Bitter skellti í lás og strákarnir hans Alfreðs unnu mikilvægan sigur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2021 14:08 Johannes Bitter varði eins og óður maður á lokakaflanum í leik Þýskalands og Noregs. getty/Dean Mouhtaropoulos Þýskaland fór langt með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókyó með sigri á Noregi, 28-23, í dag. Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust nokkrum sinnum fimm mörkum yfir. Norðmenn náðu aðeins að rétta sinn hlut undir lok fyrri hálfleiks og staðan að honum loknum var 14-11, Þjóðverjum í vil. Noregur minnkaði muninn í eitt mark, 16-15, en Þýskaland svaraði með 5-1 kafla og náði fimm marka forskoti, 21-16. Norðmenn minnkuðu muninn aftur í eitt mark, 22-21, en þá var komið að Johannes Bitter. Gamla brýnið átti frábæra innkomu og varði fyrstu sex skotin sem hann fékk á sig. Andreas Wolff hafði varið vel í fyrri hálfleik og undir lokin tók Bitter við keflinu. Þökk sé frammistöðu hans héldu Þjóðverjum Norðmönnum í hæfilegri fjarlægð og unnu á endanum fimm marka sigur, 28-23. Uwe Gensheimer skoraði sex mörk fyrir Þýskaland og Timo Kastening fimm. Gensheimer er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu þýska landsliðsins en hann hefur tekið fram úr Christian Schwarzer. Gensheimer hefur skorað 972 landsliðsmörk. With the first goal of the game Uwe Gensheimer became the best goal scorer in German national team history!967 - U. Gensheimer966 - Chr. Schwarzer818 - F. Kehrmann817 - S. Kretzschmar809 - J. Fraatz(Frank-Michael Wahl scored 74 goals for GER and 1338 for GDR)#Handball— Fabian Koch (@Fabian_Handball) July 30, 2021 Sander Sagosen var markahæstur í norska liðinu með sjö mörk. Magnus Jondal skoraði fjögur mörk. Með sigrinum komst Þýskaland upp fyrir Noreg í 3. sæti A-riðils. Þjóðverjar mæta Brasilíumönnum í lokaumferð riðlakeppninnar á sunnudaginn. Danir eru með fullt hús stiga í B-riðli eftir sigur á Portúgölum, 28-34. Mikkel Hansen skoraði níu mörk fyrir Danmörku og Mathias Gidsel sjö. Diego Branquinho skoraði fjögur mörk fyrir Portúgal. Egyptaland skaust upp fyrir Svíþjóð í 2. sæti B-riðils með sigri í leik liðanna í morgun, 22-27. Mohamed Sanad skoraði sex mörk fyrir egypska liðið og Yahia Omar fimm. Lukas Pellas skoraði sjö mörk fyrir Svía. Úrslit dagsins A-riðill Frakkland 36-31 Spánn Þýskaland 28-23 Noregur Argentína 23-25 Brasilía B-riðill Portúgal 28-34 Danmörk Svíþjóð 22-27 Egyptaland Barein 32-30 Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust nokkrum sinnum fimm mörkum yfir. Norðmenn náðu aðeins að rétta sinn hlut undir lok fyrri hálfleiks og staðan að honum loknum var 14-11, Þjóðverjum í vil. Noregur minnkaði muninn í eitt mark, 16-15, en Þýskaland svaraði með 5-1 kafla og náði fimm marka forskoti, 21-16. Norðmenn minnkuðu muninn aftur í eitt mark, 22-21, en þá var komið að Johannes Bitter. Gamla brýnið átti frábæra innkomu og varði fyrstu sex skotin sem hann fékk á sig. Andreas Wolff hafði varið vel í fyrri hálfleik og undir lokin tók Bitter við keflinu. Þökk sé frammistöðu hans héldu Þjóðverjum Norðmönnum í hæfilegri fjarlægð og unnu á endanum fimm marka sigur, 28-23. Uwe Gensheimer skoraði sex mörk fyrir Þýskaland og Timo Kastening fimm. Gensheimer er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu þýska landsliðsins en hann hefur tekið fram úr Christian Schwarzer. Gensheimer hefur skorað 972 landsliðsmörk. With the first goal of the game Uwe Gensheimer became the best goal scorer in German national team history!967 - U. Gensheimer966 - Chr. Schwarzer818 - F. Kehrmann817 - S. Kretzschmar809 - J. Fraatz(Frank-Michael Wahl scored 74 goals for GER and 1338 for GDR)#Handball— Fabian Koch (@Fabian_Handball) July 30, 2021 Sander Sagosen var markahæstur í norska liðinu með sjö mörk. Magnus Jondal skoraði fjögur mörk. Með sigrinum komst Þýskaland upp fyrir Noreg í 3. sæti A-riðils. Þjóðverjar mæta Brasilíumönnum í lokaumferð riðlakeppninnar á sunnudaginn. Danir eru með fullt hús stiga í B-riðli eftir sigur á Portúgölum, 28-34. Mikkel Hansen skoraði níu mörk fyrir Danmörku og Mathias Gidsel sjö. Diego Branquinho skoraði fjögur mörk fyrir Portúgal. Egyptaland skaust upp fyrir Svíþjóð í 2. sæti B-riðils með sigri í leik liðanna í morgun, 22-27. Mohamed Sanad skoraði sex mörk fyrir egypska liðið og Yahia Omar fimm. Lukas Pellas skoraði sjö mörk fyrir Svía. Úrslit dagsins A-riðill Frakkland 36-31 Spánn Þýskaland 28-23 Noregur Argentína 23-25 Brasilía B-riðill Portúgal 28-34 Danmörk Svíþjóð 22-27 Egyptaland Barein 32-30 Japan
A-riðill Frakkland 36-31 Spánn Þýskaland 28-23 Noregur Argentína 23-25 Brasilía B-riðill Portúgal 28-34 Danmörk Svíþjóð 22-27 Egyptaland Barein 32-30 Japan
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira