veldur þessari plágu sem lýst er. En á vef stofnunarinnar er að finna ágæta grein um það hvers konar kvikindi er um að ræða. Á þræði Maríu Unu er vísað til greinarkorns sem ættað er úr Fréttablaðinu. Þar er farið yfir það að húsflugan sé algeng um land allt, meira þó til sveita en í þéttbýli. Þær sækja í lífrænan vökva og safnast oft saman í stórum hópum við gripahús. Hún er sögð bera með sér sýkla í mat manna og því sé til mikils að vinna að losna við þær af heimilum. Þá er boðið uppá ráð gegn þeim, þær forðast basilíku, lofnunarblóm og þá megi blanda cayenne-pipar við vatn í úðabrúsa og úða; því slíkt vilja flugurnar ekki sjá. Fjöldi þeirra sem leggja orð í belg segja þetta óþolandi ástand, enginn svefnfriður og „svo stunda þær samfarir á manni eins og enginn sé morgundagurinn,“ segir ein þeirra sem tjáir sig um þennan faraldur. Dýr Skordýr Reykjavík Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Ef marka má heitar umræður á Facebook herjar húsfluga nú á íbúa í Grafarvogi og reyndar víðar. Eitthvað í tíðarfari virðist henta flugunum vel og þær fara nú mikinn. „Húsflugufaraldur hérna! Djös viðbjóður,“ segir María Una Óladóttir og spyr hvort þetta sé víðar? Ekki stendur á svörum á Facebookvegg hennar og þau eru á þá leið að húsflugurnar séu meira áberandi en vanalega og reyndar upp um alla veggi. „Og ekkert smá árásargjarnar,“ segir ein og önnur segist „slátra“ um þrjátíu stykkjum á dag. Vísir reyndi að ná tali af skordýrafræðingi á Náttúrufræðistofnun Íslands en þar er móttaka lokuð til 3. ágúst. Þannig að ekki fengust upplýsingar um það frá skordýrasérfræðingi hvað veldur þessari plágu sem lýst er. En á vef stofnunarinnar er að finna ágæta grein um það hvers konar kvikindi er um að ræða. Á þræði Maríu Unu er vísað til greinarkorns sem ættað er úr Fréttablaðinu. Þar er farið yfir það að húsflugan sé algeng um land allt, meira þó til sveita en í þéttbýli. Þær sækja í lífrænan vökva og safnast oft saman í stórum hópum við gripahús. Hún er sögð bera með sér sýkla í mat manna og því sé til mikils að vinna að losna við þær af heimilum. Þá er boðið uppá ráð gegn þeim, þær forðast basilíku, lofnunarblóm og þá megi blanda cayenne-pipar við vatn í úðabrúsa og úða; því slíkt vilja flugurnar ekki sjá. Fjöldi þeirra sem leggja orð í belg segja þetta óþolandi ástand, enginn svefnfriður og „svo stunda þær samfarir á manni eins og enginn sé morgundagurinn,“ segir ein þeirra sem tjáir sig um þennan faraldur.
Dýr Skordýr Reykjavík Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira